Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Hugleiđing um ţjóđmálaumrćđu

Stundum gerist ţađ í opinberri ţjóđmálaumrćđu ađ menn beita brögđum sem ćtlađ er ađ afvegaleiđa lesandann frekar en ađ upplýsa. Tvćr ađferđir eru einna algengastar í ţeirri viđleitni.

Sú fyrri felst í ađ rangtúlka ummćli viđmćlandans, snúa út úr rökum hans og halla svo réttu máli sjálfum sér í vil. Međ ţessari ađferđ komast menn hjá ţví ađ takast á viđ ţau rök sem viđmćlandinn hafđi raunverulega lagt fram máli sínu til stuđnings. Síđan er hjólađ í ţennan rangt túlkađa málflutning. Stefán Ólafsson, félagsfrćđiprófessor, varđ til ađ mynda fyrir barđinu á ţessari ađferđ ţegar sumir stjórnmálamenn hófu ađ afbaka rannsóknaniđurstöđur hans sem sýndu ađ afmarkađur hópur fólks á Íslandi bjó viđ fátćktarmörk samkvćmt tilteknum alţjóđlegum skilgreiningum.

Dćma úr leik
Hin ađferđin er sama marki brennd, nefnilega ţví ađ komast hjá ţví ađ takast á viđ rök viđmćlandans. Sú gengur út á ađ stimpla viđmćlandann og dćma ţannig úr leik í umrćđunni.. Ţađ var til ađ mynda leiđinlegt ađ sjá um daginn ţegar ungur og efnilegur ţingmađur Framsóknarflokksins kaus ađ beita ţessari ađferđ í umfjöllun um gagnrýni Guđmundar Ólafssonar, lektors í hagfrćđi, á hćkkun á lánshlutfalli Íbúđalánasjóđs. Ţingmađurinn ungi féll Ţví miđur í ţann grautfúla pytt ađ dylgja um frćđilegan heiđur Guđmundar og pólitískar hvatir í stađ ţess ađ einbeita sér ađ hinum efnislega málflutningi. Líkast til hef ég sjálfur einhverntíman falliđ í ţennan sama leđindapytt en ţađ er ekki gott ađ svamla lengi í forinni.

Útúrsnúningur
Stundum er báđum ţessum ađferđum beitt samtímis. Sjálfur fékk ég svoleiđis jólakveđju frá Bjarna Harđarsyni, ţingmanni Framsóknarflokksins, fyrst á ţessum vettvangi á laugardaginn síđastliđinn og svo aftur í Morgunblađinu á ađfangadag (tekin af vef ţingmannsins). Forsaga málsins er sú ađ ég hafđi veriđ fenginn til ađ skýra frá nýjum sáttmála ESB í Silfri Egils helgina áđur. Í stađ ţess ađ gagnrýna málflutning minn efnislega fór ţingmađurinn í ţann leiđangur ađ snúa út úr máli mínu. Raunar er engu líkara en ađ hann hafi ekki einu sinni heyrt ţá gagnrýni sem ég fćrđi fram á stjórnsýslu ESB í ţćttinum en ţađ get ég ekki vitađ um. Ţvínćst hóf ţingmađurinn stimpilinn á loft og ţar međ átti ađ dćma mig úr leik sem ómarktćkan í málinu.

Raunar gekk ţessi ţingmađur lengra en ég hef áđur séđ ţví hér var vísvitandi fariđ međ rangt mál. Í grein sinnni hér í blađinu fullyrti ţingmađurinn ađ ég sé formađur Evrópusamtakanna. Ţegar ég benti honum á ađ ţá vegtyllu hefđi ég aldrei hlotiđ og raunar aldrei sóst eftir breytti hann mér í talsmann ţessara sömu samtaka í Morgunblađsgreininni. Samt veit ţingmađurinn fullvel ađ ég hef fyrir löngu látiđ af pólitískum afskiptum og starfa í dag sem forstöđumađur Evrópufrćđaseturs Háskólans á Bifröst. Eigi ađ síđur kaus ţingmađurinn ađ halla réttu máli í stađ ţess ađ takast á viđ málefniđ og tókst svo á einhvern stórundarlegan hátt ađ blanda ţeim Hitler og Stalín inn í máliđ. Vandi minn er sá ađ ég myndi gjarnan vilja rökrćđa viđ ţingmanninn um ríkjasamvinnu í Evrópu og stöđu Íslands í alţjóđlegu samstarfi en grein hans var svo yfirfull af gífuryrđum, fordćmingum, rausi og rangfćrslum ađ ţađ er tćpast hćgt. 

Ţađ er sjálfsagt ađ gagnrýna málflutning manna harkalega en ég held ađ flestu fólki leiđist ađ rćđa viđ menn sem hafa meira fyrir ţví ađ snúa út úr og halla réttu máli heldur en ađ takast á međ rökum.

24 stundir. 28 október 2007.


Gleđileg jól

Ađ ţessu sinni vannst ekki tími til ađ koma út hefđbundnum jólakortum. Ég vil ţví nota tćkifćriđ hér og óska öllum lesendum ţessarar síđu gleđilegra jóla og farsćldar á komandi ári.


Leiđrétting

Í dagblađi í dag heldur ţingmađur ţví fram ađ ég sé formađur Evrópusamtakanna. Ţađ er ekki rétt. Ég er ekki formađur Evrópusamtakanna og hef aldrei veriđ. Sá mćti mađur heitir Andrés Pétursson. Ég er hins vegar forsöđumađur Evrópufrćđaseturs á Bifröst.

Tvćr góđar: Bernharđur Núll og Konungur Norđursins

Ţetta virđast ćtla ađ vera nokkuđ góđ bókajól. Ég hef ţegar sagt hér á síđunni nokkur orđ um Hliđarspor eftir Ágúst Borgţór, Velkomin til Bagdat eftir Davíđ Loga og bók Sigmundar Ernis um Guđna Ágústson. Undanfarnar vikur hef ég einnig haft á náttborđinu Bernharđ Núll eftir Bjarna Bjarnason og Konung norđursins eftir Val Gunnarsson. Bjarni er ţrautreyndur höfundur og hefur fyrir löngu fundiđ sinn stíl. Valur Gunnarsson er hins vegar nýliđi á skáldsagnasviđinu. Báđar bćkurnar fjalla um einkennilega og einrćna menn sem finna sig illa í umhverfi sínu. Bernharđur Núll er einhverskonar dulrćnn atvinnumađur í mannlífsskođun og yfir bókinn svífur ansi sérstakur andi. Ţetta er ađ mörgu leyti áhugaverđ bók hjá Bjarna enda hefur hann ansi sérstaka sín á tilveruna. Sérkennileg saga en allavega óhćtt ađ mćla vel og rćkilega međ henni. Söguhetja Vals, Ilkka Hamalainen, er ólánlegur finni sem fer á heimssögulegt fyllirí. Í söguna fléttar Valur svo norrćni gođafrćđi. Mér skilst ađ ţessi bók hafi veriđ ansi lengi í smíđum en höfundurinn má vera ánćgđur viđ útkomuna. Ţrátt fyrir smávćgilegar brotalamir hér og ţar er ţetta bráđskemmtilegt verk og góđ frumraun.


Mannlíf: Svona gerum viđ í Danmörku

Í síđasta tölublađi Mannlífs birtist eftir mig grein um dönsku ţingkosningarnar. Nú ţegar nýtt tölublađ er komiđ út er orđiđ óhćtt ađ vísa á greinina hér. Inngangurinn er svona:

"Andrúmsloftiđ var blandiđ spennu, hátíđleik, eftirvćntingu, óvissu, gleđi og taugaviklun, jafnvel örlađi á ótta hjá sumum. Ţetta gćti reynst ansi göróttur kokteill hugsađi ég međ mér ţegar ég gekk upp tröppurnar ađ Kristjánsborg, ţinghúsinu í Kaupmannahöfn undir kvöld 13. nóvember síđastliđinn. Enn var rúmur klukkutími í lokun kjörstađa. Á leiđinni í ţinghúsiđ í gegnum miđbćinn mćtti ég útsendurum fimm flokka sem ólmir vildu vita hvort ég vćri búinn ađ kjósa, allir undu ţeir sér umsvifalaust ađ nćsta manni ţegar ţeir áttuđu sig á ađ ég hef ekki kosningarétt í Danmörku. Allt á fullu. Allt gat enn gerst. ..."

Meira hér.


Bautasteinn Guđna Ágústssonar

Ljóđskáldiđ og fréttamađurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur sent frá sér heilmikla bók um Guđna Ágústsson, formann Framsóknarflokksins. Ţeir Sigmundur og Guđni eru nú dálítiđ ólíklegt par sem í sjálfu sér er kostur fyrir bók af ţessu tagi. Svo notađ sé orđfćri Guđna má segja ađ ţar sem Brúnastađabóndinn og fréttaskáldiđ komi saman ţar sé áhugaverđ bók. Og í ţeirri bók má ýmislegt finna.

Fyrst er ađ nefna ađ bókin er skemmtileg aflestrar, stundum bráđskemmtileg. Sigmundur Ernir er lipur penni og hér nýtur hann sín mun betur en hćgt er ađ gera í fréttaskrifum fyrir sjónvarp. Sigmundur nálgast verkiđ eins og skáldsagnahöfundur, eđa jafnvel prósahöfundur, sem teiknar upp myndir af viđfangsefni sínu. Guđni er leirinn sem Sigmundur notar til ađ teikna upp tiltekna mynd. Ţetta er í senn helsti kostur og galli bókarinnar. Ţađ er auđvitađ mikill fengur í ţví ţegar stjórnmálamenn sem náđ hafa til hćđstu metorđa í íslenskum stjórnmálum segja sögu sína á bók. En um leiđ má spyrja sig hvers vegna Guđni leggur út í ţetta verk nú, rétt á miđjum aldri og enn í miđjum eldglćringum stjórnmálanna. Líkast til lítur Guđni svo á ađ bókin geti hjálpađ honum í stjórnmálabaráttunni. Og svo virđist sem höfundurinn hafi ákveđiđ ađ styđja viđfangsefni sitt í ţeirri viđleitini.

Hér gerist tvennt í senn sem dregur úr gildi bókarinnar. Í fyrsta lagi er Guđni enn of upptekinn af nćstu skrefum í stjórnmálunum og  hefur ţví hvorki yfirsýn yfir eigin feril né nćgjanlegt ţor til ađ gera upp erfiđ mál, ţótt af nćgu sé ađ taka. Í öđru lagi er skrásetjarinn međ öllu gagnrýnislaus á viđfangsefni sitt og virđist hafa ákveđiđ strax í upphafi segja söguna ađeins út frá ţröngu sjónarhorni Guđna í stađ ţess ađ skođa feril Guđna í víđara samhengi. Í sjálfu sér er ekkert athugvert viđ ţessa nálgun og hvorki Sigmundur né Guđni reyna ađ villa á sér heimildir í ţessum efnum. Viđ ţurfum ţví bara taka bókinni eins og hún er. Í henni gćtir víđa ónákvćmni, svo sem ţegar sagt er (bls. 258) ađ fyrir kosningarnar 1991 hafi helsta umrćđuefniđ veriđ hugsanleg Evrópusambandsađild. Ţá var auđvitađ harđast deilt um EES. Ansi víđa í bókinni er réttu máli augljóslega hallađ Guđna í vil. En ţar sem ţessari bók er ekki ćtlađ annađ en ađ lýsa sjónarhorni Guđna ţá er svo sem ekki yfir neinu ađ kvarta í ţessum efnum.

Sjálfum fannst mér tveir kaflar afgerandi bestir, sá fyrri í upphafi bókar og hinn í blálokin.  Sá fyrri fjallar raunar alls ekki um Guđna heldur um Ágúst föđur hans og uppvöxt hans viđ vćgast sagt kröpp kjör viđ Eyrabakka. Ţar er á ferđinni mögnuđ lýsing á ţeirri sáru fátćkt sem var á Íslandi fyrir ekki meira en mannsaldri. Ágúst átti svo eftir ađ koma ár sinni vel fyrir borđ og varđ bćđi alţingismađur og hérađshöfđingi Framsóknarflokksins á Suđurlandi. Ţađ gleymist oft ađ Guđni er alţingismannssonur og var á sínum tíma skilgreindur erfđaprins flokksins, en ekki sjálfsprottinn úr grasrót sveita Suđurlands eins og margir halda.

Seinni kaflinn sem mér fannst áhugaverđur fjallar um samskipti Guđna og Halldórs Ásgrímssonar og ţađ ótrúlega klúđur sem varđ í kringum afsögn Halldórs sem forsćtisráđherra og formanns í Framsóknarflokknum. Halldór ćtlađi ađ taka Guđna međ sér út úr stjórnmálum en Guđni sá meistaralega viđ honum. Sú atburđarrás sýnir ađ Guđni kann ýmislegt fyrir sér í refskap stjórnmálanna. Hann birtist ţjóđinni sem blíđur, gamanasamur og eilítiđ gamaldags en ţegar á ţarf ađ halda getur hann veriđ alveg jafn slóttugur pólitíkus og allir hinir. Eftir langan feril getur Guđni ţví enn átt langa framtíđ fyrir sér í framvarđarsveit íslenskra stjórnmála.

Kistan.is. 14. desember 2007.


Land óttans

Bandaríkin eru ekki ađeins voldugasta ríki veraldar nú um stundir heldur er ţetta stóra og víđfema ríki í vesturheimi líka ansi merkilegt. Bandaríkin eru raunar stórmerkileg ţjóđfélagstilraun. Ţar ćgir saman fólki frá öllum krummaskuđum heimsbyggđarinnar. Einmitt ţađ er helsti styrkur Bandaríkjanna. Líkast til má heyra öll tungumál jarđar einhvers stađar í bćjum, borgum, héruđum, sýslum og ríkjum Bandaríkjanna. Ţetta á sérstaklega viđ um New York sem hefur veriđ kölluđ suđupottur ólíkra menninga. Allir ţessir ólíku kraftar sem mćtast á miđri Manhattan hafa gert ţessa gömlu indjánaeyju ađ menningarlegum og viđskiptalegum miđpunkti Vesturlanda. En nú er ţetta allt ađ breytast. Bandaríkin hafa nefnilega veriđ á stórfurđulegri óheillaför undanfarin ár sem smám saman grefur undan stöđu ţeirra í samskiptum viđ önnur lönd.

Íslendingar hafa lengi taliđ sig vera bandamenn Bandaríkjanna, jafnvel haldiđ ađ sérstakur vinskapur hafi veriđ međal ţjóđanna tveggja. Vinir sćkja hvern annan heim og taka vel á móti hver öđrum. En nú er ţetta semsé allt ađ breytast. Ţessi óheillaţróun sem átt hefur sér stađ í Bandaríkjunum eftir 11. September 2001 birtist okkur Íslendingum í litlu máli nú um miđja vikuna sem segja má ađ hafa sett ţjóđmálaumrćđu á Íslandi á annan endann. Ung íslensk kona fór međ vinkonum sínum í skemmtiferđ til New York en í stađ ţess ađ komast í kokteilpartý međ Cerry, Míröndu, Samönthu og Charlottu var hún ţess í stađ handjárnuđ, lćst í fótkefli og svo látin dúsa á stálplötu í einhverri dýflissu bandarísku alríkisstjórnarinnar í um sólarhring. Hún var svöng, hrakin, köld, hrćdd og fékk ekki ađ hafa samband viđ nokkurn mann. Eftir ađ hafa lent í yfirheyrslum um tíđahring sinn og önnur persónuleg mál var hún svo dregin í járnum um borđ í nćstu vél heim til Íslands. Hún hafđi gerst brotleg viđ bandarísk lög. Tólf árum áđur hafđi hún dvaliđ í Bandaríkjunum ţremur vikum lengur en ferđamannaáritun hennar sagđi til um. Semsé augsljós stórglćpamađur á ferđ.

Bloggiđ er ađ verđa ansi öflugt tćki í ţjóđmálaumrćđu og Erla Ósk Arnardóttir sagđi lesendum sögu sína. Hneykslisaldan reis skiljanlega upp í íslensku samfélagi og skall á bandaríska sendiráđinu viđ Laufásveg af fullu afli. Meira ađ segja sjálft Morgunblađiđ sem til skamms tíma var helsti málssvari bandarískra stjórnvalda á Íslandi náđi ekki upp í nef sér af hneykslan í einkar harđorđum leiđara. Enda er ţađ svo ađ jafnvel trygglyndustu vinir Bandaríkjanna hafa snúiđ viđ ţeim baki. Ég lýsi ţví í lítilli bók sem kom út fyrr á ţessu ári hvernig Bandaríkin hafa smám saman veriđ ađ  breytast í land óttans frá hryđjuverkunum hryllilegu 11. September 2001. Bókin heitir Opiđ land en Bandaríkin eru hćgt og bítandi ađ verđa aflokađasta ríki Vesturlanda. Ţetta er undarleg vegferđ og svo virđist sem Bandríkin hafi sagt vestrćnum gildum á borđ viđ frelsi, lýđrćđi og mannréttindi stríđ á hendur.

Prófum hér í lokin stutta hugarćfingu. Segjum sem svo ađ hér vćri ekki um ađ rćđa unga, ađlađandi, ljóshćrđa, íslenska stúlku heldur ungan, brúneygđan, svarthćrđan strák frá Miđ-Asturlöndum. Segjum einnig sem svo ađ hann hafi ekki gerst brotlegur viđ ferđamannalög Bandaríkjanna heldur hafi komiđ í ljós ađ í barnaskóla heima í Arabíu hafđi hann einu sinni veriđ í bekk međ manni sem er grunađur um ađild ađ samtökum sem einhver af fjölmörgum leyniţjónustum Bandaríkjanna hefur bendlađ viđ hryđjuverkastarfsemi. Ćtli viđ getum yfir höfuđ gert okkur í hugarlund hvernig tekiđ yrđi á móti ţeim manni ef hann kćmi í skemmtiferđ međ félögum sínum til Bandaríkjanna?

24 stundir. 14. desember 2007.


Ritrýnd grein: Hvers vegna EES en ekki ESB?

Í dag birtist eftir mig ritrýnd grein í Tímariti um félagsvísindi sem gefiđ er út af Háskólanum á Bifröst. Heiti greinarinnar er: Hvers vegna EES en ekki ESB? Útdráttur er svona:

"Í opinberri stjórnmálaumrćđu hefur ţví gjarnan veriđ haldiđ fram ađ Ísland geti ekki gengiđ í Evrópusambandiđ vegna ţess ađ sjávarútvegsstefna ESB sé andstćđ íslenskum hagsmunum. Í ţessari grein er ţvert á móti spurt hvort veriđ geti ađ ađrar breytur, svo sem hugmyndir Íslendinga um fullveldiđ og sjálfstćđi ţjóđarinnar, skýri jafnvel betur hvers vegna Ísland hefur aldrei sótt um ađild ađ ESB? Höfundurinn ćtlar sér ekki  ađ svara ţessari stóru spurningu í eitt skipti fyrir öll í ţessari stuttu grein heldur ađeins ađ gera tilraun til ađ einangra ţá breytu sem mestu skiptir ađ rannsaka frekar í viđleitni til ađ ađ meta hvers vegna Ísland hefur kosiđ ađ standa fyrir utan stofnanir ESB."

Greinin í heild er hér


Svona gerum viđ í Danmörku

Ég er međ svolitla grein um dönsku kosningarnar í nyjasta hefti Mannlífs. Greinin byrjar svona:

"Andrúmsloftiđ var blandiđ spennu, hátíđleik, eftirvćntingu, óvissu, gleđi og taugaviklun, jafnvel örlađi á ótta hjá sumum. Ţetta gćti reynst ansi göróttur kokteill hugsađi ég međ mér ţegar ég gekk upp tröppurnar ađ Kristjánsborg, ţinghúsinu í Kaupmannahöfn undir kvöld 13. nóvember síđastliđinn. Enn var rúmur klukkutími í lokun kjörstađa. Á leiđinni í ţinghúsiđ í gegnum miđbćinn mćtti ég útsendurum fimm flokka sem ólmir vildu vita hvort ég vćri búinn ađ kjósa, allir undu ţeir sér umsvifalaust ađ nćsta manni ţegar ţeir áttuđu sig á ađ ég hefđi ekki kosningarétt í Danmörku. Allt á fullu. Allt gat enn gerst. ..."

Meira í Mannlífi. (Forsíđuna prýđir Ţóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrrverandi samstarfsmađur minn af Helgarpóstinum sáluga.)


Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband