Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
24.3.2007 | 13:29
Gripurinn
Jæja, þá er gripurinn kominn út. Mér skilst að forlagið (Skrudda) sé að dreifa bókinni í búðir núna um helgina. Hér til hliðar má sjá mynd af bókarkápunni.
Stefán Einarsson hannaði kápuna.
Kynningin á bókinni er einhvern vegin svona:
Í bókinni eru tengsl Íslands við umheiminn skoðuð út frá víðu sjónarhorni. Fjallað er um meginþræði í utanríkisstefnu Íslands, meðal annars um tengslin yfir Atlantshafið
og stöðu Íslands í Evrópusamrunanum.
Einnig er rætt um afstöðuna til hnattvæðingar, innflytjenda, búfjötra og stöðu tungunnar svo nokkur svið samfélagsins séu nefnd.
Í bókinni er spurt um afstöðu Íslendinga til erlends samstarfs:
Hvar á Ísland heima?
Hver er staða landsins í samfélagi þjóðanna?
Hvers vegna hafa Íslendingar verið tregir í taumi í evrópskri samvinnu?
Hafa tengslin við Bandaríkin rofnað eftir að herinn fór?
Af hverju óttumst við hnattvæðingu, innflytjendur, erlendar tungur og innflutt matvæli?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook
23.3.2007 | 17:54
Yfirlýsingaflóðið
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um allt þetta yfirlýsingaflóð sem flæðir einhvern vegin út um allt í kringum Baugsmálaferlin. Saklausum blaðalesendum er drekkt í þessu nánast á hverjum degi. Samt skilur enginn neitt í neinu. Nema að þessu fólki líkar ekkert sérstaklega vel við hvert annað. En nýjasta yfirlýsingin, Ku, er svo skemmtilega afundin að maður getur eiginlega ekki annað en glott út í annað.
Yfirlýsing frá Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook
23.3.2007 | 09:55
Múgmennið
22.3.2007 | 13:43
Búmerang Obama
Skuggi fellur á framboð Obamas vegna auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook
22.3.2007 | 10:46
Opið land
Glöggir lesendur Fréttablaðsins hafa ef til vill tekið eftir mola í blaðinu í dag þar sem segir að ég sé að leggja lokahönd á nýja bók. Raunar eru nokkrar vikur síðan bókin, sem heitir Opið land, fór í lokavinnslu hjá útgefanda mínum, Skruddu útgáfu. Þeir Skruddumenn láta prenta bækur sínar í Finnlandi og mér skilst að skipið með upplagi bókarinnar sé þegar þetta er skrifað að sigla inn í höfnina í Reykjavík. Bókin átti upprunalega að koma út í fyrradag, 20. mars, á fjögurra ára afmæli innrásarinnar í Írak. En vegna seinkunnar í hafi af völdum óveðurs mun hún úr þessu ekki koma út fyrr en á fimmtíu ára afmæli Rómarsáttmála Evrópusambandsins, sem er núna á sunnudaginn, 25. mars. En í bókinni er bæði fjallað um þátt Íslands í Íraksstríðinu og þátttökuleysi í Evrópusambandinu. Einning er rætt um afstöðu okkar Íslendinga til innflytjenda, hnattvæðingar, erlendra matvæla og samkruls íslenskunnar við erlendar tungur. Að grunni til er þessi bók einhvers konar tilraun til að skýra stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og varfærna afstöðu okkar Íslendinga til umheimsins. Bókin ætti allavega að vera komin í búðir á mánudag. Segi kannski meira frá henni síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook
21.3.2007 | 17:22
Faðir krónprinsessunnar er látinn
Aftenposten segir frá því að faðir Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, Sven O. Høiby, er látinn. Þegar ég bjó í Noregi fyrir nokkrum árum flutti ég vikulega pistla í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og þurfti nokkrum sinnum að greina frá samskiptavandræðum þeirra feðgina. Eftir að Mette-Marit giftist inn í norsku konungsfjölskyldunna gerðist faðir hennar, vandræðagemsi og drykkjuhrútur, helsti heimildarmaður slúðurpressunnar og lak ýmsu misjöfnu um einkahagi prinsessunnar. Var meðal annars á launum við þetta hjá Séð og Heyrt þeirra Norðmanna um tíma. Sven var ansi litríkur karakter og hélt því alltaf fram að fjölmiðlar hefðu fyrst og fremst áhuga á honum sem persónu en ekki sem föður krónprinsessunnar. Það var auðvitað fráleitt en sjálfum þótti mér hann mun áhugaverðari karakter heldur en þetta kóngaslekti allt saman. Frómt frá sagt er það upp til hópa leiðindapakk. Sven gaf lífinu í Noregi lit. Blessuð sé minnig hans.
Sjá frétt Aftenposten: http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1701202.ece
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook
21.3.2007 | 09:50
Hin feiga skepna
Kláraði Hina feigu skepnu eftir Philip Roth í gær. Bókin fjallar um óforbetranlegan kvennabósa á sjötugsaldri sem getur ekki látið pils ungra stúlkna í friði. Að þessu leyti fjallar bókin um eina helstu bannhelgi okkar tíma. Þetta er lipurlega skrifuð saga, eins og Roth er von og vísa, og heldur manni svosem ágætlega. Einnig kostur hvað hún er stutt. Ég er nú samt ekki jafnhrifinn og margir aðrir. Finnst hún svo sem fín, en ekkert mikið meira en það. Sagt er að Roth beri höfuð og herðar yfir aðra samtímahöfunda í Bandaríkjunum. Af þessari bók að dæma læt ég það nú alveg vera. En hann er í það minnsta áhugaverður, það má hann eiga. Þess vegna ætla ég að halda mig við Roth aðeins lengur. Eftir að ég kláraði Hina feigu skepnu í gærkvöldi teygði ég mig eftir annarri bók eftir hann sem ég átti uppi í hillu. Það er stórvirkið stórvirkið The plot against America. Meira um hana síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook
20.3.2007 | 12:32
Börkur í Bagdat
Börkur Gunnarsson, félagi minn, er í hádegisviðtalinu á Stöð 2 að segja frá reynslu sinni þegar hann var upplýsingafulltrúi hjá NATO í Bagdat. (Já, ég er enni foreldraorlofi og hef því tíma til að horfa á hádegissjónvarpið). Tilefnið er að fjögur ár eru nú frá innrás Bandaríkjanna í Írak. Eins og Börkur getur manna best lýst er allt í kalda kolum í landinu í dag. Hroðalegt ástand og miklu verra heldur þegar fanturinn hann Saddam var við völd. Í upphafi skyldi endinn skoða.
Þetta er svona.
20.3.2007 | 11:52
Vonandi aldrei hér
Deildarforseti í kínverskum háskóla rekinn eftir reiðilestur á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 10:26
Fyrirsjáanlegt
Þessi niðurstaða er í öllum aðalatriðum í samræmi við það sem ég spáði í grein í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum VII, sem kom út í tengslum við ráðstefnuna Þjóðarspegillinn í Háskóla Íslansds, í október í haust. Greinin heitir Ísland greiðir fyrir stækkun ESB.
http://www.bifrost.is/kennarar/2006/default.asp?sid_id=28309&tId=1
Senn samið um EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson