Leita í fréttum mbl.is

Fátt bítur á Frjálslyndum

Einhverjir halda því fram að vandræðagangurinn, úlfúðin og óreiðan í Frjálslynda flokknum muni skaða hann í kosningum.

Ég held ekki. 

Flokkurinn er nú kominn inn í þekkt mengi skoðanna, flokka sem kenna sig við þjóðernið og amast við innflytjendum. Slíkir flokkar geta búist við um það bil tíund atkvæða í okkar heimshluta, eitthvað misjafnt þó eftir löndum.

Reynslan annarsstaðar frá sýnir að kjósendum slíkra flokka er alveg sama um hvort það sé vandræðagangur, úlfúð og óreiða. Finnst það jafnvel bara betra. Kæra sig kollótta þótt þar sé misjafn sauður í mörgu fé, eins og sagt er.

Og engu skiptir hvað hinum nítíu prósentum finnst, alveg sama hvað menn hneykslast, nítíu prósentin kjósa nefnilega allt aðra flokka.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Nú er kominn flokkur hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn - spennandi.

Bjarni G. P. Hjarðar, 31.1.2007 kl. 10:44

2 identicon

Þetta er nefnilega nákvæmlega málið. Þessi hyggja, þjóðernishyggja, er nefnilega misskilin því að í henni felst auðvitað ekki að þjóðernishyggjumaður sé á móti öðrum þjóðum. Í henni felst að þjóðernishyggjumenn vilja vernda sína þjóð. Það virðast Frj.l. ekki setja í samhengi heldur gera út á sömu taugar og KKK gerir til dæmis. Og það eru ódýrar taugar en algengari en menn vilja eða geta áttað sig á.

Gísli Kr Björnsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 11:20

3 identicon

Það væri svo sem ágætt að þið færuð að lesa það sem forystumenn Frjálslynda flokksins skrifa, en ekki bara kasta fram einhverjum frösum sem þið apið upp eftir öðrum. 

Sannleiksástin er ekki skársta hlið þeirra sem svona tala.  Þið eruð aumkvunarverð sem talið svona án þess að geta fundið orðum ykkar nokkurn stað i raunveruleikanum.

asthildurcesil (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 17:22

4 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Er ansi hrædd um að þetta sé rétt hjá þér. Yfirlýsingar jafnaðarmanna og fleiri um að Dansk folkeparti væri ekki "stueren" (þ.e. ekki í húsum hæfur" höfðu ekkert að segja og sama má segja um alls kyns rugl innan þess flokks. Nú hefur flokkurinn gífurleg áhrif á stjórnarstefnuna enda ver hann hægri stjórnina falli. Reyndar má benda á að ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks - þess sama flokks og telur frjálslynda ekki í húsum hæfa eða í stjórn tæka - tók dönsku innflytjendastefnuna meira og minna hráa upp. Þvílík hræsni.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 31.1.2007 kl. 23:45

5 Smámynd: Birna M

Ég sé þetta ekki svona. Það eina sem Frjálslyndir gerðu var að opna umræðuna og vilja stíga varlega til jarðar. Það kom ekki til fyrr en eftir að Magnús Þór opnaði þessa umræðu að vísir að einhveriit stefnu í útlendingamálum. fÞað þarf að taka fastar á þeim, ekki bara til að aðlaga þá sem vilja búa hér heldur líka heldur líka þeirra sem koma hér í von um betra líf. Við megum ekki bara láta reka á riðanum og á endanum verður Ísland orðið að  sama helvítinu og þetta fólk er að flýja frá. Þetta er það sem frjálslyndir voru að benda á. Ekkert annað.

Birna M, 1.2.2007 kl. 10:17

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband