Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2008

Eyjan

Farinn á Eyjuna: eirikur.eyjan.is

Ritiđ: Íslenskt ţjóđerni og óttinn viđ innfleytjendur

Haustiđ 2006 komust málefni innflytjenda í brennidepil íslenskra stjórnmála ţegar Frjálslyndi flokkurinn lýsti yfir vilja til ađ hefta straum innflytjenda til landsins. Lengi vel fluttu mun fćrri útlendingar til Íslands en til nágrannaríkjanna. Ţví hefur umrćđan um málefni innflytjenda veriđ töluvert seinna á ferđinni hér á landi en víđast annars stađar. Undanfarin ár hefur fjöldi innflytjenda hins vegar margfaldast og skýrir ţađ tímasetningu umrćđunnar. Í orđrćđunni sem fylgdi í kjölfar útspils Frjálslynda flokksins mátti greina ótta viđ ađ innflytjendur vćru á einhvern hátt ógn viđ íslenska ţjóđ og íslenska ţjóđmenningu. Í ţessari grein er stađa innflytjenda í íslensku samfélagi tekin til skođunar og spurt hvers vegna menn óttist innflytjendur á Íslandi? ...

Ţetta er inngangur ađ ritrýndri frćđigrein eftir mig um íslenskt ţjóđerni og ţann ótta viđ innflytjendur sem merkja má í íslenskri ţjóđmálaumrćđus undanfarin misseri. Greinin í heild sinni er hér.


Hverju myndi ESB-ađild breyta fyrir íslenska neytendur?

Evrópufrćđasetur Háskólann á Bifröst hefur unniđ skýrslu fyrir Neytendasamtökin ţar sem skođađ er hverju ESB-ađild myndi breyta fyrir íslenska neytendur. Viđ Eva Heiđa Önnudóttir, sérfrćđingur viđ Rannsóknarmiđstöđ Háskólans á Bifröst, erum höfundar skýrslunnar sem finna má hér.

Undanţágur og sérlausnir í ađildarviđrćđum viđ Evrópusambandiđ

Í umrćđum um hugsanlega ađild Íslands ađ Evrópusambandinu er ţví stundum haldiđ fram ađ sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins sé andstćđ íslenskum hagsmunum. Látiđ er fylgja međ ađ ómögulegt sé ađ finna viđunandi lausn í sjávarútvegsmálinu í ađildarviđrćđum og ţess vegna sé um tómt mál ađ tala ađ hefja ađildarviđrćđur. Ađildarsamningar ađ ESB hafa sömu lagastöđu og stofnsamningar ESB. Ţví er áhugavert ađ skođa hvort einhver ađildarríki ESB hafi fengiđ slíkar sérlausnir eđa undanţágur í sínum ađildarsamningum.

Svona hefst grein eftir mig um ţetta efni sem birtist í Fréttablađinu í gćr.

 


Um bólur og bólustóttir

Muniđ ţiđ eftir nýja hagkerfinu? Ţegar netbólan fór ađ blása út undir nýliđin aldamót fóru einhverjir úrtölumenn ađ fjasa um ađ ţađ vćri nú kannski heldur lítil innistćđa fyrir verđmati sumra fyrirtćkja, sér í lagi ýmissa tölvu- og tćknifyrirtćkja, sem höfđu sprottiđ fram úr dimmum tölvuleikjasölum og vaxiđ í veldisvís á alnćmum heimsmarkađi alnetsins svokallađa. Virđi fyrirtćkjanna var komiđ í hćstu hćđir og umsvifin svo ofbođsleg ađ jafnvel rykföllnustu félagsfrćđikennarar voru orđnir staffírugir ráđgjafar í örtćkni og hvers konar míkróflögum.

Hagkerfiđ var í blóma, svo miklum blóma ađ nánast hvađa sprota sem stungiđ var ofan í sólblómamarínerađan jarđveginum fór fyrirhafnarlítiđ ađ vaxa af sjálfu sér. Ţađ ţurfti lítiđ ađ vökva. Ţó var einn vandi sem lá eins og grá steinvala ofan á rjómabolluástandinu. Tekjurnar létu á sér standa. Gjöldin voru ţó á sínum stađ og uxu bara og uxu eins og baunagrasiđ hans Jóa.

Nýja hagkerfiđ

En ţetta ţótti ekki mikill vandi. Spekingar netbólunnar smíđuđu sér einfaldlegta nýja kenningu. Nú var komiđ nýtt hagkerfi. Nýja hagkerfiđ var ađ ţeirra sögn ekki lengur bundiđ af takmörkunum gamla hagkerfisins. Nú var ekkert lögmál ađ fyrirtćki ţyrftu ađ hafa tekjur umfram gjöld. Ţađ gilti ađeins í gamla hagkerfinu, í gömulum iđn- og framleiđslufyrirtćkjum. Svoleiđis rekstur var álitinn gamaldags. Mestu máli skipti ađ konseptiđ, eins og ţađ var kallađ, vćri gott. Ef konseptiđ var gott ţá ţyrfti ekki ađ hafa áhyggjur af tekjum. Ţćr myndu koma svo gott sem sjálfkrafa í ofurbjartri framtíđinni. Bókfćrslukennarar í framhaldsskólum fengu um leiđ skömm í hattinn fyrir gamaldags hallćrishugsun. Helst ţyrfti ađ senda ţá alla í endurmenntun. Fyrirtćki voru ekki lengur rekin fyrir tekjur af rekstri heldur fyrir hlutafé sem sparifjáreigendur dćldu gagnrýnislítiđ inn í fyrirtćki nýja hagkerfisins. Restin var tekin ađ láni. Brennsluhrađi hlutafjár varđ mikilvćgari mćlieining heldur en hefđbundin tekjuáćtlun. Svo sprakk netbólan međ látum upp úr aldamótum. Ástandiđ var svo bjart ađ menn fengu ofbirtu í augun og sáu ekki hćtturnar sem blöstu viđ ţegar sólin hneig til viđar.

Gamaldags hagfrćđilögmál

Muniđ ţiđ eftir verđbréfaguttunum sem fylltu alla sjónvarpsţćtti og spáđu endalausum uppgangi verđbréfa? Ađ vísu voru alltaf einhverjir afdankađir hagsögufrćđingar ađ minna menn á ađ efnahagskerfi heimsins gangi yfirleitt í nokkrum sveiflum. En bođberar nýja hagkerfisins gáfu lítiđ fyrir svoleiđis speki. Nú vćri ný tíđ og gamaldas hagfrćđilögmál giltu ekki lengur. Ţađ var búiđ ađ taka ţyngdarlögmáliđ úr sambandi. Ţađ var komiđ nýtt fjármálakerfi. Peningar voru ekki lengur takmörkuđ auđlind. Í nýja fjármálakerfinu ţurfti bara útsjónarsama og umfram allt hugađa útrásarvíkinga til ađ finna uppsprettuna og virkja hana. Ţá gćtu menn eytt ađ vilt. Máliđ var ađ kaupa, ekki ađ borga. Á morgun er annar dagur og allt ţađ.

Aldrei aftur Elton John

Muniđi Range Roverana? Einkaţoturnar? Ţyrlurnar? Og sjálfan Elton John? Muniđi alla kaupleigusamningana, rađgreiđslurnar, fjármögnunarsamningana? Eins og pönkararnir í gamla daga treystu nýju fjármáladúddarnir engum yfir ţrítugt. Grandvarir eldri bankamenn voru settir til hliđar. Ţeir kunnu ekki á nýja glóbal fjármálakerfiđ. Kunnu ekki eyđa eins og alvöru menn. Voru sífellt ađ ţrasa um debit ţegar hćgt var einbeita sér ađ kredit. Aftur settu sparifjáreigendur allt sitt traust á unggíruga fjármálafursta. Svo hrundi úrvalsvísitalan í Kauphöllinni. Svo féll gengiđ. Verđbólgudraugurin sá ađ ţví loknu um ađ brenna upp restina. Og vextirnir, mađur lifandi!

Leiđtogar ţjóđarinnar eru nú í einkaţotunni alrćmdu á leiđinni af Nató-fundi. Viđ bjóđum ţau velkomin heim.

24 stundir. 4. apríl 2007.


Bingi duglegur

Ég sé ekki betur en ađ Björn Ingi taki ţátt í aprílgabbi tveggja miđla í dag, um ólíka hluti ţó. Á dv.is er hann sagđur hafa skrifađ bók um REI-máliđ sem hann muni árita í Kringlunni og 24 stundir ćtla ađ gera hann ađ ritstjóra eigin blađs. En ţađ ţarf auđvitađ ađ hlaupa apríl og ţví er skeytt viđ ađ fréttir af Ólafi Stephensen ritstjóra verđi sagđar á borgarstjórnarfundi í dag. Hvort ćtli fari nú fleiri í Kringluna til ađ fá áritađa bók Binga eđa á palla borgarstjórnar til ađ fá fréttir af ritstjóranum?


Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband