Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Búiđ til langferđar

Mér sýnist ađ skútan sem formenn Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks hafa veriđ ađ smíđa undanfarna daga og sjósett verđur á morgun sé ćtluđ til langferđar. Meirihluti stjórnarinnar á ţingi er svo mikill ađ stjórnin ćtti ađ geta setiđ nánast eins lengi og hún sjálf kýs. Ţađ verđur ekki auđvellt hlutskipti fyrir framsókn, VG og frjálslynda ađ vera í stjórnarandstöđu andspćnis slíkri stjórn.
mbl.is Málefnasamkomulag kynnt ţingmönnum Sjálfstćđisflokksins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flökkusaga

Sögusagnir af ríkisstjóarnarmyndunum ganga nú milli manna sem aldrei fyrr. Margt af ţessu, ef ekki flest, er stađlaust bull. Ein lífseigasta flökkusagan getur ţó hugsanlega útskýrt undarlega hegđun Steingríms J. Sigfússonar eftir kosningar, ef sönn reynist. Vísir og vel tengdir menn segja mér ađ Davíđ Oddsson, seđlabankastjóri, og Svavar Gestsson, sendiherra, hafi veriđ búnir ađ handsala stjórnarmyndun milli Sjálfstćđisflokks og Vinstri grćnna skömmu eftir kosningar. Geir gerđi ţá samninga hins vegar ađ engu ţegar hann hafđi samband viđ Ingibjörgu Sólrúnu. Sagt er ađ Davíđ sé Geir bálreiđur vegna málsins. Sögunni fylgdi ađ menn veigri sér viđ ađ benda ţeim félögum, Davíđ og Svavari, á ađ ţeir eru ekki lengur formenn flokka sinna. Ţeir virđast heldur ekki hafa áttađ sig á ţví sjálfir.


Philip Roth: The plot against America

Lauk í gćrkvöldi viđ bók Philip Roth The plot against America. Bókin er einskonar spádómur um hvađ hefđi gerst ef einangrunarsinnuđ öfl andstćđ gyđingum hefđu náđ völdum í Bandaríkjunum áriđ 1940. Roth lćtur Charles Lindberg, flugkappa, og vin Ţýskalands Hitlers, komast til valda og svo lćtur hann álíka andúđ á gyđingum og varđ í Ţýskalandi smám saman ţróast í Bandaríkjunum. Ţetta er ansi magnađ söguefni og sýnir ljóslega ađ stundum koma upp ţćr ađstćđur ađ alţjóđasamfélagiđ verđur ađ grípa inn í međ vopnavaldi. Ţađ er engin leiđ ađ hugsa ţá hugsun til enda ef Bandaríkin hefđu ekki komiđ lýđrćđisríkjum Evrópu til hjálpar í síđari heimstyrjöldinni. Hér komum viđ einmitt ađ helsta galla bókarinnar. Roth ţorir nefnilega ekki ađ láta söguefni sitt ganga alla leiđ og lćtur duga ađ Bandaríkin fresti afskiptum sínum. Fyrir vikiđ verđur bókin ekki jafnmögnuđ og söguefniđ gćti gefiđ til kynna.

Stólarnir skipta mestu

Stjórnarmyndunarviđrćđur ganga auđvitađ ađ miklu leyti um koma saman traustum málefnasamningi um helstu verkefni. Íslenskt stjórnkerfi byggir hins vegar á ráđherrarćđi sem merkir ađ ráđuneytin skipta meira máli heldur en málefnasamningurinn. Ráđherrar ráđa flestu innan síns málaflokks. Ţví er alltaf harđast tekist á um stólana.

VG situr eftir međ sárt enniđ

Flestir sem ég rćđi viđ virđast ánćgđir međ mögulega stjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar. Svo virđist sem Steingrímur J. Sigfússon hafi klúđrađ tćkifćri á ađ mynda vinstri stjórn vegna óbeitar á Framsóknarflokknum. Mér er sagt ađ óbilgirni VG hafi komiđ í veg fyrir ađ stjórn eftir Reykjavíkurlistamótelinu yrđi mynduđ. Ţar međ er VG áfram dćmd til áhrifaleysis. Í stjórnmálum skiptir tímasetningin oft öllu máli. Ef fer sem horfir missti VG af sögulegu tćkifćri.

Geir er gísl Framsóknar

Ţví er haldiđ fram ađ Geir H. Haarde hafi alla ţrćđi í hendi sér varđandi stjórnarmyndun. Ţađ er ađ mínu viti rangt. Stađan er miklu flóknari. Jón Sigurđsson og Framsóknarflokkurinn hafa líka ýmsa ţrćđi í sínum höndum. Eins og alltaf. Geir er í raun gísl Framsóknarflokksins. Í pólitísku tilliti er ekkert sérstaklega heppilegt fyrir Sjálfstćđisflokkinn ađ halda samstarfinu viđ Framsókn áfram. Ţađ gćti orđiđ óvinsćlasta ríkisstjórn síđari tíma, enda umbođslítil, og komiđ niđur á Sjálfstćđisflokknum ţegar líđur á kjörtímabiliđ. Geir á hins vegar afar erfitt um vik međ ađ slíta samstarfinu og hefja viđrćđur viđ annađ hvort Samfylkingu eđa Vinstri grćna. Geri hann ţađ ţá getur Jóns Sigursson hćglega svarađ međ ţví ađ bjóđa Samfylkingu og Vinstri grćnum upp á stjórn samkvćmt Reykjavíkurlistamódelinu, sem báđa flokka dreymir um. Ţađ er ţví miklu heldur í hendi Framsóknarflokksins ađ skáka Sjálfstćđisflokknum út af borđinu .
mbl.is Flestir vildu stjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hugguleg mótmćli

Ţađ er alltaf eitthvađ fallegt viđ mótmćli í Kristjaníu. Fyrir nokkru fékk ég ţessa spurningu frá Vísindavefnum: Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttađ í fríríkinu Kristjaníu?

Svariđ er hér.


mbl.is Lögregla í átökum viđ mótmćlendur í Kristjaníu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gleđilega hátiđ

Ţađ er hátíđ í dag, lýđrćđishátíđ. Kjördagur er runninn upp. Viđ Hrafnhildur fórum ađ kjósa um ellefu leitiđ í morgun. Ég var ađ spá í ađ leyfa henni ađ velja listann en ţegar hún gerđi sig líklega til ađ setja x-iđ viđ Framsóknarflokkinn varđ ég ađ grípa í taumana. Hún er jú ekki nema tćpra ellefu mánađa stúlkan.

Fjarstćđukennd umrćđa

Ţessi umrćđa er nú farin ađ verđa ansi fjarstćđukennd. Ćtli ţjóđirnar austan megin viđ járntjaldiđ gamla séu ekki um ţađ bil ţrisvar sinnum fleiri heldur en vestan megin. Í lokakeppninni verđa 24 lönd. Ţar á međal Írland, Finnland, Grikkland, Svíţjóđ, Frakkland og Ţýskaland.  Berlínarmúrinn féll í nóvember 1989. Síđan ţá hefur sautján sinnum veriđ keppt í Evróvision. Vestur-Evrópuríki hafa sigrađ ţrettán sinnum, međal annars í fyrra ţegar Finnland sigrađi. Austur-Evrópu ríki (ađ Tyrklandi međtöldu) hafa ađeins sigrađ fjórum sinnum. Ţetta er semsé allt "mafíusamsćri" Austur-Evrópu.


mbl.is Fleiri en Eiríkur ósáttir viđ svćđaskiptingu í Eurovision
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćttum ađ vćla

Ađ kvarta undan góđu gengi ţjóđa frá fyrrum Austur-Evrópu í Evróvisionkeppninni er eins og ađ kvarta undan góđu gengi Suđur-Ameríku ríkja í heimsmeistarakeppni í fótbolta. Ţetta er bara vćl. Eiginlega alveg ömurlegt vćl. Mađur fćr kjánhroll yfir ţessu. Ţađ eru miklu fleiri ríki Austur-Evrópu, eins og Evrópa var skilgreind í kalda stríđinu, heldur en í gömlu Vestur-Evrópu. Ţví er fullkomlega eđlilegt ađ ţađ séu mun fleiri ríki frá Austur-Evrópu í lokakeppninni. Og síđast ţegar ég vissi voru sigurvegarar keppninnar í fyrra, Finnar, í Vestur-Evrópu. Á hverju ári, ţegar íslandi gengur illa, byrjar líka bulliđ um ađ Austur-Evrópuţjóđir búi bara til hallćrislega tónlist. Ég er ekki viss um ađ ţađ sé rétt. Tónlistarsmekkur er sem betur fer misjafn bćđi í tíma og rúmi. Eđa hvađ, er norrćn tónlist virkilega svona ćđislega kúl?


mbl.is „Austurblokkin á ţetta"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband