Leita í fréttum mbl.is

Gestur í gini ljónsins

Í færslu hér að neðan sagði ég frá nýrri rannsókn sem sýnir að í Evrópu er einna verst fyrir innflytjendur að búa í Danmörku. Sjálfur var ég innflytjandi í Danmörku um nokkurra ára skeið fyrir um áratug. Það var í alla staði ánægjuleg dvöl. Átök innflytjenda og innfæddra voru ekki komin upp á yfirborðið á þeim tíma.

Nú bregður hins vegar svo við að ég fæ tækifæri til að reyna það sjálfur hvort þessi staða hafi breyst eins svakalega og rannsóknin segir til um. Kaupmannahafnarháskóli hefur nefnilega boðið mér stöðu gestafræðimanns við stjórnmálafræðiskor skólans, þar sem ég var einu sinni námsmaður. Ég mun því næsta misserið dvelja með annan fótinn í Kaupmannahöfn við rannsóknir á íslensku þjóðerni og áhrifum þess á stefnu Íslands í utanríkismálum, sérstaklega hvað viðkemur tengslunum við Evrópu. Eitthvað mun ég lika þurfa að kenna.

Það er fleira sem hefur breyst á þeim áratug sem liðinn er síðan ég flutti heim frá Kaupmannahöfn. Í þá tíð voru Íslendingar helst í fréttum fyrir að liggja sem mara á danska velferðarkerfinu en nú eru landar vorir í hópi umsvifamestu viðskiptamanna landsins. Ég á enn ágæta kunningja frá námsárunum í Danmörku sem furða sig á þessari breytingu. Ekki síst þess vegna verður sérstaklega gaman að endurnýja kynnin af lífinu í Kaupmannahöfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband