Leita í fréttum mbl.is

"láta af hendi til Brussel hluta af því fullveldi"

Eftir stjórnarskiptin 1991 þegar Alþýðubandalagið var komið í stjórnarandstöðu varð Ólafur Ragnar Grímsson einn harðasti andstæðingur EES og dró í máli sínu beina tengingu við sjálfstæðisbaráttuna. Hér er hann að skamma Björn Bjarnason fyrir að styðja samninginn:

þessir samningar um Evrópskt efnahagssvæði snúast ekki bara um fisk, þeir snúast líka um fullveldi. Og af því að hv. alþm. Björn Bjarnason minntist þess í Morgunblaðinu á sínum fyrsta degi hér á Alþingi að sér hefði orðið hugsað í salnum til föður síns og afa sem sátu hér einnig í salnum, þá vil ég minna á það að baráttan fyrir íslensku fullveldi og íslensku sjálfstæði var meginhlutverk afa hv. þm., sem reyndar einnig er afi hæstv. landbrh., og ég vona að þessir tveir ágætu þingmenn, annar landbrh. og hinn nýkjörinn þingmaður Sjálfstfl. og nýkjörinn í utanrmn., hugleiði þá arfleifð rækilega í meðferð þingsins um þessi mál á næstu vikum. Því til lítils hefðu afkomendur Benedikts Sveinssonar komið í þennan þingsal ef það ætti að verða fyrsta verk hæstv. landbrh. sem ráðherra og fyrsta verk hv. þm. Björns Bjarnasonar sem þingmanns að láta af hendi til Brussel hluta af því fullveldi sem Benedikt Sveinsson og aðrar kynslóðir íslenskra forustumanna gerðu að meginverkefni lífs síns að ná í hendur þessarar þjóðar.

Ólafur Ragnar Grímsson. Alþingistíðindi 1991, 114. lþ. B. Umræður: 126.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband