Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2007

Leiđin til Guantanamo

Sá loksins í gćrkvöldi heimildamyndina Leiđin til Guantanamo. Leigđi hana á Skjánum sem er by the way frábćr ţjónusta. Myndin fjallar um breska stráka  af pakístönskum uppruna sem Bandaríkjaher tók í misgripum fyrir hryđjuverkamenn í Afganistan og setti svo í fangelsi í Guantanamo búđunum á Kúpu. (Tveir ţeirra komu til Íslands fyrir skömmu ađ kynna myndina). Međferđin á föngunum einkenndist af fullkomnum skepnuskap amerísku hermannanna. Nánast hreinrćktađri illsku. Engin leiđ er ađ kalla međferđina öđru nafni en pyntingar. Skelfilegar pyntingar. Svo svakalegar ađ enginn mađur kemst heill frá slíkri reynslu. Enginn fanganna í Guantanamo hefur enn veriđ dćmdur fyrir nokkurn skapađan hlut og mörg hundruđ manns eru ţar enn í haldi. Og ţurfa enn ađ ţola pyntingar. Líka í dag.

Nú er ţađ svo ađ ríkisstjórn Íslands studdi - og styđur enn - ađgerđir Bandaríkjastjónar í stríđinu gegn hryđjuverkum. Ţrátt fyrir allt ţađ sem nú er vitađ hafa íslensk stjórnvöld ekki enn mótmćlt framferđi Bandaríkjastjórnar. Viđ Íslendingar, hver fyrir sig, berum ábyrgđ á eigin stjórnvöldum. Af ţeim sökum er engin leiđ fyrir okkur ađ komast undan ţeirri sáru stađreynd ađ viđ berum líka okkar ábyrgđ á ţessum skelfilegu pyntingum Bandaríkjahers.

Ţetta er svona.


Netiđ og ábyrgđ

Meira um Netiđ og ábyrgđ.

Ég sá ađ Pétur Gunnarsson, huxuđur, var um daginn ađ velta fyrir sér virkni og umgengni innan athugasemdakerfisins sem gjarnan er ađ finna undir fćrslum á svona bloggsíđum. Pétur hefur ţráfaldlega ţurft ađ eyđa út óhróđri og svívirđingum sem settar eru nafnlaust inn á hans eigin síđu.

Ţegar ég hóf ţetta blogg hafđi ég athugasemdakerfiđ opiđ enda getur veriđ skemmtilegt ađ fá viđbrögđ viđ ţví sem hér er slengt fram. Vandinn var hins vegar sá ađ í bland viđ athyglisverđ og á tíđum stórskemmtileg innlegg lesenda var einnig ađ finna óbótaskammir og svívirđingar sem ýmist voru settar fram undir nanfi eđa nafnlaust.

Bloggiđ er í raun eins og hver annar fjölmiđill og sem ritstjóri síđunnar ber ég ţví vitaskuld ábyrg á ţví sem hér stendur. Alveg eins og á viđ um ađra fjölmiđla. Ţađ var sökum ţess ađ treysti mér ekki til ađ bera ábyrgđ á sumu ţví sem fólk setti inn á síđuna mína ađ ég varđ ađ loka athugsemdakerfinu.

Ţetta er svona.


Björn Bjarnason Netlögreglustjóri?

Mér heyrist á fólki ađ menn sjái Björn Bjarnason einna helst fyrir sér í embćtti Netlögreglustjóra Ríkisins sem Steingrímur Jóhann Sigfússon ćtlar sér ađ setja á fót ef hann kemst til valda eftir kosningar í vor. Eins og menn vita ţá hefur Björn lengi veriđ manna áhugasamur um öryggismál og leyniţjónustustarfsemi hverskonar. Svo ţekkir Björn líka manna best til netheima á Íslandi, einn elsti bloggari landsins. Ţetta steinliggur. Ţá segja menn ađ međ ţessu móti geti Steingrímur náđ  ţverpólitískri samstöđu um ađ úthýsa öllum dónskap úr íslenskum tölvum. Ţađ yrđi sko alvöru landhreinsun.

Ţetta er svona.


VG vill Netlöggu

Ţađ dásamlega viđ Netiđ er ađ ţađ er stjórnlaust. Hér getur hver mađur gert ţađ sem honum sýnist. Establismentiđ verđur til ađ mynda ađ búa viđ ađ ţađ er pöpullinn sem rćđur í netheimum.

Vissulega má finna ýmislegt misjanft á veraldarvefnum. Sumt er jafnvel ólöglegt og á ţví ţarf ađ taka eins og öllum öđrum glćpum. Ţetta eđli netsins gerir einnig ađ verkum ađ ţađ ţarf ađ nálgast ţađ međ ákveđinni varúđ. Foreldrar ţurfa til ađ mynda ađ leiđbeina börnum sínum framhjá ógnum frumskógarins og svo ţurfum viđ ađ taka ýmiskonar upplýsingum sem verđa á vegi okkar međ tiltekinni varúđ. Til ađ mynda er lítiđ mark takandi á nafnlausum skrifum sem flćđa út um allt á öldum netsins. Hér verđur hver mađur ađ bera sína ábyrgđ.

Almennt er fólk vel í stakk búiđ til ţess vinsa rusliđ frá gagnlegu og skemmtilegu efni. Ţess vegna er óskiljanlegt ađ til sé stjórnmálaflokkur á Íslandi í dag sem vill koma á Netlögreglu til ađ berjast gegn skađlegu efni. Sannast sagna hélt ég ađ slík viđhorf hefđu horfiđ međ Ráđstjórnarríknunum sálugu.

Ţetta er svona.


Dönsk Charlotte verđur norsk Tove

Undanfarin sex sunnudagskvöld hef ég fylgst međ örlögum Tove Steen í norska stjórnmáladramanu Viđ kóngsins borđ sem Ríkissjónvarpiđ hefur sýnt. Lokaţátturinn var í kvöld. Norsku ţćttirnir eru í raun lítiđ sminkuđ eftirlíking af Krónprinsessunni eftir hina dönsku Hanne Vibeke Holst. Ţrátt fyrir ađ ýmsu sé breytt ţá er ţetta efnislega nákvćmlega sama sagan. Samt hef ég ekki orđiđ var viđ neina beina tilvitnun í Krónprinsessuna. Sem mér finnst dálítiđ skrítiđ. En hvađ um ţađ. Ađ mínu vitu er hin danska Charlotte mun áhugaverđari karakter heldur en norska eftirlíkingin. Sćnska sjónvarpiđ hefur líka gert ţćtti upp úr Krónprinsessunni og breytti ekki öđru heldur en ađ fćra sögusviđiđ frá Kaupmannahöfn yfir til Stokkhólms. Ég leyfi mér ađ skora á Ríkissjónvarpiđ ađ sýna sćnsku ţćttina nćst.


Klámiđ á Hótel Sögu

Hótel Saga hefur meinađ framleiđendum klámefnis ađ gista hjá sér. Samt hefur komiđ fram ađ Hótel Saga selur gestum sínum klám. Ţví er ekki ólíklegt ađ Hótel Saga dreifi klámefni frá einhverjum ţeirra ađila sem ćtluđu ađ gista á hótelinu, en máttu ekki.

Semsé: Forsvarsmenn Hótel Sögu telja í lagi ađ selja klám og dreifa klámi en ţeir telja ekki í lagi ađ hýsa framleiđendur ţess efnis sem ţeir sjálfir sýna og grćđa á. 

Ţetta er svona.


Á náttborđinu: Undantekningin

Nokkrir danskir höfundar eru í uppáhaldi hjá mér. Til ađ mynda Peter Hoeg og Hanne Vibeke Holst. Nú er ég hins vegar kominn nokkuđ áleiđis inn í bók Christian Jungersen, Undantekningin. Í sögu sinni vefar Christian saman skelfingu ţjóđamorđa og skelfingu samskiptaörđuleika á vinnustađ. Bókin fer vel af stađ, meira síđar.

Blađiđ, Fréttablađiđ, Moggi, Viđskiptablađiđ, DV og Krónikan

Áđur en ég fór í fćđingarorlof hlakkađi ég til ađ hafa betri tíma til ađ lesa blöđin. Í morgnun las ég Blađiđ međ morgunmatnum og klárađi svo Fréttablađiđ á međan Hrafnhildur litla lék sér viđ köttinn Aţenu á stofugólfinu. Nú er hún sofnuđ, komin í miđmorgunlúrinn sinn, og ég er langt kominn međ Moggann hér í sófanum. Ţetta er dágóđur skammtur. Samt er ég ađeins hálfnađur. Eftir hádegi ţarf ég svo, (ţar ađ segja ef Hrafnhildur og kötturinn leyfa), ađ klóra mig í gegnum Viđskiptablađíđ, Krónikuna og nýja DV sem kemur í fyrsta sinn út í dag. Allt í einu er ţetta eiginlega hćtt ađ vera tilhlökkunarefni. Mér líđur nefnilega eins og ég sé kominn í fulla vinnu viđ blađalestur.

Ţetta er svona.


Saga Kára Tulinius

Bendi á einkar fróđlega grein eftir Kára Tulinius í Morgnunblađinu í dag. Vegna ţess ađ Kári og bandarísk kona hans voru ekki orđin 24 ára gömul ţá fékk kona hans ekki dvalarleyfi á Íslandi. Ungu hjónin urđu ţví ađ flytja til Bandaríkjanna ţar sem ţau búa nú, í Providence á Rhode Island. Ţađ var hins vegar auđsótt mál fyrir Kára ađ fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum, enda giftur bandarískri konu.

Kári endar grein sína svona:

"Ég vona ađ ţessi saga svari spurningunni um á hverjum ströng innflytjendalöggjöf bitnar. Ţađ eru íslenskir ríkisborgarar. Síđan er annađ mál hverjir grćđa".

Ţetta er svona.


Sexiđ selur

Meira um kynlífsfréttir fjölmiđlanna. Í fréttum Stöđvar 2 í gćrkvöldi var sagt frá samdrćtti erlends leikara og íslenskrar leikkonu. Haft var eftir gesti á einhverjum bar ađ vel hefđi fariđ á međ leikurunum tveimur og ţau hefđu líklega ekki bara ćtlađ ađ fá sér frískt loft ţegar ţau gengu saman út í nóttina. Hvađ ţessi samdráttur kom mér sem almennum fréttaneytanda viđ er mér enn hulin ráđgáta. Nćsta frétt var svo um klámrástefnuna endalausu og ţar á eftir var sagt frá ágreiningi um hve mörg börn hafi komiđ undir í Byrginu. Ćtli séu ekki fleiri en ég sem spyrji hvort ţađ sé virkilega ekkert annađ í fréttum?

Ţetta er svona.


Nćsta síđa »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband