Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
19.4.2007 | 08:31
Opið hús á Bifröst
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook
18.4.2007 | 18:12
Eldur
18.4.2007 | 12:42
Bruðl
Í nýrri skýrslu samráðshóps um framtíð Reykjavíkurflugvallar kemur skýrt fram að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýrinni á næstu árum. Í stjórnmálaályktun um samgöngumál á nýloknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar:
"Mikilvægt er að hraða uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll en núverandi flugstöð er úrelt og hamlar aðstöðuleysi þar m.a. samkeppni í innanlandsflugi."
Því er ekki úr vegi að spyrja; fyrst flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri, hvers vegna á þá að eyða þrem milljörðum úr sameiginlegum sjóð almennings í nýja flugstöð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook
18.4.2007 | 10:07
Eilíf hamingja
Fórum á leikrit þeirra félaga Þorleifs Arnars og Andra Snæs, Eilíf hamingja, í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þetta er þrælfín skemmtun og góð ádeila á plebbaskapinn í fyrirtækjamenningu samtímans. Í miðri sýningu sprettur fram breskur kynlegur kvistur og fer að tala við áhorfendur um eðli leikhússins, líkast til gert til að brjóta sýninguna aðeins upp. Það var svosem ágætlega fyndið, en spurning hvort þetta uppbrot hafi átt nokkuð erindi. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Kannski var bara verið að gefa leikaranum tækifæritil að sýna getu sína, sem er svosem líka allt í lagi. Annars þekkti ég engann af þessum leikurum fyrir. Sem gamall framkvæmdastjóri í leikhúsi veit ég að það er alltaf áhætta að bjóða upp á sýningu með lítt þekktum leikurum. Það hefur þó gengið upp í þetta skipti. Öll stóðu þau sig með prýði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook
17.4.2007 | 16:18
Aþena og rauðbröndótti högninn
Læðan á heimilinu, hún Aþena (6 mánaða), er heldur ræfilssleg hérna í sófanum hjá mér. Var núna rétt áðan að koma úr ófrjósemisaðgerð frá Dagfinni dýralækni á Skólavörðustígnum. Er enn heldur vönkuð eftir aðgerðina og liggur eins og slitti við hliðina á mér. Við þorðum ekki öðru en að fara með hana í þessa aðgerð því einhver risastór og drulluskítugur rauðbröndóttur högni var farinn að sverma alltof mikið fyrir henni. Dóttir mín, hún Hrafnhildur (9 mánaða), er sofandi uppi. Ég hef smá áhyggjur af því þegar hún vaknar, að hún leyfi Aþenu ekki að fá þann frið sem hún þarf til að jafna sig. Þær eru nefnilega orðnar ansi fjörlegir leikfélagar.
17.4.2007 | 09:53
Mikilvæg viðbót
Mikið áhorf á Al-Jazeera í Evrópu og Asíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook
15.4.2007 | 21:41
Fyrirsjáanleg niðurstaða, samt merkileg
15.4.2007 | 11:30
Alvöru blaðamennska
Tvær milljónir Íraka hafa flúið land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2007 | 11:50
Um hvað verður kosið?
Eins og búast mátti við var páskahelgin vart liðin áður en kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningarnar 12. maí fór á fullt skrið. Núna um helgina halda svo tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, landsfundi sína. Flokkarnir hafa undanfarið verið að ydda og meitla boðskap sinn og finna hinn réttan tón. Við ættum því að geta áttað okkur betur á því nú, hvað þessar kosningar munu snúast um.
Þá daga sem liðnir eru frá páskum hefur umæðan hægt en örugglega verið að setjast í sömu brautir og ávallt þegar svo skammt er í kosningar. Nú tala allir um budduna, með einum eða öðrum hætti. Önnur mál, svo sem umhverfismál, sem verið hafa ofarlega í umræðunni undanfarið, eru smám saman að víkja fyrir auknum áherslum á efnahags- og atvinnumálum. Eins og alltaf.
Buddan ræður
Undanfarna viku höfum við til að mynda séð hvernig Framsóknarflokkurinn hefur hafið sókn frá hinni hlið náttúruverndarmálsins og hafnar afdráttarlaust öllu tali um stóriðjustopp. Flokkurinn ætlar sér þvert á móti að vinna sér inn atkvæði á frekari atvinnuuppbyggingu sem byggir á orkufrekum iðnaði.
Þessi breytta staða í umræðunni setur Íslandshreyfinguna og Vinstri græna í ákveðinn vanda. Takist þessum flokkum ekki að klæða náttúruverndarstefnu sína í búning efnahagslegra framfara er ansi hætt við að málflutningur þeirra muni eiga erfiðar uppdráttar nú heldur en fyrir páska, áður en kosnigabaráttan fór í fullan gang.
Áherslan á budduna veldur einnig því að Frjálslyndi flokkurinn vill gjarnan klæða ógeðfelda andstöðu sína við innflytjendur í þann búning að þeir séu ógn við launamenn í landinu. Nýlegar rannsóknir Kaupþings og Landsbankans sína hins vegar svart á hvítu að hver fjölskylda í landinu hefur þvert á móti grætt hundruð þúsunda á hingaðkomu erlends starfsfólks sem tekið hafa að sér láglaunastörf, sem innfæddir Íslendingar vilja ekki sinna.
Tækifæri og ógnir
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd sleitulaust í sextán ár. Í kosningunum í vor þarf flokkurinn því fyrst og síðast að treysta á að kjósendur séu sáttir við árangur í efnahagsstjórn undanfarin ár. Sú staða felur bæði í sér tækifæri og ógn. Valdastaða Sjálfstæðisflokksins er augljós styrkur að því leyti að íslenska þjóðarbúinu hefur gengið býsna vel undanfarin ár. Um leið felur löng valdaseta Sjálfstæðisflokksins í sér veruleg tækifæri fyrir stjórnarandstöðuna, því þrátt fyrir almenna velgengni hafa einnig komið í ljós alvarlegir brestir í efnahagsstjórninni.
Framan af kosningabaráttunni virtist Samfylkinginn ætla að há kosningabaráttu sína á heimavelli andstæðingsins. Flokkurinn var svo upptekinn við að ræða kvenfrelsis- og umhverfismál, þar sem VG er á heimavelli, að hann virtist gleyma að tala fyrir eigin stefnu í efnahags- og velferðarmálum. Strax eftir páskana kvað hins vegar við allt annan tón þegar flokkurinn kynnti viðamikla og vandaða úttekt á ástandi efnahagsmálanna sem unnin var undir forystu Jóns Sigurðssonar, hagfræðings. Í skýrslunni er efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar harðlega gagnrýnd. Sýnt er fram á hvernig aðgerðir í ríkisfjármálum hafa beinlínis gengið gegn markmiðum peningstefnunnar og þannig hleypt verðbólgudraugnum á stökk sem aftur hefur neytt Seðlabankann til að hækka stýrivexti í himinhæðir, með tilheyrandi kostnaði fyrir bæði almenning og fyrirtæki. Þessu til viðbótar má benda á allt of hátt verðlag á matvælum, óþarflega hátt skatthlutfall og aukinn ójöfnuð. Ég spái því að hér eftir verði meginþungi kosningabáráttunnar á þessa þætti.
Þessi pistill birtist í Blaðinu í dag.
12.4.2007 | 13:05
Fallinn leiðtogi
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson