7.3.2007 | 11:39
Hvers vegna óttumst við innflytjendur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook
6.3.2007 | 09:58
Hvað með einstæða feður?
Oddný Sturludóttir er með efnilegri stjórnmálamönnum sem nýlega hafa komið hafa fram á svið stjórnmálanna. Í grein í Morgunblaðinu í dag vitnar hún í stefnuyfirlýsingu frá nýafstöðnu ársþingi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Hún segir að Samfylkingin vilji "Bæta stöðu ungra einhleypra mæðra, meðal annars með því að tryggja rétt þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og framfærslustyrk, óháð búsetu." Það er auðvitað gott og gilt að vilja bæta stöðu einstæðra mæðra en hvers vegna vill Samfylkingin ekki líka bæta stöðu ungra einhleypra feðra, meðal annars með því að tryggja rétt þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og framfærslustyrk, óháð búsetu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook
5.3.2007 | 09:35
Hnútuköstin hafin
Hnútuköstin eru hafin milli ríkisstjórnarflokkanna. Það bendir til að stjórnarþingmenn hafi ekki lengur trú á að ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook
4.3.2007 | 09:16
Glapræði
Fór á bókamarkaðinn í Perlunni í gær og keypti sex bækur. Sá þar líka bókina mína, Glapræði, sem kom út fyrir jólin 2005, á spottprís. Þetta er stutt skemmtisaga um ráðviltan embættismann í Reykjavík sem söðlar um í lífi sínu.
Það var annars merkileg reynsla að gefa út skáldsögu, en ég er vanari að fást við fræðiskrif. Umstangið í kringum fræðibækur er allt öðru vísi og lágstemmdara en í skáldskapnum. Það birtust, eftir því sem ég best veit, fjórar umsagnir um Glapræði á sínum tíma í helstu prentmiðlum. Fyrsti dómurinn var mjög loflegur og bókin sögð bráðskemmtileg. Næstu tveir ritdæmendur voru hins vegar gjörsamlega ósammála þeim fyrsta og tættu bókina í sig, sögðu hana alvonda, eða svo gott sem. Vikuna eftir varð ég að ganga um bæinn með hauspoka á höfðinu. Vondu dómarnir höfðu einnig sýnileg áhrif á söluna. Síðasta umsögnin birtist ekki fyrr en eftir jól og var mjög lofsamleg, bókin var sögð virkilega skemmtilegt. Og viti menn, ekki svo löngu eftir áramótin var bókin komin í sjötta sæti á metsölulista Pennans-Eymundson. Sjálfur hef ég ekki hugmynd um hvort góðu dómarnir eða þeir vondu sé réttari lýsing.
En semsé, þeir sem hafa áhuga á að meta það sjálfir geta nú fengið bókina á spottprís á bókamarkaðinum í Perlunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook
2.3.2007 | 09:17
Ísland verður áfram Evrópumeistari í háu matvælaverði
Matvælaverð lækkaði í gær. Það er vissulega rétt að byrja þessa grein á að fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matvælaverð. Ég geri heldur enga athugasemd þótt þessar aðgerðir komi fram fyrst núna, rétt tólf mínútum fyrir kosningar. En því miður er staðreyndin eigi að síður sú að aðgerðirnar eru allt of takmarkaðar. Þær taka alls ekki á hinum eiginlega vanda. Því miður munu þær duga allt of skammt til að koma hér á eðlilegu matvælaverði.
Gott skref ...
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú fela fyrst og fremst í lækkun á virðisaukaskatti og afnámi vörugjalda á fjölmargar vörutegundir. Sem er sannarlega gott skref og í hárrétta átt. Til viðbótar hefur ríkisstjórnin kynnt til sögunnar fjörutíu prósenta lækkun tolla og rýmkum á tollkvótum á sumum innfluttum matvælum.
Tollalækkunin, sem ætti samkvæmt öllu að vera langmikilvægasta aðgerðin, missir því miður marks. Þrátt fyrir að það hljómi óneitanlega vel að lækka tolla um heil fjörutíu prósent þá mun það hafa lítil áhrif. Sú aðgerð er því miður lítið annað en blekking. Tollarnir verða nefnilega eftir sem áður svo háir að innflutningur verður áfram óhagkvæmur. Og þar sem tollkvótarnir eru seldir hæstbjóðanda þá heldur það verðinu áfram uppi. Ókleifir tollamúrar og aðrar innflutningshömlur, sem til að mynda birtast í formi óhemju flókins reglugerðafargans, munu áfram halda matvælaverði of háu á Íslandi.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú eru eiginlega eins og að gefa botlangasjúklingi verkjatöflu þegar uppskurðar er þörf. Það getur verið að verkjataflan slái á óþægindin en hún læknar ekki sjúkdóminn.
... en dugar of skammt
Gerum smá samanburð. Samkvæmt mati Hagstofunnar var verð á matvælum og óáfengum drykkjarvörum á Íslandi 62 prósent yfir meðalverði í Evrópusambandinu árið 2005. Noregur mældist næst á eftir Ísland, 52 prósent yfir meðaltalinu. Sviss kom þar á eftir, 40 prósentum yfir meðaltali. Matvælaverð á þeim Norðurlandanna sem eru í ESB, og Ísland á að geta borið sig saman við, var hins vegar töluvert ódýrara en á Íslandi. Þó reyndust þau öll nokkuð yfir meðaltalsverðinu. Danmörk reyndist 30 prósent yfir meðaltalsverði, enda er virðisaukaskattur þar í landi einkar hár, en matvælaverð í Svíþjóð var hins vegar aðeins tólf prósent af meðaltalsverði í ESB. Í Finnlandi var verðið ívið hærra, eða 16 prósent.
Fyrir lækkunina í gær var Ísland Evrópumeistari í háu matvælaverði. Hagstofan gerir ráð fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú muni lækka matvælaverð um níu prósent. Fjármálaráðherra vonast að vísu til að lækkunin verði meiri, en hans eigin Hagstofa segir það semsé vera óskhyggju hjá ráðherranum. Framangreindur samanburður sýnir að því miður er líklegt að við munum halda hinum vafasama titli þrátt fyrir níu prósenta lækkun í gær.
Ofverndunarárátta
Landbúnaður á Íslandi er líklega ein aflokaðasta atvinnugrein í heimi. Til að mynda eru fáar kjötafurðir sem komast yfir tollamúrana og í gegnum reglugerðafarganið Þetta skrýtna kerfi hefur ekki aðeins skilað einu allra hæsta matvælaverði í heimi heldur eru bændur jafnframt meðal snauðustu starfsstétta landsins. Í því ljósi má spyrja hvort það sé einber tilviljun að landbúnaður er einmitt sá atvinnuvegur á Íslandi sem er hvað lokaðastur gagnvart útlöndum?
Þessi grein birtist í Blaðinu í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook
1.3.2007 | 18:13
Ungdomshuset
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook
28.2.2007 | 12:11
Leiðin til Guantanamo
Sá loksins í gærkvöldi heimildamyndina Leiðin til Guantanamo. Leigði hana á Skjánum sem er by the way frábær þjónusta. Myndin fjallar um breska stráka af pakístönskum uppruna sem Bandaríkjaher tók í misgripum fyrir hryðjuverkamenn í Afganistan og setti svo í fangelsi í Guantanamo búðunum á Kúpu. (Tveir þeirra komu til Íslands fyrir skömmu að kynna myndina). Meðferðin á föngunum einkenndist af fullkomnum skepnuskap amerísku hermannanna. Nánast hreinræktaðri illsku. Engin leið er að kalla meðferðina öðru nafni en pyntingar. Skelfilegar pyntingar. Svo svakalegar að enginn maður kemst heill frá slíkri reynslu. Enginn fanganna í Guantanamo hefur enn verið dæmdur fyrir nokkurn skapaðan hlut og mörg hundruð manns eru þar enn í haldi. Og þurfa enn að þola pyntingar. Líka í dag.
Nú er það svo að ríkisstjórn Íslands studdi - og styður enn - aðgerðir Bandaríkjastjónar í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þrátt fyrir allt það sem nú er vitað hafa íslensk stjórnvöld ekki enn mótmælt framferði Bandaríkjastjórnar. Við Íslendingar, hver fyrir sig, berum ábyrgð á eigin stjórnvöldum. Af þeim sökum er engin leið fyrir okkur að komast undan þeirri sáru staðreynd að við berum líka okkar ábyrgð á þessum skelfilegu pyntingum Bandaríkjahers.
Þetta er svona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook
27.2.2007 | 09:39
Netið og ábyrgð
Meira um Netið og ábyrgð.
Ég sá að Pétur Gunnarsson, huxuður, var um daginn að velta fyrir sér virkni og umgengni innan athugasemdakerfisins sem gjarnan er að finna undir færslum á svona bloggsíðum. Pétur hefur þráfaldlega þurft að eyða út óhróðri og svívirðingum sem settar eru nafnlaust inn á hans eigin síðu.
Þegar ég hóf þetta blogg hafði ég athugasemdakerfið opið enda getur verið skemmtilegt að fá viðbrögð við því sem hér er slengt fram. Vandinn var hins vegar sá að í bland við athyglisverð og á tíðum stórskemmtileg innlegg lesenda var einnig að finna óbótaskammir og svívirðingar sem ýmist voru settar fram undir nanfi eða nafnlaust.
Bloggið er í raun eins og hver annar fjölmiðill og sem ritstjóri síðunnar ber ég því vitaskuld ábyrg á því sem hér stendur. Alveg eins og á við um aðra fjölmiðla. Það var sökum þess að treysti mér ekki til að bera ábyrgð á sumu því sem fólk setti inn á síðuna mína að ég varð að loka athugsemdakerfinu.
Þetta er svona.
26.2.2007 | 15:11
Björn Bjarnason Netlögreglustjóri?
Mér heyrist á fólki að menn sjái Björn Bjarnason einna helst fyrir sér í embætti Netlögreglustjóra Ríkisins sem Steingrímur Jóhann Sigfússon ætlar sér að setja á fót ef hann kemst til valda eftir kosningar í vor. Eins og menn vita þá hefur Björn lengi verið manna áhugasamur um öryggismál og leyniþjónustustarfsemi hverskonar. Svo þekkir Björn líka manna best til netheima á Íslandi, einn elsti bloggari landsins. Þetta steinliggur. Þá segja menn að með þessu móti geti Steingrímur náð þverpólitískri samstöðu um að úthýsa öllum dónskap úr íslenskum tölvum. Það yrði sko alvöru landhreinsun.
Þetta er svona.
26.2.2007 | 10:55
VG vill Netlöggu
Það dásamlega við Netið er að það er stjórnlaust. Hér getur hver maður gert það sem honum sýnist. Establismentið verður til að mynda að búa við að það er pöpullinn sem ræður í netheimum.
Vissulega má finna ýmislegt misjanft á veraldarvefnum. Sumt er jafnvel ólöglegt og á því þarf að taka eins og öllum öðrum glæpum. Þetta eðli netsins gerir einnig að verkum að það þarf að nálgast það með ákveðinni varúð. Foreldrar þurfa til að mynda að leiðbeina börnum sínum framhjá ógnum frumskógarins og svo þurfum við að taka ýmiskonar upplýsingum sem verða á vegi okkar með tiltekinni varúð. Til að mynda er lítið mark takandi á nafnlausum skrifum sem flæða út um allt á öldum netsins. Hér verður hver maður að bera sína ábyrgð.
Almennt er fólk vel í stakk búið til þess vinsa ruslið frá gagnlegu og skemmtilegu efni. Þess vegna er óskiljanlegt að til sé stjórnmálaflokkur á Íslandi í dag sem vill koma á Netlögreglu til að berjast gegn skaðlegu efni. Sannast sagna hélt ég að slík viðhorf hefðu horfið með Ráðstjórnarríknunum sálugu.
Þetta er svona.
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson