Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Austur-Evrópska samsærið

Jæja, þá er söngurinn um Austur-Evrópska samsærið hafinn á ný. Nafni komst ekki áfram og það skal vera Austur-Evrópu liðinu að kenna. Staðreyndin er sú að það eru miklu fleiri ríki í Austur-Evrópu heldur en í Vestur-Evrópu. Mér sýnist að hlutfall ríkja í úrslitakeppninni á laugardag sé nokkuð rétt milli Austur- og Vestur-Evrópu ef mið er tekið af fjölda ríkjanna.
mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

End of an era

Framan af ferlinum var Tony Blair eins og blautur draumur frjálslyndra jafnaðarmanna. Síðan varð hann Íraksstríðinu að bráð. Þau eru orðin ansi mörg fórnarlömb Íraksstríðsins sem hafa hrökklast úr stólum í stríðsviljugum þjóðum.
mbl.is Blair mun segja af sér sem forsætisráðherra 27. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að gerast

Er ekki hægt að slá því föstu að vorið sé komið? Allavega góðir dagarnir þessa vikuna. Þessa dagana er líka allt að gerast í þjóðfélaginu. Evróvision í kvöld, alþingiskosningar á laugardag og West Ham dramatíkin á sunnudag. Hvernig ætli lífið verði eiginlega eftir helgi?


Skipt um skoðun

Ég hef skipt um skoðun varðandi húsin sem brunnu við Austurstræti og Lækjartorg. Hús Jörundar hundadagakonungs er farið og húsið við Lækjargötu er afar illa farið. Það væri fáránlegt að láta sem ekkert hefði í skorist og byggja eins. Þetta voru hvort eða er ónýtir kofar. Asnalegt að byggja eftirlíkingu af einhverju sem hvort eð er var ekkert merkilegt. Það sést þegar maður skoðar svæðið nú eftir brunann. Nú þarf að nota tækifærið og byggja hátt og vel, þannig að falli að umhverfinu. Fáum færustu arkitekta heims til verksins. Við höfum tækifæri til að búa til enn betri miðbæ. Nýtum það.

Játning

Í ljósi framanfarandi færslna kann þessi játniing að koma einhverjum á óvart. Einnig í ljósi þess að ég er jú stjórnmálafræðingur og allt það. Játningin er þessi: mér leiðast skoðanakannanir. Allavega þegar þær eru svona tíðar. Skoðanakannanir geta vissulega veitt gagnlegar upplýsingar en það má einnig halda því fram að skoðanakannanafárið eins og það hefur verið undanfarnar vikur eyðileggi bráðnauðsynlega málefnaumræðu í aðdraganda kosninga. Þetta er allavega vandmeðfarið.

Kjósendur gera upp hug sinn

Þessi skoðanakönnun sýnir að sá mikli fjöldi sem verið hefur óákveðinn í síðustu könnunum er óðum að gera upp hug sinn fyrir kosningarnar. Aðeins fjórtán prósent samtals eru nú óákveðnir, neita að svara eða ætla að skila auðu. Athyglisvert er að Samfylkingin bætir við sig fylgi í hverri könnuninni á fætur annarri. Flokkurinn er þó enn nokkuð frá kjörfyldi. Framsókn fer upp frá því í gær en nær þó ekki upp í sama fylgi og í síðustu viku. Kannski að stóra Jónínumálið hafi aðeins tímabundin áhrif. VG sígur hægt en örugglega niður aftur eftir að hafa farið með himinskautum undanfarnar vikur og mánuði. Sjálfstæðisflokkur hefur mælst hátt undanfarið og því ekki að undra að fylgið sígi aðeins. Annars er þetta allt eftir bókinni.
mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í framsókn?

Búist var við að Framsóknarflokkurinn myndi heldur rétta úr kútnum á lokaspretti kosningabaráttunnar. Hugsanlega má skýra niðursveiflu flokksins milli kannana Gallup nú með tveimur vandræðamálum sem flokkurinn hefur þurft að glíma við að undanförnu. Flokknum hefur verið legið á hálsi að hygla sínum um of. Því getur verið að skipun Páls Magnússonar í stól stjórnarformanns Landsvirkjunar og mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz hafi stöðvað framsókn Framsóknarflokksins núna rétt fyrir kosningar. Spennandi verður að sjá hvort flokkurinn nái að hrista þessi mál af sér og brjóta sér leið yfir tíu prósenta múrinn.
mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt bandalag

Nýr stjórnmálaflokkur, Nytt Alliance, sem gæti útlagst Nýtt bandalag á íslensku, kemur nú æðandi inn í danskt stjórnmálalíf. Í nýrri skoðanakönnun sem birt var í dag kemur fram að ellefu prósent kjósenda ætla örugglega eða líklega að kjósa flokkinn. 21 prósent til viðbótar gætu hugsað sér að kjósa flokkinn (mögulega eða mögulega ekki). Það er rithöfundurinn og innflytjandinn Nasher Khader, fæddur á Sýrlandi, sem fer fyrir þessari nýju stjórnmálahreyfingu. Khader hefur fram að þessu starfað innan Radikale Venstre. Áhrifafólk úr Íhaldsflokknum er einnig að finna innan raða flokksins. Flokkurinn staðsetur sig við miðju en segist ætla að skipa sér í fylkingu hægri flokka í Danmörku. Stjórnmálaskýrendur telja líkur á að flokkurinn geti hrist upp í flokkakerfi Danmerkur. Það verður spennadi að fylgjast með framhaldinu.

Le Figaro

Erlendir blaðamenn halda áfram að streyma til landsins. Í dag vildi blaðamaður franska stórblaðsins Le Figaro vita hvers vegna Íslendingar vilja ekki taka þátt í Evrópusambandinu. Við sátum á Segafredo áðan og ég reyndi í löngu máli að útskýra fyrir blaðakonunni að Ísland taki nú þegar þátt í flestum samstarfssviðum ESB í gegnum EES-samninginn. Það kom henni á óvart.

Stóra Jónínumálið

Ég á voðalega erfitt með að fordæma Jónínu Bjartmars fyrir að ýta tengdadóttur sinni yfir þröskuld ríkisborgararéttarins (ef hún hefur gert það). Það er að segja; ég er alls ekki andvígur því að þessi stúlka fái ríkisborgararétt. Skandallinn er ekki að hún fái að vera Íslendingur. Skandallinn er að svo óskaplega margir aðrir, alveg jafnverðskuldandi, fá ekki að vera Íslendingar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband