Leita í fréttum mbl.is

Eilíf hamingja

Fórum á leikrit þeirra félaga Þorleifs Arnars og Andra Snæs, Eilíf hamingja, í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þetta er þrælfín skemmtun og góð ádeila á plebbaskapinn í fyrirtækjamenningu samtímans. Í miðri sýningu sprettur fram breskur kynlegur kvistur og fer að tala við áhorfendur um eðli leikhússins, líkast til gert til að brjóta sýninguna aðeins upp. Það var svosem ágætlega fyndið, en spurning hvort þetta uppbrot hafi átt nokkuð erindi. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Kannski var bara verið að gefa leikaranum tækifæritil að sýna getu sína, sem er svosem líka allt í lagi. Annars þekkti ég engann af þessum leikurum fyrir. Sem gamall framkvæmdastjóri í leikhúsi veit ég að það er alltaf áhætta að bjóða upp á sýningu með lítt þekktum leikurum. Það hefur þó gengið upp í þetta skipti. Öll stóðu þau sig með prýði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband