Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
12.3.2007 | 22:56
Fiskurinn eða fullveldið?
Tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla er komið út.
Ritið kemur út einu sinni á ári í pappírsformi en í
því er að finna fræðigreinar sem hafa komið úr í
vefútgáfu ritsins (www.stjornmalogstjornsysla.is)
árið áður.
Að þessu sinni er að finna ellefu ritrýndar greinar í tímaritinu sem birtust í vefritinu árið 2006. Ein er eftir mig og heitir Fiskurinn eða fullveldið, hvað skýrir ólík tengsl Íslands og hinna Norðurlandanna við Evrópusamrunann?
Vefútgáfu greinarinnar má nálgast hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook
12.3.2007 | 11:04
Erindi berindi
Hugvísindaþingið, sem haldið var í HÍ á föstudag og laugardag, tókst afskaplega vel. Mér þóttu erindi félaga minna í málstofu um innflytjendamál sérstaklea áhugaverð. Ástríður Stefánsdóttir fjallaði um reynslu sína við að meðhöndla sjúklinga úr hópi innflytjenda og Unnur Dís Skaptadóttir fjallaði um sjálfsmynd innflytjenda á Íslandi, hvernig það er að lifa á teimur stöðum í einu. Ég fjallaði hins vegar um afstöðu okkar Íslendinga til innflytjenda og spurði: Hvers vegna óttumst við innflytjendur?
Ég fór svo í Silfur Egils á sunnudag til að tala um erindið. Mætti þar Magnúsi Þór Hafsteinssyni sem sat í stúdíóinu þegar ég kom inn. Það er alltaf erfiðara að koma upplýsingum á framfæri þegar maður þarf að þrasa við pólitískusa í leiðinni. Þeir sem hafa áhuga geta nálgast glærunar úr fyrirlestrinum hér.
10.3.2007 | 12:38
Hayek
Hvernig er það, er þessi stúlka ekkert skyld Friedrich August von Hayek? Kannski barnabarn nóbelsverðalaunahafans? Sem kunnugt er var von Hayek einn áhrifamesti fræðimaður austurríska skólans, svokallaða, sem var einskonar varnarþing frjálshyggjumanna í hagfræði?
Hannes hlýtur að vita þetta.
Hayek trúlofuð og á von á barni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook
9.3.2007 | 11:37
Innflytjendur - Málstofa Ritsins - Stofa 207
Málstofan sem ég mun tala í á Hugvísindaþinginu er í stofu 207 í aðalbyggingu HÍ. Á morgun 10 mars, 14.3016.00. Það er Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, sem stendur fyrir þessari málstofu um málefni innflytjenda. Síðar mun koma út þemahefti Ritsins um innflytjendamál með greinum eftir þátttakendur málstofunnar.
Dagskráin er svona.
Ástríður Stefánsdóttir: Læknir á innflytjendamóttöku
Eiríkur Bergmann Einarsson: Hvers vegna óttumst við innflytjendur?
Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska: Líf á tveimur stöðum
Fundarstjóri: Gauti Kristmannsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook
8.3.2007 | 22:19
Farðu þá bara
Björgólfur Thor Björgólfsson er ósáttur við að fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás fái ekki að gera upp í erlendri mynt, eins og til stóð. Björgólfur sagði að þessi ákvörðun stjórnvalda gæti leitt til þess að hagkvæmara væri fyrir fyrirtækið að flytja til Írlands eða Bretlands. Fjármálaráðherra var inntur viðbragða við þessum tíðindum í tíufréttum Sjónvarps núna áðan. Efnislega sagði fjármálaráðherrann við þennan umsvifamesta viðskiptamann landsins: Farðu þá bara. Einhverjir hafa verið að halda því fram að Sjálfstæðismenn séu farnir að líta Vinstri græna hýru auga í aðdraganda komandi kosninga. Ég veit svo sem ekki um það, en Ögmundur hlýtur alla vega að vera ánægður með fjármálaráðherrann núna.
Þetta er svona.
8.3.2007 | 19:51
Leikrit ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin hefur undanfarna daga boðið kjósendum upp á dulítið leikrit. Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og verið gagnrýndur fyrir að vera of leiðitamur Sjálfstæðisflokkum í ríkisstjórn. Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn hafi fengið leyfi til að nota lítilsháttar ágreining um stjórnarskrárákvæði um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindum til að sýna kjósendum fram á sjálfstæði sitt í ríkisstjórnarsamstarfinu. Til að látast vera harður á sínu. Til að sýna fram á að flokkurinn er ekki bara taglhnýtingur íhaldsins. Allur gangur málsins vekur manni grun um að aldrei hafi verið nokkur alvara í þessu máli. Hvorki hjá forystumönnum Framsóknar né forystumönnum Sjálfstæðisflokks. Skýringuna á þessum lauflétta ærslaleik sem settur var á svið stjórnmálanna örskamma stund má kannski finna í þeirri oggulitlu staðreynd að það eru kosningar í nánd.
Þetta er svona.
Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2007 | 11:47
Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?
Vísindavefurinn er með skemmtilegustu vefsvæðum sem rekin eru hér á landi. Fólk spyr um allt milli himins og jarðar og fræðimenn svara af bestu getu. Ég hef tekið að mér nokkur svör á vefnum. Spurningarnar eru um aðskiljanlegustu efni. Nýlega vildi einn fyrirspyrjandndi til að mynda fá að vita hvað það merkir að vera á kojufylliríi. Ekki stóð á svari sem lesa má hér.
Þetta er svona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook
7.3.2007 | 11:39
Hvers vegna óttumst við innflytjendur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook
6.3.2007 | 09:58
Hvað með einstæða feður?
Oddný Sturludóttir er með efnilegri stjórnmálamönnum sem nýlega hafa komið hafa fram á svið stjórnmálanna. Í grein í Morgunblaðinu í dag vitnar hún í stefnuyfirlýsingu frá nýafstöðnu ársþingi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Hún segir að Samfylkingin vilji "Bæta stöðu ungra einhleypra mæðra, meðal annars með því að tryggja rétt þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og framfærslustyrk, óháð búsetu." Það er auðvitað gott og gilt að vilja bæta stöðu einstæðra mæðra en hvers vegna vill Samfylkingin ekki líka bæta stöðu ungra einhleypra feðra, meðal annars með því að tryggja rétt þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og framfærslustyrk, óháð búsetu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook
5.3.2007 | 09:35
Hnútuköstin hafin
Hnútuköstin eru hafin milli ríkisstjórnarflokkanna. Það bendir til að stjórnarþingmenn hafi ekki lengur trú á að ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson