Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2007

Hliđarspor

Fékk tvćr nýjar bćkur hjá Skruddumönnum um daginn, Hliđarspor eftir Ágúst Borgţór Sverrisson og Velkomin til Bagdat eftir Davíđ Loga Sigurđsson. Las Hliđarspor í striklotu og hafđi bara nokkuđ gaman af ţessari stuttu Reykjavíkursögu. Ţetta er lágstemmd frásögn af miđaldra karlmönnum í krísu. Umfjöllunarefniđ er vćndi og annađ framhjáhald. Ađ vissu leyti er ţetta banal efni í nútímanum og Ágúst dansar á línunni. Einhverjir gćtu haft ţá skođun ađ bókin falli handan viđurkennds velsćmis en mér fannst hún á endanum ganga ágćtlega upp. Segi frá bók Davíđs Loga síđar.


Fyrst á topp 500

Ţađ er göfugt ađ setja sér háleit markmiđ. Háskóli Ísland hefur sett sér ţađ markmiđ ađ verđa einn af hundrađ bestu háskólum heims. Mörgum hefur ţótt ţetta markmiđ rektors HÍ heldur óraunhćft miđađ viđ núrverandi stöđu, enda hafđi HÍ, né ađrir íslenskir háskólar, ekki mćlst á Shanghai listanum yfir 500 bestu háskóla heims, en Shanghai listinn er sá sem menn miđa almennt viđ ţegar stađa háskóla er borin saman. Nú segir rektor HÍ ađ vel hafi miđađ á síđustu árum og ađ HÍ hafi á liđnum tveimur árum fćrst nćr marki sínu, ađ skólinn verđi kominn í hóp 100 bestu fyrr en áformađ var. Samt er HÍ ekki enn komiđ á topp 500. Til ađ komast á topp 100 ţarf fyrst ađ komast á topp 500.

Góđ tímasetning

Fogh telur sig greinilega í sterkri stöđu. Ég er nú ekki alveg viss um ţađ en er allavega ánćgđur međ tímasetninguna, verđ einmitt í Kaupmannahöfn ţegar kosningarnar fara fram. Ţađ verđur í ţađ minnsta um nóg ađ tala á kaffistofunni í stjórnmálafrćđideildinni í Kaupmannahafnarháskóla, ţar sem ég verđ viđ rannsóknir og kennslu allan nóvember. Eitthvađ viđ ađ vera.
mbl.is Danir ađ kjörborđinu 13. nóvember
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fuss og svei

Vandi dálkahöfunda sem skrifa fasta pistla í blöđ er ekki síst sá ađ finna viđeigandi umfjöllunarefni hverju sinni. Ţetta er í sjálfu sér ekki flókin iđja, mađur ţarf bara ađ fylgjast sćmilega međ ţjóđfélagsumrćđunni og velja svo eitthvađ áhugavert efni úr til ađ fjalla um. Flestir pistlahöfundar lenda ţó einhverntíman í ţví ađ verđa uppskroppa međ efni, ţegar lítiđ er um ađ vera í ţjóđfélaginu. Núna er ástandiđ hins vegar ţveröfugt. Frá ţví ađ síđasti pistill minn birtist lesendum á ţessum stađ fyrir tveimur vikum hefur allt fariđ á annan endann í ţjóđfélaginu. Meira ađ segja sjálft Blađiđ er horfiđ og 24 stundir komnar í stađin. Stundum er sagt ađ vika sé langur tími í pólitík, hvađ ţá tvćr vikur. Hálf eilífđ? Vandinn nú er miklu heldur ađ vinsa úr öllu ţví sem hćgt vćri ađ fjalla um á ţessum vettvangi akkúrat núna.

Fyrir tveimur vikum andskotađist ég á ţessum stađ út í ţáverandi meirihluta í Reykjavíkurborg fyrir dugleysi í dagvistunar- og samgöngumálum. Tveimur vikum síđar er meirihlutinn gufađur upp og Dagur B. Eggertsson orđinn borgarstjóri. Atburđarásin hefur veriđ međ slíkum ólíkindum ađ leita ţarf alla leiđ til Ítalíu og ţar aftur á áttunda áratuginn til ađ finna hliđstćđu ađ öđru eins ráđleysi. Međ einhverju ćvintýralegasta klúđri sem ţekkst hefur í íslenskri stjórnmálasögu - fyrr og síđar - gloprađi Sjálfstćđisflokkurinn borginni í hendur endurnýjađs Reykjavíkurlista. Einhvern vegin svona:

Fyrst gómađi Svandís Svavarsdóttir fulltrúa meirihlutaflokkanna í stjórn REI og Orkuveitunni međ lúkuna á kafi ofan í sćlgćtiskrúsinni. Ţvínćst tók borgarstjórnarflokkur Sjálfstćđisflokksins til viđ ađ grafa undan eigin leiđtoga, sjálfum borgarstjóranum. Gröftur sexmenninganna leiddi í ljós ađ Vilhjálmur stóđ nú ekki á föstu undirlagi, virtist gjörsamlega úti á ţekju í öllu málinu. Ađ ţví loknu stilltu sexmenningarnir samstarfsmanni sínum, Birni Inga Hrafnssyni, frammi fyrir svo ómögulegum afarkostum ađ ćtla mćtti ađ Sjálfstćđisflokkurinn samanstćđi af eintómum viđvaningum. Ţannig fćrđi Gísli Marteinn Baldursson erkifjanda sínum, Degi Eggertssyni, sjálfan borgarstjórastólinn á vel fćgđu silfurfati.

En silfurföt duga skammt í pólitík. Dagur og félagar sitja ekki ađeins uppi međ sprungiđ vegakerfi og manneklurembihnút í leikskólunum heldur sitja ţau einnig uppi međ Björn Inga og vinnubrögđ hans í REI málinu. Meginásökun Svandísar Svavarsdóttur og gamla minnihlutans í REI málinu var í upphafi sú ađ ţar vćru stjórnmálamenn ađ drullumalla međ vafasama kaupréttasamninga sem ađ sögn áttu ađ fćra fjárhagsleg gćđi í hendur trúnađarmanna ţeirra. Svoleiđis hegđun er sjálftaka á opinberu fé og heitir á íslensku spilling, - eiginlega bullandi spilling. Í ţví dćmi ţótti Svandísi ţáttur Björns Inga svakalegastur, enda var ţađ hann og félagar hans í stórn REI sem voru ađ makka međ ţennan subbulega kaupréttarlista. Vilhjálmur var ekki í stjórn REI. Ţau ásökuđu Björn Inga um margt fleira, til ađ mynda fyrir ađ hafa ţrefaldađ borgarfulltrúalaunin sín međ ţví ađ smyrja sjálfan sig inn í ţćr nefndir og ráđ sem best borga í borginni. Sögđu fuss og svei ţegar hann ćtlađi til viđbótar ađ ţrefalda eigin stjórnarlaun í REI. Ég veit auđvitađ ekki hvort ţessar ásakanir eru réttar en fyrir rétt tćpum tveimur vikum var Svandís Svarsdóttir ekki í minnsta vafa um ţađ.

En skjótt skipast veđur í lofti í íslenskum stjórnmálum. Nú situr Björn Ingi Hrafnsson í glćnýjum meirihluta í hlýju skjóli Svandísar og Dags og Sjálfstćđisflokkurinn gagnrýnir allt sem hann sjálfur gerđi fyrir ađeins tveimur örstuttum vikum. 

24. stundir. 19. október 2007.


Gestur í gini ljónsins

Í fćrslu hér ađ neđan sagđi ég frá nýrri rannsókn sem sýnir ađ í Evrópu er einna verst fyrir innflytjendur ađ búa í Danmörku. Sjálfur var ég innflytjandi í Danmörku um nokkurra ára skeiđ fyrir um áratug. Ţađ var í alla stađi ánćgjuleg dvöl. Átök innflytjenda og innfćddra voru ekki komin upp á yfirborđiđ á ţeim tíma.

Nú bregđur hins vegar svo viđ ađ ég fć tćkifćri til ađ reyna ţađ sjálfur hvort ţessi stađa hafi breyst eins svakalega og rannsóknin segir til um. Kaupmannahafnarháskóli hefur nefnilega bođiđ mér stöđu gestafrćđimanns viđ stjórnmálafrćđiskor skólans, ţar sem ég var einu sinni námsmađur. Ég mun ţví nćsta misseriđ dvelja međ annan fótinn í Kaupmannahöfn viđ rannsóknir á íslensku ţjóđerni og áhrifum ţess á stefnu Íslands í utanríkismálum, sérstaklega hvađ viđkemur tengslunum viđ Evrópu. Eitthvađ mun ég lika ţurfa ađ kenna.

Ţađ er fleira sem hefur breyst á ţeim áratug sem liđinn er síđan ég flutti heim frá Kaupmannahöfn. Í ţá tíđ voru Íslendingar helst í fréttum fyrir ađ liggja sem mara á danska velferđarkerfinu en nú eru landar vorir í hópi umsvifamestu viđskiptamanna landsins. Ég á enn ágćta kunningja frá námsárunum í Danmörku sem furđa sig á ţessari breytingu. Ekki síst ţess vegna verđur sérstaklega gaman ađ endurnýja kynnin af lífinu í Kaupmannahöfn.


Ítalir sjónvarpa Íslandi

Lengst af var Ísland utan sjóndeildarhrings alţjóđasamfélagsins. En í seinni tíđ hef ég orđiđ var viđ ađ erlendir fjölmiđlar eru farnir ađ sýna landinu síaukinn áhuga. Líkast til vegna ţess ađ frćđasviđ mitt liggur í tengslum Íslands og umheimsins er ég oft fenginn til ađ tala viđ erlenda fjölmiđla. Ţessum heimsóknum hefur snarfjölgađ undanfarin misseri. Í dag kom á skrifstofuna til mín vösk sveit ítalskra sjónavarpsmanna sem eru ađ gera viđamikla heimildarmynd um Ísland og Íslendinga. Ţeir voru ansi imponerarir yfir íslensku ţjóđfélagi og heimtuđu ađ vita leyndarmáliđ á bak viđ velgengnina. Ég veit ekki hvort ţađ er vegna ţess ađ mér hafi ekki tekist ađ útskýra ţađ nćgjanlega vel, en Ítalirnir hleyptu mér ekki úr stólnum fyrr en eftir ríflega klukkutíma langa yfirheyrslu.

Einna verst ađ vera innflytjandi í Danmörku

Í viđamikilli nýrri rannsókn sem British Council hefur framkvćmt kemur í ljós ađ í Evrópu er einna verst fyrir innflytjendur ađ búa í Danmörku. Best er hins vegar búiđ ađ málum innflytjenda í Svíţjóđ. Noregur og Finnland eru einnig á topp tíu. Af 28 Evrópuríkjum er Danmörk í 21. sćti ţegar kemur ađ ţví ađ ađlaga innflytjendur ađ samfélaginu.

Međal ţess sem kemur fram í rannsókninni er ađ innflytendalöggjöfin í Danmörku er sérlega fjandsamleg og ađ innflytjendur eiga einkar erfitt međ ađ komast inn á danska vinnumarkađinn. Ţá eru atburđir og árekstrar sem tengjast fordómum í garđ innflytjenda tíđ í Danmörku. Ţetta og fleira kemur í veg fyrir ađ innflytjendur geti ađlagast dönsku samfélagi. 

Ţessi niđurstađa kemur ekki svo mjög á óvart. Eins og ég benti til ađ mynda á í bók minni Opiđ land sem kom út fyrr á ţessu ári er unniđ eftir markvissri samlögunarstefnu í Svíţjóđ en dönsk stjórnvöld hafa hins vegar frekar gripiđ til ţess ráđs ađ ţrengja ađ innflytjendum. Munurinn á stefnum ţessara landa kemur nú fram í ţessari rannsókn.

Ísland er ţví miđur ekki međ í rannsókninni en íslenska innflytjendalöggjöfin er ađ miklu leyti byggđ á ţeirri dönsku.

Rannsóknaniđurstöđur British Council eru birtar hér. Sjá einnig frétt Politiken um máliđ hér.


Móđurlaus Brooklyn

Á leđinni til útlanda um daginn kom ég viđ í bókabúđinni í Leifstöđ og greip ég međ mér bók Jonathan Lethem, Móđurlaus Brooklyn, en bókin hafđi fengiđ frábćra dóma í íslenskum fjölmiđlum. Ég las bókina í samgöngutćkjum ţriggja landa og reyndist ţađ ágćtis vettvangur fyrir ţessa sögu. Bókin segir frá Lionel Essrog og félögum hans sem starfa viđ vafasama iđju í Brooklyn hverfinu í New York. Í ađra röndina er ţetta óskup venjulegur krimmi en Lethem tekst ađ snúa svo rćkilega upp á formiđ ađ sagan verđur í raun mun stćrri og merkilegri. Ađalsöguhetjan ţjáist af tourette heilkenninu sem setur ansi sérstakan og kómískan blć yfir söguna. Í flesta stađi er ţetta bráđskemmtileg lesning en ţađ er samt eitthvađ í flćđi sögunnar sem truflađi mig eilítiđ viđ lesturinn. Niđurstađan er ţví ţrjár stjörnur, en stutt í ţá fjórđu.

Reykjavíkurlistinn til valda á ný

Ţrátt fyrir ađ ţurfa ađ kyngja vinnubrögđum Björns Inga í REI málinu er ekki annađ hćgt ađ segja en ađ Dagur Eggertsson hafi heldur betur styrkt stöđu sína. Orđinn borgarstjóri nýs Reykjavíkurlista. Ţađ er ekki lítill árangur miđađ viđ allt ţađ sem á undan er gengiđ. Nýji meirihlutinn gćti svo skorađ feit stig hjá borgarbúum međ ţví ađ leysa daggćsluvandann sem safnast hefur upp í tíđ Sjáflstćđisflokksins í borginni. Viđ fylgjumst spennt međ.

Svandís, Dagur og Bingi í eina sćng

Ţađ voru Björn Ingi Hrafnsson og félagar hans í stjórn Reykjavik Energy Invest sem véluđu um ţessa kaupréttarsamninga og sömdu hinn alrćmda lista. Í öllu fjađrafokinu sem síđan hefur orđiđ hefur einmitt sá gjörningur veriđ harđast gagnrýndur af minnihlutanum. Ţví hlýtur ţađ ađ teljast dálitiđ furđulegt, svo ekki sé meira sagt, ađ Samfylking og VG ćtli nú ađ mynda nýjan meirihluta međ ţeim sama Birni Inga og stóđ ađ ţessum ólukkusamningum. Meirihlutasamstarf viđ Framsóknarflokkinn undir ţessum kringumstćđum felur í sér ákveđna viđurkenningu á vinnubrögđum flokksins í málinu, - allavega ekki vantraust. Líklega eru fleiri en ég sem undrast ađ Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir séu međ ţessum hćtti tilbúin ađ bera ábyrgđ á Birni Inga og pótintátum hans í borgarstjórn Reykjavíkur.


Nćsta síđa »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband