31.1.2007 | 10:25
Fátt bítur á Frjálslyndum
Einhverjir halda því fram að vandræðagangurinn, úlfúðin og óreiðan í Frjálslynda flokknum muni skaða hann í kosningum.
Ég held ekki.
Flokkurinn er nú kominn inn í þekkt mengi skoðanna, flokka sem kenna sig við þjóðernið og amast við innflytjendum. Slíkir flokkar geta búist við um það bil tíund atkvæða í okkar heimshluta, eitthvað misjafnt þó eftir löndum.
Reynslan annarsstaðar frá sýnir að kjósendum slíkra flokka er alveg sama um hvort það sé vandræðagangur, úlfúð og óreiða. Finnst það jafnvel bara betra. Kæra sig kollótta þótt þar sé misjafn sauður í mörgu fé, eins og sagt er.
Og engu skiptir hvað hinum nítíu prósentum finnst, alveg sama hvað menn hneykslast, nítíu prósentin kjósa nefnilega allt aðra flokka.
Þetta er svona.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2007 kl. 11:59 | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson
Athugasemdir
Nú er kominn flokkur hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn - spennandi.
Bjarni G. P. Hjarðar, 31.1.2007 kl. 10:44
Þetta er nefnilega nákvæmlega málið. Þessi hyggja, þjóðernishyggja, er nefnilega misskilin því að í henni felst auðvitað ekki að þjóðernishyggjumaður sé á móti öðrum þjóðum. Í henni felst að þjóðernishyggjumenn vilja vernda sína þjóð. Það virðast Frj.l. ekki setja í samhengi heldur gera út á sömu taugar og KKK gerir til dæmis. Og það eru ódýrar taugar en algengari en menn vilja eða geta áttað sig á.
Gísli Kr Björnsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 11:20
Það væri svo sem ágætt að þið færuð að lesa það sem forystumenn Frjálslynda flokksins skrifa, en ekki bara kasta fram einhverjum frösum sem þið apið upp eftir öðrum.
Sannleiksástin er ekki skársta hlið þeirra sem svona tala. Þið eruð aumkvunarverð sem talið svona án þess að geta fundið orðum ykkar nokkurn stað i raunveruleikanum.
asthildurcesil (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 17:22
Er ansi hrædd um að þetta sé rétt hjá þér. Yfirlýsingar jafnaðarmanna og fleiri um að Dansk folkeparti væri ekki "stueren" (þ.e. ekki í húsum hæfur" höfðu ekkert að segja og sama má segja um alls kyns rugl innan þess flokks. Nú hefur flokkurinn gífurleg áhrif á stjórnarstefnuna enda ver hann hægri stjórnina falli. Reyndar má benda á að ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks - þess sama flokks og telur frjálslynda ekki í húsum hæfa eða í stjórn tæka - tók dönsku innflytjendastefnuna meira og minna hráa upp. Þvílík hræsni.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 31.1.2007 kl. 23:45
Ég sé þetta ekki svona. Það eina sem Frjálslyndir gerðu var að opna umræðuna og vilja stíga varlega til jarðar. Það kom ekki til fyrr en eftir að Magnús Þór opnaði þessa umræðu að vísir að einhveriit stefnu í útlendingamálum. fÞað þarf að taka fastar á þeim, ekki bara til að aðlaga þá sem vilja búa hér heldur líka heldur líka þeirra sem koma hér í von um betra líf. Við megum ekki bara láta reka á riðanum og á endanum verður Ísland orðið að sama helvítinu og þetta fólk er að flýja frá. Þetta er það sem frjálslyndir voru að benda á. Ekkert annað.
Birna M, 1.2.2007 kl. 10:17