Leita í fréttum mbl.is

Eldur

Við Hrafnhildur röltum í bæinn seinni partinn í dag, eins og svo oft. Þegar við komum niður í bæ sáum við að það var kviknað í nokkrum sögufrægustu húsunum við horn Lækjargötu og Austurstrætis. Þetta var hryllileg sjón. Ég vona að húsin verði endurbyggð í sömu mynd svo Hrafnhildur fái notið þeirra þegar hún vex úr grasi. Við gengum áfram upp Bankastrætið og hittum þar Villa naglbít, kunningja minn. Ég óskaði honum til hamingju með útgáfu á nýju hljómplötunni hans, en hann ætlaði að halda útgáfutónleika í kvöld, sem ég ætlaði einmitt að kíkja á. Hann minnti mig á að tónleikarnir áttu að vera í Rósenberg, á stað sem nú er semsé brunninn. Tónleikarnir verða því að bíða betri tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband