Leita í fréttum mbl.is

Dönsk Charlotte verđur norsk Tove

Undanfarin sex sunnudagskvöld hef ég fylgst međ örlögum Tove Steen í norska stjórnmáladramanu Viđ kóngsins borđ sem Ríkissjónvarpiđ hefur sýnt. Lokaţátturinn var í kvöld. Norsku ţćttirnir eru í raun lítiđ sminkuđ eftirlíking af Krónprinsessunni eftir hina dönsku Hanne Vibeke Holst. Ţrátt fyrir ađ ýmsu sé breytt ţá er ţetta efnislega nákvćmlega sama sagan. Samt hef ég ekki orđiđ var viđ neina beina tilvitnun í Krónprinsessuna. Sem mér finnst dálítiđ skrítiđ. En hvađ um ţađ. Ađ mínu vitu er hin danska Charlotte mun áhugaverđari karakter heldur en norska eftirlíkingin. Sćnska sjónvarpiđ hefur líka gert ţćtti upp úr Krónprinsessunni og breytti ekki öđru heldur en ađ fćra sögusviđiđ frá Kaupmannahöfn yfir til Stokkhólms. Ég leyfi mér ađ skora á Ríkissjónvarpiđ ađ sýna sćnsku ţćttina nćst.


Klámiđ á Hótel Sögu

Hótel Saga hefur meinađ framleiđendum klámefnis ađ gista hjá sér. Samt hefur komiđ fram ađ Hótel Saga selur gestum sínum klám. Ţví er ekki ólíklegt ađ Hótel Saga dreifi klámefni frá einhverjum ţeirra ađila sem ćtluđu ađ gista á hótelinu, en máttu ekki.

Semsé: Forsvarsmenn Hótel Sögu telja í lagi ađ selja klám og dreifa klámi en ţeir telja ekki í lagi ađ hýsa framleiđendur ţess efnis sem ţeir sjálfir sýna og grćđa á. 

Ţetta er svona.


Á náttborđinu: Undantekningin

Nokkrir danskir höfundar eru í uppáhaldi hjá mér. Til ađ mynda Peter Hoeg og Hanne Vibeke Holst. Nú er ég hins vegar kominn nokkuđ áleiđis inn í bók Christian Jungersen, Undantekningin. Í sögu sinni vefar Christian saman skelfingu ţjóđamorđa og skelfingu samskiptaörđuleika á vinnustađ. Bókin fer vel af stađ, meira síđar.

Blađiđ, Fréttablađiđ, Moggi, Viđskiptablađiđ, DV og Krónikan

Áđur en ég fór í fćđingarorlof hlakkađi ég til ađ hafa betri tíma til ađ lesa blöđin. Í morgnun las ég Blađiđ međ morgunmatnum og klárađi svo Fréttablađiđ á međan Hrafnhildur litla lék sér viđ köttinn Aţenu á stofugólfinu. Nú er hún sofnuđ, komin í miđmorgunlúrinn sinn, og ég er langt kominn međ Moggann hér í sófanum. Ţetta er dágóđur skammtur. Samt er ég ađeins hálfnađur. Eftir hádegi ţarf ég svo, (ţar ađ segja ef Hrafnhildur og kötturinn leyfa), ađ klóra mig í gegnum Viđskiptablađíđ, Krónikuna og nýja DV sem kemur í fyrsta sinn út í dag. Allt í einu er ţetta eiginlega hćtt ađ vera tilhlökkunarefni. Mér líđur nefnilega eins og ég sé kominn í fulla vinnu viđ blađalestur.

Ţetta er svona.


Saga Kára Tulinius

Bendi á einkar fróđlega grein eftir Kára Tulinius í Morgnunblađinu í dag. Vegna ţess ađ Kári og bandarísk kona hans voru ekki orđin 24 ára gömul ţá fékk kona hans ekki dvalarleyfi á Íslandi. Ungu hjónin urđu ţví ađ flytja til Bandaríkjanna ţar sem ţau búa nú, í Providence á Rhode Island. Ţađ var hins vegar auđsótt mál fyrir Kára ađ fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum, enda giftur bandarískri konu.

Kári endar grein sína svona:

"Ég vona ađ ţessi saga svari spurningunni um á hverjum ströng innflytjendalöggjöf bitnar. Ţađ eru íslenskir ríkisborgarar. Síđan er annađ mál hverjir grćđa".

Ţetta er svona.


Sexiđ selur

Meira um kynlífsfréttir fjölmiđlanna. Í fréttum Stöđvar 2 í gćrkvöldi var sagt frá samdrćtti erlends leikara og íslenskrar leikkonu. Haft var eftir gesti á einhverjum bar ađ vel hefđi fariđ á međ leikurunum tveimur og ţau hefđu líklega ekki bara ćtlađ ađ fá sér frískt loft ţegar ţau gengu saman út í nóttina. Hvađ ţessi samdráttur kom mér sem almennum fréttaneytanda viđ er mér enn hulin ráđgáta. Nćsta frétt var svo um klámrástefnuna endalausu og ţar á eftir var sagt frá ágreiningi um hve mörg börn hafi komiđ undir í Byrginu. Ćtli séu ekki fleiri en ég sem spyrji hvort ţađ sé virkilega ekkert annađ í fréttum?

Ţetta er svona.


Klámfengin umrćđa um klámráđstefnu

Fjölmiđlar sleppa fáum tćkifćrum til ađ fjalla um ţessa alrćmdu klámráđstefnu. Birta gjarnan myndir af klámfólkinu léttklćddu međ fréttum sínum, líkast til eru myndirnar fengnar af einhverri klámsíđunni. Stundum jađrar viđ ađ sjálfur fréttaflutningurinn sé klámfenginn.

Í umrćđunni um ţessa ráđstefnu ţarf ađ gera greinarmun á tvennu, sem ţví miđur hefur skort á ađ sé gert.

1. Ţađ er auđvitađ í góđu lagi ađ mótmćla klámi og láta ţá klámhunda sem hingađ koma vita ađ fólk telji iđju ţeirra ósćmilega. Ţađ er sjálfsagđur réttur hvers manns ađ mótmćla.

2. Ţađ er hins vegar ekki hćgt ađ banna fólki ađ koma til landsins ef ţađ hefur ekkert brotiđ af sér hér á landi. Klámframleiđsla er víđa lögleg, en bönnuđ á Íslandi. Fyrr en ţetta fólk brýtur íslensk lög hér á landi geta yfirvöld ekkert gert til ađ banna fundi fólksins hér á landi.

ES: Einhverjir hafa spurt sem svo: hvađ myndum viđ gera ef eiturlyfjasalar eđa vopnasalar myndu bođa ráđstefnu hér á landi. Svariđ viđ ţeirri spurningu er ţađ sama og á viđ um klámráđstefnuna. Vćru slíkir menn ekki eftirlýstir í ríkjum sem viđ eigum í lögreglusamstarfi viđ ţá vćri ekki heldur hćgt ađ banna fund eiturlyfjasala eđa vopnasala nema ţeir yrđu uppvísir af ţví ađ stunda eiturlyfasölu eđa vopnasölu hér á landi.


Smá mont

bok_ebe_feb07Ég má til međ ađ nota ţennan vettvang til ađ monta mig smá.

Í Svíţjóđ er um ţessar mundir ađ koma út bók (sjá kápu til hćgri) sem ég rita kafla í. Ţađ er Háskólinn í Lundi sem gefur út.

Í kaflanum skrifa ég um stöđu Íslands í Evrópusamvinnunni. Niđurstađa kaflans er ađ í gegnum EES-samninginn og Schengen er Ísland nú ţegar komiđ á kaf í Evrópusamrunann.

Kaflinn nefnist Deep inside the European project. Bókin heitir Negotiating Europe, Foundations, Dynamics, Challanges. Ritstjórar eru Anamaria Dutceac Segesten og Andreas Önnerfors, frćđimenn viđ Evrópufrćđasetur Háskólans í Lundi.

Hér má lesa kaflann á vef Bifrastar:
http://www.bifrost.is/kennarar/2006/default.asp?sid_id=30217&tId=1


Vel valiđ

Dómnefnd blađamannaverđlaunanna hefur tekist vel upp í ár. Ég er sérstaklega ánćgđur međ valiđ ţví Davíđ Logi og Auđunn Arnórsson eru líklega ţeir tveir blađamenn á Íslandi sem ég les mest.


mbl.is Davíđ Logi fćr tvćr viđurkenningar fyrir umfjöllun um Guantanamo
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fćđingarorlof

Ísland er ađ mörgu leyti fyrirmyndar ţjóđfélag. Nú er ég kominn í fćđingarorlof og ríkiđ borgar mér fyrir ađ vera heima hjá krökkunum mínum. Sem er öldungis frábćrt. Breskur vinur minn verđur ađ láta sér duga ađ dreyma um viđlíka lúxus.

Mér er sagt ađ eftirfarandi setning hafi hrokkiđ upp úr ónefndum ţingmanni ţegar fćđingarolofslögin voru til umrćđu á Alţingi:

"Hugsa sér; ţeir vilja hafa fullfríska karlmenn á hápunkti starfsorku sinnar hangandi heima yfir börnum."

Ţví miđur ratađi ţessi setning ekki í ţingbćkur ţví ţingmađurinn mun hafa tautađ ţetta ofan í brjóstiđ á sér í sćti sínu í ţingsal.

Ţetta er svona.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband