28.3.2007 | 10:38
Geir og ég
Eitt eðli blaðamennsku er að draga fram ólík sjónarmið og stilla fram sem andstæðum. Þetta eðili blaðamennskunnar hefur augljósa kosti en einnig galla. Blaðið hefur bæði í gær og í dag gert einum þræði úr bók minni, Opið land, góð skil. Er ég blaðinu þakklátur fyrir það.
Á einum stað í bókinni velti ég fyrir mér hvort persónuleg óvild milli Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins í ríkisstjórn hafi hert Davíð í andstöðunni við aðild að ESB þegar Jón Baldvin fór að tala fyrir að ESB-aðild í aðdraganda þingkosninganna 1995. Þetta er raunar útúrdúr í bókinni, hún fjallar að mestu leyti um allt aðra hluti. En semsé, árið 1990 talaði Davíð fyrir aðild að Evrópubandalaginu (Sjá viðtal Hannesar Hómsteins við Davíð í bókinni Island - Arvet fran Thingvellir sem kom út hjá Timbro útgáfunni í Svíþjóð 1990) en þegar Jón tók upp þá stefnu að sækja beri um ESB-aðild, eftir að EES-samningurinn hafði gengið í gildi árið 1994, var Davíð semsé kominn á aðra skoðun. Var þá á móti ESB-aðild og ósammála Jóni. Síðar átti Davíð eftir að herðast enn í andstöðunni við ESB. Árið 2002 kallaði hann ESB "eitthvert ólýðræðislegasta skriffinnskubákn, sem menn hafa fundið upp." Ég held því fram að þessi harða andstaða við evrópskt samstarf sé að einhverju leyti í mótsögn við hefð Sjálfstæðisflokkins sem lengi var alþjóðasinnaðastur íslenskra stjórnmálaflokka.
Í Blaðinu í gær var ég spurður hvort greina mætti stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokknum nú eftir að skipt hefur verið um forystu. Ég svaraði því til að núverandi forysta flokksins talaði allavega með mildilegri hætti heldur en Davíð og hans menn.
Þessi ummæli mín eru borin undir Geir H. Haarde í Blaðinu í dag en lögð fyrir hann með meira afgerandi hætti en ég hefði kosið. Enda er það eðli blaðamennskunnar að skerpa á andstæðunum. Geir vildi nú ekki kannast við stefnubreytingu í málinu en segir svo að hann sjái heldur enga ástæðu til að munnhöggvast við mig um það. Ég er á sama sinnis. Ég sé enga ástæðu til að munnhöggvast við Geir um þetta atriði. Sannleikurinn er nefnilega sá að mér líkar afskaplega vel við Geir og ber fyrir honum djúpstæða virðingu, bæði sem manni og stjórnmálamanni. Við erum ekki alltaf sammála en staðreyndin er eigi að síður sú að fáir menn eru jafn vel að því komnir að sitja í stóli forsætisráðherra. Ég hef líka lítillega fengið að kynnast Geir persónulega. Þau kynni hafa sannfært mig um að þar fer gegnheill maður og góður leiðtogi fyrir sitt lið.
Þetta er svona.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson