Leita í fréttum mbl.is

Um hvað verður kosið?

Eins og búast mátti við var páskahelgin vart liðin áður en kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningarnar 12. maí fór á fullt skrið. Núna um helgina halda svo tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, landsfundi sína. Flokkarnir hafa undanfarið verið að ydda og meitla boðskap sinn og finna hinn réttan tón. Við ættum því að geta áttað okkur betur á því nú, hvað þessar kosningar munu snúast um.

Þá daga sem liðnir eru frá páskum hefur umæðan hægt en örugglega verið að setjast í sömu brautir og ávallt þegar svo skammt er í kosningar. Nú tala allir um budduna, með einum eða öðrum hætti. Önnur mál, svo sem umhverfismál, sem verið hafa ofarlega í umræðunni undanfarið, eru smám saman að víkja fyrir auknum áherslum á efnahags- og atvinnumálum. Eins og alltaf.

Buddan ræður
Undanfarna viku höfum við til að mynda séð hvernig Framsóknarflokkurinn hefur hafið sókn frá hinni hlið náttúruverndarmálsins og hafnar afdráttarlaust öllu tali um stóriðjustopp. Flokkurinn ætlar sér þvert á móti að vinna sér inn atkvæði á frekari atvinnuuppbyggingu sem byggir á orkufrekum iðnaði.
Þessi breytta staða í umræðunni setur Íslandshreyfinguna og Vinstri græna í ákveðinn vanda. Takist þessum flokkum ekki að klæða náttúruverndarstefnu sína í búning efnahagslegra framfara er ansi hætt við að málflutningur þeirra muni eiga erfiðar uppdráttar nú heldur en fyrir páska, áður en kosnigabaráttan fór í fullan gang.

Áherslan á budduna veldur einnig því að Frjálslyndi flokkurinn vill gjarnan klæða ógeðfelda andstöðu sína við innflytjendur í þann búning að þeir séu ógn við launamenn í landinu. Nýlegar rannsóknir Kaupþings og Landsbankans sína hins vegar svart á hvítu að hver fjölskylda í landinu hefur þvert á móti grætt hundruð þúsunda á hingaðkomu erlends starfsfólks sem tekið hafa að sér láglaunastörf, sem innfæddir Íslendingar vilja ekki sinna.

Tækifæri og ógnir
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd sleitulaust í sextán ár. Í kosningunum í vor þarf flokkurinn því fyrst og síðast að treysta á að kjósendur séu sáttir við árangur í efnahagsstjórn undanfarin ár. Sú staða felur bæði í sér tækifæri og ógn. Valdastaða Sjálfstæðisflokksins er augljós styrkur að því leyti að íslenska þjóðarbúinu hefur gengið býsna vel undanfarin ár. Um leið felur löng valdaseta Sjálfstæðisflokksins í sér veruleg tækifæri fyrir stjórnarandstöðuna, því þrátt fyrir almenna velgengni hafa einnig komið í ljós alvarlegir brestir í efnahagsstjórninni.

Framan af kosningabaráttunni virtist Samfylkinginn ætla að há kosningabaráttu sína á heimavelli andstæðingsins. Flokkurinn var svo upptekinn við að ræða kvenfrelsis- og umhverfismál, þar sem VG er á heimavelli, að hann virtist gleyma að tala fyrir eigin stefnu í efnahags- og velferðarmálum. Strax eftir páskana kvað hins vegar við allt annan tón þegar flokkurinn kynnti viðamikla og vandaða úttekt á ástandi efnahagsmálanna sem unnin var undir forystu Jóns Sigurðssonar, hagfræðings. Í skýrslunni er efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar harðlega gagnrýnd. Sýnt er fram á hvernig aðgerðir í ríkisfjármálum hafa beinlínis gengið gegn markmiðum peningstefnunnar og þannig hleypt verðbólgudraugnum á stökk sem aftur hefur neytt Seðlabankann til að hækka stýrivexti í himinhæðir, með tilheyrandi kostnaði fyrir bæði almenning og fyrirtæki. Þessu til viðbótar má benda á allt of hátt verðlag á matvælum, óþarflega hátt skatthlutfall og aukinn ójöfnuð. Ég spái því að hér eftir verði meginþungi kosningabáráttunnar á þessa þætti.

Þessi pistill birtist í Blaðinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband