Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 11:51
"láta af hendi til Brussel hluta af því fullveldi"
Eftir stjórnarskiptin 1991 þegar Alþýðubandalagið var komið í stjórnarandstöðu varð Ólafur Ragnar Grímsson einn harðasti andstæðingur EES og dró í máli sínu beina tengingu við sjálfstæðisbaráttuna. Hér er hann að skamma Björn Bjarnason fyrir að styðja samninginn:
þessir samningar um Evrópskt efnahagssvæði snúast ekki bara um fisk, þeir snúast líka um fullveldi. Og af því að hv. alþm. Björn Bjarnason minntist þess í Morgunblaðinu á sínum fyrsta degi hér á Alþingi að sér hefði orðið hugsað í salnum til föður síns og afa sem sátu hér einnig í salnum, þá vil ég minna á það að baráttan fyrir íslensku fullveldi og íslensku sjálfstæði var meginhlutverk afa hv. þm., sem reyndar einnig er afi hæstv. landbrh., og ég vona að þessir tveir ágætu þingmenn, annar landbrh. og hinn nýkjörinn þingmaður Sjálfstfl. og nýkjörinn í utanrmn., hugleiði þá arfleifð rækilega í meðferð þingsins um þessi mál á næstu vikum. Því til lítils hefðu afkomendur Benedikts Sveinssonar komið í þennan þingsal ef það ætti að verða fyrsta verk hæstv. landbrh. sem ráðherra og fyrsta verk hv. þm. Björns Bjarnasonar sem þingmanns að láta af hendi til Brussel hluta af því fullveldi sem Benedikt Sveinsson og aðrar kynslóðir íslenskra forustumanna gerðu að meginverkefni lífs síns að ná í hendur þessarar þjóðar.
Ólafur Ragnar Grímsson. Alþingistíðindi 1991, 114. lþ. B. Umræður: 126.
31.1.2008 | 10:13
"sjálfstæði, frelsi fullveldi"
Gylfi Þ. Gíslason, mennta- og viðskiptamálaráðherra, leiddi umræðuna um EFTA á sínum tíma. Stjórnarandstæðingar sökuðu Gylfa um að ætla að lauma Íslandi inn í Efnahagsbandalagið í gegnum EFTA. Gylfi hafði áður lýst því yfir að betra væri að hafa ein heildarsamtök Evrópuríkja á sviði efnahagssamvinnu og að Ísland ætti að vera þar innanborðs. Eigi að síður sagði hann í ræðu á Alþingi undir lok EFTA-umræðunnar að hann væri hreint ekki fylgjandi aðild að Efnahagsbandalaginu, meðal annars á forsendum sjálfstæðisins.
Því fer fjarri, að ég telji góð lífskjör vera einu verðmætin, sem keppa eigi að í lífinu. Það eru til mörg önnur verðmæti, sem eru meira virði: sjálfstæði, frelsi fullveldi. Ég vil ekki kaupa bætt lífskjör á kostnað þessara verðmæta. Þetta hafa auðvitað verið höfuðrökin fyrir því, að ég hef fyrir mitt leyti, og enginn í ríkisstj. hefur nokkurn tíma mælt með að við gengjum í Efnahagsbandalag Evrópu. Ég teldi það vera skerðingu á sjálfstæði að undirskrifa Rómarsáttmálan óbreyttan.
Gylfi Þ. Gíslason. Alþingistíðindi 1969. D. (90.lþ.) 2. Aðild Íslands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu.
30.1.2008 | 17:47
"Þetta eru staðreyndir"
Áfram með tilvitnanir úr Alþingistíðindum: Fyrir nokkrum árum komu upp deilur um hversu mikinn hluta af reglugerðaverki ESB Ísland tekur upp í gegnum EES. Árið 2003 sagði Halldór Ásgrímsson að hlutfallið væri 80% en Davíð Oddsson sagði í svari á Alþingi árið 2005 að það væri ekki nema 6,5%. (Ég fór í gegnum þessa umræðu í stuttri fræðigrein sem finna má hér.) Í ljósi umræðunnar sem spannst um þessa skrítnu deilu eru eftirfarandi ummæli Björns Bjarnasonar í umræðum um EES á Alþingi þann 16. maí 1991 ansi athyglisverðar. Um EES sagði Björn:
Þetta eru staðreyndir sem liggja fyrir og það liggur einnig fyrir að við erum hér að tala um 70 -- 80% af því sem við þyrftum að semja um við Evrópubandalagið ef við tækjum þá ákvörðun að sækja um aðild að bandalaginu.
Björn Bjarnason. Alþingistíðindi 1991, 114. lþ. B. Umræður: 133.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook
29.1.2008 | 20:08
Almannatengillinn
Svo virðist sem Gísli Marteinn Baldursson sé kominn í einhvers konar blaðafulltrúahlutverk fyrir nýja borgarstjórann. Allavega verður Gísli æði oft til svara fyrir borgarstjórann í fréttum, samanber frétt Stöðvar 2 í kvöld um fyrirhugaðan fund borgarstjóra Norðurlanda, - sem Vilhjálmur mun einhverra hluta vegna mæta á í stað Ólafs. Sumir segja raunar að Vilhjálmur ætli sér að verða nokkurs konar yfirborgarstjóri í þessu meirihlutasamstarfi. Ég er þó ekki viss um að Ólafur láti stýra sér með slíkum hætti. Það á eftir að koma í ljós.
En hvað Gísla varðar, þá er mér sagt að hann hafi líka stýrt aðgengi fjölmiðla að Ólafi þegar borgarstjóri var settur í embætti í síðustu viku. Ég man ekki til þess að stjórnmálamaður hafi áður eftirlátið keppinaut í öðrum flokki að sjá um fjölmiðlasamskipti fyrir sig. Til samanburðar; dettur nokkrum í hug að Geir Haarde, svo dæmi sé tekið, myndi láta Össuri Skarphéðinssyni um að svara fyrir sig í fjölmiðlum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook
29.1.2008 | 10:40
"óvéfengjanlega mikla sérstöðu"
Áfram með smjörið. Þessi ummæli Tómasar Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, endurspegla mjög svo ríkjandi hugmyndir sem fram komu í umræðunni um EFTA á sínum tíma, að Ísland væri einstakt þjóðfélag.
Íslenzka þjóðin hefur óvéfengjanlega mikla sérstöðu meðal þjóðanna og jafnvel meðal þeirra þjóða, sem eru aðilar að EFTA. Það er eðlilegt að, tengsl Íslands við EFTA markist af þeirri sérstöðu.
Tómas Árnason. Alþingistíðindi 1968. D. ((89.lþ.) 1. Aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu.
Það var með vísan í þessa sérstöðu sem Íslendingar fóru fram á allskonar sérlausnir í aðildarviðræðunum. Til að mynda vildi Lúðvík Jósepsson, Alþýðubandalagi, ekki veita öðrum EFTA-borgurum rétt til að starfrækja iðnfyrirtæki á Íslandi, sem ráðgert var samkvæmt 16. grein EFTA samningsins.
Ég tel fyrir mitt leyti, að það þurfi að marka þá stefnu, að það sé alveg ákveðið af okkar hálfu, að ísl. stjórnvöld verði að hafa þar fullan ákvörðunarrétt um í hverju einstöku tilfelli, hvort borgarar annarra EFTA-ríkja eigi að fá hér réttindi til atvinnurekstrar eða annarrar starfsemi til jafns við Íslendinga eða ekki
Lúðvík Jósepsson. Alþingistíðindi 1968. D. ((89.lþ.) 1. Aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook
25.1.2008 | 10:12
Ljónið, refurinn og asninn
Í borgríkjum Ítalíu á fimmtándu og sextándu öld var mikil ringulreið í allri stjórnsýslu og óvenju mikið valdabrölt á ráðamannastéttinni. Við stjórnun borganna mynduðust allskonar bandalög, sum svo veik að þau riðluðust á fáeinum vikum eða mánuðum, þá urðu til ný valdabandalög og svo koll af kolli út í það endalausa. Þetta var ekki gott ástand, hvorki fyrir íbúana né fyrir heiðvirða fursta sem áttu margir hverjir erfitt með að fóta sig í fúamýri og hnífalagi borgarstjórnmálanna. Samt voru til þeir stjórnmálamenn sem elskuðu leikinn og nutu sín aldrei betur en í blóðugu atinu þegar einhverju borgríkinu var bylt eina ferðina enn.
Furstinn í Flórens
Flórens var meðal þeirra borga þar sem væringar voru miklar. Lengst af stjórnaði Medici fjölskyldan öllu sem komandi var við með harðri hendi. Helstu andstæðingar þeirra voru Albizzi fjölskyldan og Strozzi fjölskyldan. Þessar fjölskyldur háðu sína hildi öldum saman. Um tíma voru völd Medici fjölskyldunnar svo mikil að þeim tókst að skipa þrjá páfa úr eigin röðum. Fjölskyldan varð þó helst til valdagírug og brátt myndaðist nýtt bandalag gegn henni sem bylti borginni og hrifsaði völdin í sínar hendur. Svona gekk það fram og til baka. Enn í dag má greina afleiðingar af þessari stjórnmálahefð, en bara nú í vikunni hljóp eitthvert flokksbrotið úr skapti ríkisstjórnarinnar í Róm svo ríkisstjórn Romano Prodi riðar svo gott sem til falls þegar þetta er skrifað.
Einhverju sinni þegar Medici fjölskyldan var komin á kaldan klaka og búin að glutra valdataumunum úr höndunum, meðal annars vegna innbirðist misklíðar kom ungur diplómat fjölskyldunni til aðstoðar. Sagt er að diplómatinn hafi viljað koma sér í mjúkinn hjá þessari miklu valdafjölskyldu sem var í vanda stödd og skrifaði handa henni leiðbeiningarit um hvernig valdamenn eigi að haga sér í viðleitini til að öðlast völd og ekki síður til að halda þeim í þessu mjög svo ótrygga ástandi. Diplómatinn hét Niccolò di Bernardo dei Machiavelli og leiðbeiningaritið, sem meðal annars hefur verið gefið út á bók hér á Íslandi, hefur verið þýdd sem Furstinn upp á íslensku.
Klækir spunameistarans
Segja má að Machiavelli hafi verð fyrsti spunameistarinn í pólitík. Ráðlegging hans til sinna manna var einföld. Hann taldi einfaldlega að meginmarkmið furstans væri að ná völdum og halda þeim, minna skipti hvernig furstinn færi svo með yfirráð sín yfir gagnvart almenningi. Machiavelli ráðlagði því furstanum að beita einfaldlega þeim klækjum sem duga í hvert sinn og snúa á andstæðinginn með öllum tiltækum ráðum. Þegar völdunum væri náð gæti furstinn svo farið í að herða tökin, útvíkka yfirráð sín og auka umsvifin. Deilt og drottnað. Í raun er bók Machiavelli lítið annað en réttlæting á því að furstinn stjórni með valdi frekar en lögum.
Furstinn í Reykjavík
En hvernig? Hvernig taldi Machiavelli að furstinn ætti að bera sig að til að ná völdum og halda þeim? Til að skýra það út fyrir Medici fjölskyldunni tók hann dæmi úr dýraríkinu. Maciavelli vildi meina að furstinn þyrfti að tileinka sér tvo eiginleika. Hann yrði að vera hugdjarfur eins og ljón og slóttugur eins og refur. Um leið lagði Machiavelli ríka áherslu á að furstinn myndi ávallt leita ráða vísra manna áður en hann færi í þann leiðangur að bylta stjórn borgarinnar. Annars myndi illa fara. Víkur þá sögunni til borgarstjórnar í Reykjavík. Hvergi nokkur staðar í sinni ítarlegu bók ráðlagi Machiavelli sínum fursta að haga sér eins og asni.
24 stundir. 25. janúar 2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook
23.1.2008 | 10:24
"jafnréttisákvæði eru hættuleg"
Ég hef semsé verið að garfa i gömlum þingræðum. Í aðdraganda EFTA-aðildarinnar sem varð árið 1970 höfðu margir þingmenn efasemdir við 16. grein EFTA saminginsins sem heimilaði EFTA-borgurum að starfrækja iðnfyrirtæki í aðildarríkjunum. Í umræðunum dró Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins samanburð við sambandslögin við Danmörku sem var á sínum tíma æði mikið átakamál í sjálfstæðisbaráttunni. Í þingræðu í nóvember 1968 sagði hann:
En í þeirri grein felst, að útlendingar, þ.e.a.s. ríkisborgarar í þessum aðildarlöndum Fríverzlunarbandalagsins, hafi jafna aðstöðu á við Íslendinga til þess að stofnsetja fyrirtæki og reka atvinnufyrirtæki hér á landi á vissum sviðum [...] Slík jafnréttisákvæði eru hættuleg. Jafnréttisákvæðin í sambandslagasamningnum við Danmörku þóttu hættuleg á sínum tíma, þegar Dönum einaum var fengið hér jafnrétti, svo hættuleg, að sumir alþm. létu það ráða sínu atkv. og greiddu atkv. á móti smanbandslögunum af þeim ástæðum, að þeir töldu það jafnrétti, sem þar var um að tefla, svo hættulegt. En augljóst er, að þau jafnréttisákvæði, sem hér er um að ræða eru miklu varhugaverðari, og auðvitað er hér í raun og veru ekki um nein jafnréttisákvæði að tefla, vegna þess, hve Íslendingar eru fámennir borið samana við þann fjölda, sem á að njóta þessara réttinda.
Ólafur Jóhannesson. Alþingistíðindi 1968. D. (89.lþ.) 1. Aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook
22.1.2008 | 12:31
Valdabröltið í borginni
Ég skynja fyrst og fremst reiði og hneykslan meðal þeirra borgarbúa sem ég hitti yfir því ótrúlega valdabrölti sem nú er í Ráðhúsinu, þar liggur nú hver um annan þveran drullugur upp fyrir haus í þessu furðumakkaríi. Ringulreiðin og hnífalagið í Framsóknarflokknum bætir heldur ekki úr ástandinu. Stjórnmálin hafa sett verulega niður við alla þessa afferru, fyrst í haust og svo aftur núna. Borgarstjórnin á ekki að vera góss sem pólitískir mafíósar geta deilt út og drotnað yfir eftir eigin hagsmunum og hentisemi. Það er engu líkara en sumir þessara kjörnu fulltrúa almennings hafi hreinlega gleymt kjósendum sínum, þetta snýst bara um þá sjálfa og þeirra eigin stöðu. Jafnvel sjálfur Machiavelli hefði ekki ráðlagt nokkrum fursta að haga sér með viðlíka hætti. Hann vissi sem var að fyrr eða síðar kæmi að skuldadögum. Svo er einnig nú, það líður nefnilega ógnarfjótt að kosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook
Í tengslum við rannsókn sem ég er að vinna hef ég verið að skoða umræður um utanríkismál á Alþingi, til að mynda í aðdraganga að aðild Íslands að EFTA og EES. Inn á milli arfans er að finna hrein gullkorn. Í aðdraganda aðildarinnar að EES sem varð 1994 voru margir uggandi um afdrif Íslands á hinu ógnarstóra evrópska efnahagssvæði. Þegar málið kom fyrst til umræðu á Alþingi árið 1989 sagði Páll Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, þetta:
Okkar þjóðfélag er öðruvísi en annarra EFTA-ríkja og við þolum ekki og stöndumst ekki það frelsi --- það er nú búið að misþyrma orðinu frelsi svo mikið að ég held ég ætti heldur að nota orðið hömluleysi --- við þolum ekki það hömluleysi sem stærri ríki þola á flutningum fjármagns, hömlulaust streymi vinnuafls, vöru og þjónustu. Ef við undirgengjumst það [ákvæði EES - innskot höf] mundum við að sjálfsögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði á mjög skömmum tíma.
Páll Pétursson. Alþingistíðindi 1989, 111. löggjafarþing B. Umræður í máli 70, þann 9. mars 1989.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook
11.1.2008 | 19:23
Áfram West Ham
Ég er á leiðinni til London. Þegar þú lesandi góður lest þessar línur er ég líkast til kominn út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli og um það bil að spenna sætisólarnar. Hundruð - ef ekki hreinlega þúsund - Íslendinga leggja leið sína til heimsborgarinnar á hverjum degi svo þetta er auðvitað ekkert merkilegt. Tekur því varla að nefna það. En samt. Ég hef á þessum vettvangi áður borið saman að vera Íslendingur í Kaupmannahöfn nú og þegar ég bjó þar fyrir áratug. Þá voru Íslendingar undirmálsfólk á félagsmálabótum en nú eiga þeir líkast til bygginguna sem hýsir dönsk félagsmálayfirvöld. Og öll hin húsin líka. Það má líka draga svona samanburð við London, því íslenskir viðskiptamenn hafa einnig keypt allt sem hönd á festir í stórborginni og nú gengur Íslendingurinn rogginn um borgina og þykist eiga heiminn, - jafnvel þótt loftbólan í Kauphöllinni heima á Íslandi sé sprungin og gengi helstu hlutafélaga sigið niður undir frostmark. En þetta var ekki alltaf svona.
Ólöglegur áður ...
Þetta var í einhverju framhaldsskólaverkfallinu fyrir um tuttugu árum. Þá voru alltaf verkföll í skólum. Árstíðarnar voru fjórar eins og nú, en þá voru þær; vetur-sumar-verkfall-haust. Við gáfumst upp á hangsinu heima í Breiðholti og skelltum okkur til London í leit að lífinu. Þá vissi enginn hvað Ísland var, nema nokkrir unglingar í Soho sem höfðu hlustað á Sykurmolana og fáeinir menningarvitar í Hammersmith sem fíluðu Messoforte. Að öðru leyti var Ísland ekki til. Og við eiginlega ekki heldur. Fengum þó á endanum vinnu sem þjónar á Pizza hut við Oxford stræti. Tókum himinn höndum og hoppuðum af fögnuði yfir framgangi okkar í lífinu.
Að vísu vorum við kolólöglegir á þessum vinnustað því þá var ekkert EES. Við fundum þó leið framhjá þeim vanda. Í atvinnuviðtalinu þóttumst við vera Danir en danskir máttu vinna í Englandi á grundvelli Evrópusambandsins. Við vorum hins vegar alveg jafnólöglegt vinnuafl og rúmennskir munnhörpuleikarar á Akureyri og tælendingarnir sem skúra reykvísk heimili fyrir skít og ekki neitt í kaup á Íslandi í dag. En þar sem við voru auðvitað alveg jafn fölbleikir í framan og meðal Dani gekk þetta ágætlega. Á hverjum degi gleymdum við svo samviskusamlega danska vegabréfinu okkar heima, eða allt þar til vinnuveitandinn hætti að spyrja um það. Okkur tókst meira að segja að blekkja útlendingaeftirlitið eitt sinn þegar eftirlitsmaður kom óvænt í heimsókn.
Einu sinni lentum við þó í slæmum bobba, það var þegar hópur danskra stúlkna kom á staðinn. Yfirþjónninn kallaði umsvifalaust á okkur og tilkynnti hópnum að hér væru danskir þjónar og þær gætu því notað móðurmál sitt. Þar sem við kunnum ekki frekar en aðrir íslenskir menntskælingar að raða saman tveimur orðum á dönsku stóðum við á eins og mállausir asnar á öndinni og komum ekki upp dönsku orði. Líkast til var líka verkfall þegar við áttum að læra talmálsdönsku heima í Hólabrekkuskóla.
... fínn maður í dag
En nú er þetta allt breytt. Nú má maður má vinna hvar sem er og þarf ekki að vera danskur til þess. Íslendingar eiga aðra hverja búð við Oxford stræti og glás af veitingastöðum. Meira að segja fótboltalið í efstu deild. Það er þess vegna að við félagarnir ætlum að kíkja á leik West Ham og Fulham á morgun. Ekki sem pizzaþjónar heldur eins og fínir menn. Sem sannir Íslendingar munum við svo kalla einum rómi: Áfram West Ham!
24 stundir. 11. janúar 2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson