Leita í fréttum mbl.is

Útgáfudagurinn

Einhverjir hafa veriđ ađ biđja um upplýsingar um bókina mína Opiđ land, sem formlega kemur út í dag. Skrudda hefur sett upp upplýsingasíđu um bókina hér.

Var annars ađ fatta ţađ ađ ég hef sent frá mér bók annađ hvert ár ţađ sem af lifir öldinni. Haustiđ 2001 kom út bókin Ísland í Evrópu, sem var einskonar greining á mögulegum samningsmarkmiđum Íslands í ađildarviđrćđum viđ ESB. Ég ritstýrđi bókinn en tólf ađrir höfundar áttu efni í henni ásamt mér. Fyrsta bókin sem ég skrifađi sjálfur kom út hjá Háskólaútgáfunni haustiđ 2003. Ţađ var bókin Evrópusamruninn og Ísland, leiđavísir um samrunaţróun Evrópu og stöđu Íslands í evrópsku samstarfi. Haustiđ 2005 kom svo út eftir mig skáldsagan Glaprćđi hjá Skruddu forlagi. (Ég bloggađi um ţá bók um daginn í ţessari fćrslu hér.) Í dag kemur svo út bókin Opiđ land - stađa Íslands í samfélagiđ ţjóđanna, einnig hjá Skruddu.

Ţetta er svona.


Sitji guđs englar

Fórum öll fjölskyldan á leikritiđ Sitji guđs englar í Ţjóđleikhúsinu núna seinni partinn í dag. Leikritiđ er einskonar yfirlit úr verkum Guđrúnar Helgadóttur og bregđur upp áhugaverđri mynd af lífinu á Íslandi á stríđsárunum. Sýningin höfđađi jafnt til yngstu og elstu međlima fjölskyldunnar. En verkiđ sýnir ţó fyrst og fremst ađ Guđrún Helgadóttir er snillingur, og ómetanleg menningarverđmćti fyrir ţjóđina.

Afmćli Evrópu

Ein nördaleg athugasemd. Í dag er hálf öld síđan Rómarsáttmáli Evrópusambandsins var undirritađur. Mikil hátíđahöld eru af ţessu tilefni. Raunar er réttara ađ tala um Rómarsáttmálann í fleirtölu ţví sáttmálarnir eru tveir. Annars vegar sáttmálinn um Efnahagsbandalag Evrópu og hins vegar veigaminni sáttmáli um stofnun Kjarnorkubandalags Evrópu. Í sumum fjölmiđlum hefur veriđ sagt ađ Rómarsáttmálarnir marki upphaf ţess Evrópusambands sem viđ ţekkjum í dag. Ţađ er ekki alveg rétt. Áriđ 1952 tók Parísarsáttmálinn um Kola- og stálbandalag Evrópu gildi. Sömu sex ríki á meginlandi Evrópu sem undirrituđu Rómarsáttmálann fyrir hálfri öld stóđu ađ honum. Evrópusambandiđ er ţví ekki 50 ára, heldur 55 ára.

Ţetta er svona.


Gripurinn

Jćja, ţá er gripurinn kominn út. Mér skilst ađ forlagiđ (Skrudda) sé ađ dreifa bókinni í búđir núna um helgina. Hér til hliđar má sjá mynd af bókarkápunni. Opiđ land

Stefán Einarsson hannađi kápuna.

Kynningin á bókinni er einhvern vegin svona:

Í bókinni eru tengsl Íslands viđ umheiminn skođuđ út frá víđu sjónarhorni.  Fjallađ er um  meginţrćđi í utanríkisstefnu Íslands, međal annars um tengslin yfir Atlantshafiđ
og stöđu Íslands í Evrópusamrunanum.
Einnig er rćtt um afstöđuna til hnattvćđingar, innflytjenda, búfjötra og stöđu tungunnar svo nokkur sviđ samfélagsins séu nefnd.

Í bókinni er spurt um afstöđu Íslendinga til erlends samstarfs:
Hvar á Ísland heima?
Hver er stađa landsins í samfélagi ţjóđanna?
Hvers vegna hafa Íslendingar veriđ tregir í taumi í evrópskri samvinnu?
Hafa tengslin viđ Bandaríkin rofnađ eftir ađ herinn fór?
Af hverju óttumst viđ hnattvćđingu, innflytjendur, erlendar tungur og innflutt matvćli?


Yfirlýsingaflóđiđ

Ég veit ekki alveg hvađ mér á ađ finnast um allt ţetta yfirlýsingaflóđ sem flćđir einhvern vegin út um allt í kringum Baugsmálaferlin. Saklausum blađalesendum er drekkt í ţessu nánast á hverjum degi. Samt skilur enginn neitt í neinu. Nema ađ ţessu fólki líkar ekkert sérstaklega vel viđ hvert annađ. En nýjasta yfirlýsingin, Ku, er svo skemmtilega afundin ađ mađur getur eiginlega ekki annađ en glott út í annađ.


mbl.is Yfirlýsing frá Davíđ Oddssyni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Múgmenniđ

Má til međ ađ benda á feikilega áhugverđa grein í miđopnu Morgunblađsins. Í greininni fjallar Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti, um endlok múgmennisins. Hún heldur ţví fram ađ gagnrýniđ hugsandi fólk sé ađ taka viđ tuttugustu og fyrstu öldinni af fávísum gráđugum múgnum sem ráđiđ hafi lögum og lofum á tuttugustu öldinni. Greinin er raunar skrifuđ sem einhvers konar stuđningsyfirlýsing viđ Íslandshreyfingu Ómars, en inntak hennar er svo sem ekkert verra fyrir ţađ.

Búmerang Obama

Neikvćđar auglýsingar í stjórnmálum geta haft öfug áhrif. Myndbandiđ afdrifaríka er hér.
mbl.is Skuggi fellur á frambođ Obamas vegna auglýsingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Opiđ land

Glöggir lesendur Fréttablađsins hafa ef til vill tekiđ eftir mola í blađinu í dag ţar sem segir ađ ég sé ađ leggja lokahönd á nýja bók. Raunar eru nokkrar vikur síđan bókin, sem heitir Opiđ land, fór í lokavinnslu hjá útgefanda mínum, Skruddu útgáfu. Ţeir Skruddumenn láta prenta bćkur sínar í Finnlandi og mér skilst ađ skipiđ međ upplagi bókarinnar sé ţegar ţetta er skrifađ ađ sigla inn í höfnina í Reykjavík. Bókin átti upprunalega ađ koma út í fyrradag, 20. mars, á fjögurra ára afmćli innrásarinnar í Írak. En vegna seinkunnar í hafi af völdum óveđurs mun hún úr ţessu ekki koma út fyrr en á fimmtíu ára afmćli Rómarsáttmála Evrópusambandsins, sem er núna á sunnudaginn, 25. mars. En í bókinni er bćđi fjallađ um ţátt Íslands í Íraksstríđinu og ţátttökuleysi í Evrópusambandinu. Einning er rćtt um afstöđu okkar Íslendinga til innflytjenda, hnattvćđingar, erlendra matvćla og samkruls íslenskunnar viđ erlendar tungur. Ađ grunni til er ţessi bók einhvers konar tilraun til ađ skýra stöđu Íslands í samfélagi ţjóđanna og varfćrna afstöđu okkar Íslendinga til umheimsins. Bókin ćtti allavega ađ vera komin í búđir á mánudag. Segi kannski meira frá henni síđar.


Fađir krónprinsessunnar er látinn

Aftenposten segir frá ţví ađ fađir Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, Sven O. Hřiby, er látinn. Ţegar ég bjó í Noregi fyrir nokkrum árum flutti ég vikulega pistla í morgunsjónvarpi Stöđvar 2 og ţurfti nokkrum sinnum ađ greina frá samskiptavandrćđum ţeirra feđgina. Eftir ađ Mette-Marit giftist inn í norsku konungsfjölskyldunna gerđist fađir hennar, vandrćđagemsi og drykkjuhrútur, helsti heimildarmađur slúđurpressunnar og lak ýmsu misjöfnu um einkahagi prinsessunnar. Var međal annars á launum viđ ţetta hjá Séđ og Heyrt ţeirra Norđmanna um tíma. Sven var ansi litríkur karakter og hélt ţví alltaf fram ađ fjölmiđlar hefđu fyrst og fremst áhuga á honum sem persónu en ekki sem föđur krónprinsessunnar. Ţađ var auđvitađ fráleitt en sjálfum ţótti mér hann mun áhugaverđari karakter heldur en ţetta kóngaslekti allt saman. Frómt frá sagt er ţađ upp til hópa leiđindapakk. Sven gaf lífinu í Noregi lit. Blessuđ sé minnig hans.

Sjá frétt Aftenposten: http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1701202.ece


Hin feiga skepna

Klárađi Hina feigu skepnu eftir Philip Roth í gćr. Bókin fjallar um óforbetranlegan kvennabósa á sjötugsaldri sem getur ekki látiđ pils ungra stúlkna í friđi. Ađ ţessu leyti fjallar bókin um eina helstu bannhelgi okkar tíma. Ţetta er lipurlega skrifuđ saga, eins og Roth er von og vísa, og heldur manni svosem ágćtlega. Einnig kostur hvađ hún er stutt. Ég er nú samt ekki jafnhrifinn og margir ađrir. Finnst hún svo sem fín, en ekkert mikiđ meira en ţađ. Sagt er ađ Roth beri höfuđ og herđar yfir ađra samtímahöfunda í Bandaríkjunum. Af ţessari bók ađ dćma lćt ég ţađ nú alveg vera. En hann er í ţađ minnsta áhugaverđur, ţađ má hann eiga. Ţess vegna ćtla ég ađ halda mig viđ Roth ađeins lengur. Eftir ađ ég klárađi Hina feigu skepnu í gćrkvöldi teygđi ég mig eftir annarri bók eftir hann sem ég átti uppi í hillu. Ţađ er stórvirkiđ stórvirkiđ The plot against America. Meira um hana síđar.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband