Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

Rokkađ í Vittula

Undanfarna viku hef ég skemmt mér konunglega viđ lestur bókarinnar Rokkađ í Vittula eftir finnsk/sćnska höfundinn Mikael Niemi. Ég hafđi ţá ánćgju ađ hitta höfundinn í Kaupmannahöfn í haust og ţótti hann svo rífandi skemmtilegur ađ ég ákvađ ađ verđa mér úti um ţessa rómuđu bók. Sagan er ađ einhverju leyti sjálfsćfisöguleg, segir frá uppvexti höfundar í smábćnum Pajaa í norđur Svíţjóđ, rétt viđ landamćri Finnlands. Raunar er ţetta á finnsku menningarsvćđi, ekki sćnsku, međ tilheyrandi vodkadrykkju og sánaböđum. Í bókinni má finna hreint magnađar lýsingar af uppvexti drengja á ţessum norđurlsóđum, langt úr alfaraleiđ heimsmenningarinnar. Í bókinn má međal annars finna lýsingar á fjöldamorđi á rottum, svađilegum loftbyssubardögum, óborganlegri drykkjukeppni, brúđkaupi dauđans og fleiri álíka uppákomum. Í sumu minnir bókin mig á uppvöxt drengja í Breiđholti á áttunda áratugnum. Ţetta er greinlega ekki svo ólíkt. Bókin vakti gríđarmikla athygli ţegar hún kom út, séstaklega á Norđurlöndum, en ţví miđur fór útgáfa hennar ekki hátt hér á landi. Hún er ţó til í látlausri kilju í afbragđsgóđri ţýđingu Páls Valssonar.


« Fyrri síđa

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband