Leita í fréttum mbl.is

Ítalir sjónvarpa Íslandi

Lengst af var Ísland utan sjóndeildarhrings alþjóðasamfélagsins. En í seinni tíð hef ég orðið var við að erlendir fjölmiðlar eru farnir að sýna landinu síaukinn áhuga. Líkast til vegna þess að fræðasvið mitt liggur í tengslum Íslands og umheimsins er ég oft fenginn til að tala við erlenda fjölmiðla. Þessum heimsóknum hefur snarfjölgað undanfarin misseri. Í dag kom á skrifstofuna til mín vösk sveit ítalskra sjónavarpsmanna sem eru að gera viðamikla heimildarmynd um Ísland og Íslendinga. Þeir voru ansi imponerarir yfir íslensku þjóðfélagi og heimtuðu að vita leyndarmálið á bak við velgengnina. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að mér hafi ekki tekist að útskýra það nægjanlega vel, en Ítalirnir hleyptu mér ekki úr stólnum fyrr en eftir ríflega klukkutíma langa yfirheyrslu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband