15.2.2007 | 19:40
Krónikan
Það er full ástæða til að óska Sigríði Dögg og félögum til hamingju með fyrsta tölublað Krónikunar. Þetta er að mörgu leyti læsilegasta blað og brotið er skemmtilegt. Fer vel í hendi.
Vandi helgarblaða er sá að þau eru hvorki dagblöð né tímarit. Falla einhvers staðar þar á milli. Því er hvorki hægt að treysta á skúbb dagsins né heldur að bjóða fólki upp á endalaus mannlífsviðtöl.
Til að ná til nógu margra lesenda á örmarkaði íslenskrar tungu þurfa helgarblöð helst að ná tveimur sumpart ósamstæðum markmiðum í einu. Þau þurfa bæði að vera ágeng og helst að bjóða upp á vikulega afhjúpun á einhverju máli en um leið þurfa þau að vera stútfull af skemmtiefni. Það þarf að vera svona helgarstemmning yfir þeim til viðbótar við hinn vikulega skandal.
Við reyndum að þræða þetta einstígi þegar ég var blaðamaður á Helgarpóstinum sáluga. Það gekk svona og svona.
Það er fínn andi í fyrstu Krónikunni og ljóst að skútan, sem að mestu er skipuð konum, er vel mönnuð blaðamönnum. það eina sem mér fannst vanta í þetta fyrsta tölublað var heldur meira djúsí efni. Eitthvað nýtt. Kannski kemur það næst. Ég bíð allavega spenntur.
Þetta er svona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook
14.2.2007 | 16:13
Mikilvæg tilkynning til útgefanda dagblaða
Krónikan kemur út í fyrsta sinn í fyrramálið. Fyrir á blaðamarkaði eru fjögur dagblöð; Morgunblaðið, Fréttablaðið, Blaðið og Viðskiptablaðið sem nýlega varð að dagblaði. Þá skilst mér að innan skamms muni DV einnig koma út daglega. Ekki er svo ýkja langt síðan Ísafold bættist við á tímaritamarkaði.
Þetta er dágóður skammtur og líklega ekki margir sem ná að torga öllu þessu lesefni, til viðbótar við allt netlesefnið. Undanfarið hefur læðst að mér sá grunur að útgefendur dagblaða hafi kannski ekki allar þær upplýsingar sem mikilvægt er að búa yfir. Hér er því rétt að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
Útgefendur athugið: Íslendingar eru einungus þrjú hundruð þúsund talsins, ekki þrjár milljónir.
Þetta er svona
12.2.2007 | 22:13
Fylgi á flakki
Ekki er að undra að greinendur skoðanakannana klóri sér í hausnum þessa dagana. Könnunum fer nú fjölgjandi í aðdraganda kosninga en þær allra síðustu hafa sýnt ansi misvísandi niðurstöðu.
Aðeins tvær skýringar eru á því; annað hvort er svona mikið flot á fylginu eða að einhverjar kannanirnar eru beinlínis rangar. Tölfræðin er erfið skepna og vissulega má gera ráð fyrir að einhverjar kannanirnar vísi í vitlausa átt. Aðferðafræðin er misjöfn og skekkjumörk í sumum tilvikum svo víð að tæpast er hægt að alhæfa mikið út frá einstaka könnunum.
En þegar kannanirnar eru lagðar saman má ljóst liggja að í aðdraganda komandi kosninga er óvenju mikið los á fylginu. Fólk er einfaldlega ekki búið að gera upp hug sinn. Aðeins ríflega helmingur aðspurðra treystir sér til að nefna ákveðinn flokk og þeim til viðbótar eru greinilega margir sem svara af lítilli sannfæringu. Flæði fylgis milli flokka sýnir það.
Það verður því spennandi að fylgjast með komandi könnunum. Eins og ég nefndi í pistli fyrir helgi, sem lesa má hér að neðan, þá er það eina sem er víst, að ekkert er víst.
Þetta er svona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook
10.2.2007 | 10:37
Ferskur andblær
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook
9.2.2007 | 09:32
Það eina sem er víst, er að ekkert er víst
Í dag eru 92 dagar til þingiskosninga. Í seinni tíð hefur stjórnmálaástandið sjaldan verið jafnóljóst svo skömmu fyrir kosningar. Það eina sem er víst, er að ekkert er víst.
Þó má greina nokkra þræði. Óvenju margir hópar utan þings eru að bisa við að koma saman framboðslista. Marga vantar pláss. Félagar í Framtíðarlandinu höfnuðu framboðsáformum í atkvæðagreiðslu í fyrrakvöld. Líklga var það skynsamleg ákvörðun. Framtíðarlandið hefur þá áru yfir sér að vera fyrst og fremst vettvangur menningarvita á mölinni. Mér er til efs að hipp og kúl framboð úr 101 Reykjavík geti náð árangri í þingkosningum. Sumir forsprakka félagsins boða eigi að síður framboð undir öðrum merkjum. Þar fara fremst í flokki Ómar Ragnarsson og María Ellingsen. Þá hefur fyrrvendandi krataforinginn Jón Baldvin Hannibalsson gert sig líklegan til hreyfings. Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi frjálslynd, boðar einnig sinn framboðslista. Tveir hópar aldraðra og öryrkja hafa einnig boðað framboð en þar virðist þó allt í upplausn.
Flestir hóparnir segjast vilja breyta ríkjandi ástandi og koma ríkisstjórninni frá völdum. Vandinn er hins vegar sá að sérframboð taka vanalega fylgi frá stjórnarandstöðuflokkunum sem fyrir eru. Á meðan fitna stjórnarflokkarnir eins og púkinn á fjósbitanum. Til viðbótar við þann vanda er íslenska kosningakerfið þannig úr garði gert að stærstu flokkarnir fá hlutfallslega fleiri þingsæti heldur en atkvæðamagn gefur tilefni til. Geir H. Haarde getur því hlegið alla leið í bankann.
Frjálslyndi flokkurinn sá í haust fram á að þurrkast út af þingi og brá á það ógeðfelda ráð að efna til ófriðar við innflytjendur til að framlengja lífdaga flokksins. Eftir að forysta flokksins losaði sig við Margréti Sverrisdóttur er nú ekkert því til fyrirstöðu að flokkurinn taki upp sömu stefnu og þjóðernisflokkarnir í Danmörku og Noregi. Enn er þó óvíst hve mikils fylgis þeir geta vænst.
Framsóknarflokkurinn hefur staðið í stöðugri varnarbaráttu mörg undanfarin ár. Flokkurinn er öróttur af langri stjórnarsetu og hefur yfir sér áru gömlu fyrirgreiðslustjórnmálanna. Svo virðist þó sem flokkurinn geti náð rótfestu sem íhaldssamur hófsemdarflokkur sem skýrskotar til landsbyggðar og þjóðlegra gilda. Hugsanlega getur flokkurinn með því móti togað upp fylgið í kosningabaráttunni.
Vinstri grænir eru á mikilli siglingu nú í aðdraganda kosninga. Einhverra hluta vegna hefur flokkurinn fengið að vera nokkurn veginn í friði með sín mál og fáir beint spjótum sínum að honum. Umhverfismálin hafa einnig lyft flokknum í könnunum en reynslan úr fyrri kosningum sýnir að alls óvíst er að Steingrímur og félagar nái að landa þessu mikla fylgi alla leið ofan í kjörkassana.
Í upptakti kosningabaráttunnar hefur Samfylkingin átt erfiða daga en skoðanakannanir hafa mælt flokkinn langt undir ásættanlegu fylgi. Spjótin hafa staðið á formanninum úr öllum áttum, það virðist orðinn einhvers konar samkvæmisleikur að tala Ingibjörgu Sólrúnu niður. Kannanir sýna að jafnvel þær konur sem leggja mesta áherslu á kvennabaráttu í stjórnmálum ætla að kjósa annað. Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem lengi hefur staðið í fararbroddi kvennabaráttunnar á Íslandi, er eina konan sem á möguleika á að verða forsætisráðherra eftir kosningar, sú fyrsta í sögunni. Er nema von að spurt sé hvað kona þurfi að gera til að hljóta atkvæði kvenna?
Þessi grein birtist í Blaðinu í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook
8.2.2007 | 16:49
Safnþró fallistana
Þetta fer að verða dásamlegur söfnuður í Frjálslynda flokknum. Safnþró manna sem hafa orðið undir í öðrum stjórnmálaflokkum og komast hvergi annars staðar að.
Fyrst fór Gunnar Örlygsson úr flokknum og svo hentu þeir Margreti Sverrisdóttur öfugri út í skiptum fyrir Jón Magnússon sem trekk í trekk hefur gert sífellt örvæntingafyllri atlögu að þingsæti. En ekki gengið.
Næst kom Valdimar Leó sem gjörtapaði í prófkjöri Samfylkingarinnar. Gæfa hans í pólitík hefur ekki verið mikil og í gær fór hann með viðlíka ósannindi í ræðustól í þinginu að Sjónvarpið sá ástæðu til að leiðrétta allt sem hann hafði sagt.
Nýjasta viðbótin er svo Kiddi sleggja sem hingað til hefur hvergi tollað í gjörvallri flóru íslenskra stjórnmálaflokka.
Gæfulegt?
Þetta er svona.
![]() |
Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook
7.2.2007 | 17:11
Geir í góðum gír
Einhverjir hafa verið að kvarta undan því að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, haldi sig heldur til hlés í þjóðmálaumræðunni. Spyrja jafnvel hvort forsætisráðherrann sé týndur?
Ég kvarta ekki undan því.
Það er algjör óþarfi að forsætisráðherra sé hlaupandi fyrir allar myndavélar og gasprandi í hvern hljóðnema sem réttur er að honum.
Raunar virðist mér Geir höndla embættið betur heldur en flestir fyrirrennarar hans. Halldór náði aldrei tiltrú þjóðarinnar á meðan hann sat í þessum stól og í það minnsta helmingur þjóðarinnar þoldi ekki Davíð.
En þrátt fyrir að margir vilji losna við ríkisstjórnina, sem er orðin þaulsetin, þá heyri ég fáa sem amast sérstaklega yfir embættisverkum Geirs sem forsætisráðherra.
![]() |
Boðar frekari umbætur í skattamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook
6.2.2007 | 09:41
Dönum bannað að reykja
Reykingar eru næstum jafntengdar danskri þjóðarsál og öldrykkja og smurbrauðsát. Vei þeim sem reynir að banna Dönum að reykja. Þegar ég var við nám í Kaupmannahöfn var svo gott sem alls staðar reykt. Meira að segja í kennslustofunni í stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarskóla við Rosenborggade. Reglan var sú að það mátti reykja í kennslutímum ef kennarinn leyfði og enginn mótmælti. Allan þann tíma meðan ég var þar við nám vogaði sér ekki nokkur maður að mótmæla.
Þetta er svona.
![]() |
Danskir reykingamenn fá líklega frest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2007 | 23:19
Hafnsækin starfsemi
"Margskonar hafnsækin starfsemi fer nú inn á svæðið." Svona komst fréttamaður Sjónvarps að orði þegar hann sagði frá því að margskonar starfsemi fengi inni í nýrri höfn á Reyðarfirði. Höfnin mun heita Mjóeyrarhöfn. Ekki er ég nú alveg með það á hreinu hvað hafnsækin starfsemi er nákvæmlega, en hafnarstarfsemi er hins vegar vel þekkt starfsemi og hefur lengi verið stunduð á Íslandi.
Þetta er svona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook
5.2.2007 | 10:06
Eitt lítið v
Súrrealískt fyrirbæri þessi mannanafnanefnd. Ég má ekki skíra dóttur mína Siv, ekki einu sinni þótt ég væri sannkristinn Framsóknarmaður og heillaður aðdáandi Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. Það er nefnilega harðbannað að hafa v í Siv. Hins vegar sér þessi opinbera furðunefnd, sem svona föðurlega ræður yfir nöfnum manna, ekkert athugavert við að ég skíri dóttur mína Eufemía, Róbjörg, Líba og Marit.
Nema að þessir nefndarmenn séu bara svona miklir húmoristar, - misskildir að vísu, en húmoristar eigi að síður. Ég átta mig ekki alveg á því, en man að Steingrímur Sævar(r) hló nú ekki þegar hann lýsti viðskiptum sínum við nefndina. Hann mátti nefnilega ekki, ef ég man þetta rétt, hafa seinna r-ið í Sævarr. Man hins vegar ekki hvort Árni Snævarr hafi lent í stælum við mannanafnanefnd með sitt nafn.
Þetta er svona.
![]() |
Róbjörg og Marit færð á mannanafnaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson