Leita í fréttum mbl.is

Almannatengillinn

Svo virðist sem Gísli Marteinn Baldursson sé kominn í einhvers konar blaðafulltrúahlutverk fyrir nýja borgarstjórann. Allavega verður Gísli æði oft til svara fyrir borgarstjórann í fréttum, samanber frétt Stöðvar 2 í kvöld um fyrirhugaðan fund borgarstjóra Norðurlanda, - sem Vilhjálmur mun einhverra hluta vegna mæta á í stað Ólafs. Sumir segja raunar að Vilhjálmur ætli sér að verða nokkurs konar yfirborgarstjóri í þessu meirihlutasamstarfi. Ég er þó ekki viss um að Ólafur láti stýra sér með slíkum hætti. Það á eftir að koma í ljós.

En hvað Gísla varðar, þá er mér sagt að hann hafi líka stýrt aðgengi fjölmiðla að Ólafi þegar borgarstjóri var settur í embætti í síðustu viku. Ég man ekki til þess að stjórnmálamaður hafi áður eftirlátið keppinaut í öðrum flokki að sjá um fjölmiðlasamskipti fyrir sig. Til samanburðar; dettur nokkrum í hug að Geir Haarde, svo dæmi sé tekið, myndi láta Össuri Skarphéðinssyni um að svara fyrir sig í fjölmiðlum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband