Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Rangar upplýsingar og alvarlegar afleiðingar

Í auglýsingunni sem Frjálslyndi flokkurinn birti gegn innflytjendum í Fréttablaðinu í gær er því haldið fram að í EES-samningnum sé til undanþáguákvæði sem samið hafi verið um á sínum tíma og varði "innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES." Þetta er ekki rétt. Engin slík undanþága er til. Hins vegar létu íslensk stjórnvöld fylgja með samningnum einhliða yfirlýsingu um beitingu öryggisráðstafanna ef samningurinn hefði í för með sér grundvallarröskun á íslensku þjóðfélagi. Þessi einhliða yfirlýsing íslensku ríkisstjórnarinnar er svona:

"Vegna einhæfs atvinnulífs og fámennis lýsir Ísland þeirri túlkun sinni að það geti í samræmi við skyldur sínar samkvæmt samningnum gripið til öryggisráðstafana ef af framkvæmd samningsins leiðir einkum:
— alvarlega röskun jafnvægis á vinnumarkaði vegna meiri háttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum; eða
— alvarlega röskun jafnvægis á fasteignamarkaði."

Þessi yfirlýsing var hugsuð sem neyðarréttur. Engin slík neyð hefur skapast á Íslandi sem getur réttlætt að Ísland grípi til einhliða aðgerða og takmarki rétt fólks frá EES-svæðinu til að starfa hér á landi. Ef Ísland myndi eigi að síður grípa til slíkra aðgerða er næsta víst að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndi svara með því að þrengja með sama hætti að atvinnuréttindum Íslendinga í Evrópu. Íslendingar sem starfa í Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi, Tékklandi og Póllandi geta því farið að pakka saman ef Frjálslyndi flokkurinn kemst til valda 12. maí.

Ef þessi þróun fer á annað borð af stað þá uppfyllir EES-samningurinn ekki lengur kröfur um einsleitni á öllu EES-svæðinu, sem er algert frumskilyrði í samningnum, og myndi smám saman trosna upp og að lokum hætta að virka. Sú aðgerð sem Frjálslyndi flokkurinn boðar í auglýsingunni jafngildir því uppsögn EES-samningsins.

Þetta er svona.


Danska er ekki tungumál

Þetta er eitt allra fyndnasta myndskeið sem ég hef nokkurn tíman séð. Sjá hér.

Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, mikill áhrifamaður í Framsóknarflokknum, fjallar um bókina mína, Opið land, á vef sínum. Sýnist hann nokkuð jákvæður. Sjá hér.

« Fyrri síða

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband