Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
10.10.2007 | 20:00
Peningar og völd, ástir og svik
Stóra REI málið hefur tekið merkilega snúninga seinni partinn í dag. Dagur hefur í dag beint allri sinni gagnrýni að borgarstjóra, en hefur hins vegar látið Björn Inga alveg í friði. Samt er það Bingi, en ekki Vilhjálmur, sem var í stjórn REI að stússast með þessa lista um kauprétt gæðinganna. Það vekur sömuleiðis eftirtekt að Bingi hefur í dag miklu heldur gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn, samstarfsmenn sína, heldur en minnihlutann. Þetta virðist semsé ætla að verða skemmtilegasta sápuópera, dramatík, spenna, peningar, völd, svik og örlög einstaklinga. Nú vantar bara að koma upp um klassískan ástarþríhyrning til að fullkomna farsann.
9.10.2007 | 16:52
Trúnaðarbrestur er stórt orð
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því þannig að trúnaðarbrestur hafi orðið í meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Trúnaðarbresturinn klýfur meirihlutann í tvennt. Öðru megin eru borgarstjóri, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og trúnaðarmenn þeirra. Hinum megin brestsins eru aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, - og eiginlega allir forystumenn beggja flokka á landsvísu. Trúnaðarbrestur er stórt orð og ljóst að það mun ekki gróa um heilt á næstunni. Sama hvað menn segja í fjölmiðlum.
Einhverra hluta vegna hafa fulltrúar Samfylkingarinnar ekki haft sig mikið í frammi í þessu mál. Nú væri þó lag fyrir Dag að bjóða Hönnu Birnu eða Gísla Marteini borgarstjórastólinn ef þau væru til í að skilja Björn Inga eftir í minnihluta. Ég veit að margir Sjálfstæðimenn hafa ímugust á stjórnarháttum samstarfsflokksins í borginni sem hefur einhvern vegin borað sig inn í borgarkerfið og smogið út um allt þrátt fyrir hverfandi fylgi. Jafnvel forysta Framsóknarflokksins vill ekki einu sinni bera ábyrgð á sínum mönnum í borginni, svo langt er þetta gengið.
Vandinn við uppstokkun af þessu tagi yrði að finna sómasamlega útgönguleið fyrir Vilhjálm. Þrátt fyrir alla vitleysuna er flestum enn nokkuð hlýtt til gamla góða Villa, eins og hann kallar sig stundum, og því ekki hægt að fleygja honum út eins og notaðri gólftusku. Það getur verið að svona vendingar hljómi langsótt, en annað eins hefur nú gerst í íslenskum stjórnmálum.
Það verður allavega spennandi að fylgjast með framhaldinu.
9.10.2007 | 09:59
Gómaðir á kafi í sælgætiskrúsinni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook
5.10.2007 | 16:18
Ósköp venjulegur dagur
Miðvikudagur 3. október 2007, kl. 08:00. Vesturbær Reykjavíkur.
Það er búið að smyrja brauðið, setja kókómjólk og banana í skólatöskurnar, klæða þá litlu og koma grautnum ofan í hana. Það er líka búið að koma morgunkorni í alla aðra maga, finna til fimleikafötin fyrir strákin og pexa án árangurs við unglingsstúlkuna um að fara nú einu sinni í almennilega yfirföfn. Loksins eru allir komnir út í bíl. Við getum haldið af stað út í daginn.
Fyrst þarf að koma eldri krökkunum hvoru í sinn skólann í hverfinu. Það gengur greiðlega. Ég minni strákinn á fimleikana, Helgi frændi ætlar að sjá um að koma honum í og úr fimleikunum í dag. Unglingsstúlkan verður að bjarga sér sjálf í körfuboltann. Næsta stopp er við Hverfisgötuna þar sem konan vippar sér út. Nú þarf ég bara að koma ungabarninu til dagmömmunnar. Í dag á ég að vera mættur í kennslu á Bifröst í Borgarfirði klukkan tíu. Þetta ætti því allt saman að geta gengið. Umferðin upp á Háaleitisbraut er níðþung svo það tekur töluverðan tíma að þræða þröngar umferðaræðarnar og skáskjótast fram hjá umferðarljósadiskóinu.
Sú stutta er farin að verða nokkuð heimakominn hjá dagmömmunni sinni og kveður mig með bros á vör. Eftir þrautaleit fundum við loksins laust pláss hjá góðri konu sem hefur tekið barninu opnum örmum. Við prísuðum okkur sæl enda þekkjum við fólk sem hefur ekki enn fundið pláss þrátt fyrir að vera með börn á öðru aldursári. Eini gallinn hvað okkur varðar er að dagmamman er nánast í hinum enda bæjarins. Það var ekkert laust í Vesturbænum. Við þurfum líka að sækja hana fyrir hálf þrjú á daginn, sem er stundum svolítið erfitt. Sem betur fer erum við bæði í sveigjanlegum störfum svo þetta gengur vanalega upp. En í dag á ég ekki séns í að ná þessu í tæka tíð. Og þar sem ég er á bílnum úti í sveit verður konan því að ná í stelpuna á strætó, sem merkir að hún verður að hætta enn fyrr í vinnunni í dag. Við ræddum það á leiðinni hvort við ættum kannski að fá okkur annan bíl. Við hættum þó við þegar við sáum út um bílrúðuna að það yrði tæpast hægt að koma honum fyrir á götum Reykjavíkur, bíll við bíl eins langt og augað eygði, - allir að troðast eftir út sér gengnu gatnakerfi.
Þegar blessuð dagmamman fannst loksins við Háaleitisbrautina vorum við að vona að þetta þyrfti ekki að vera ráðstöfun til svo ýkja langs tíma. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 var nefnilega stjórnmálaflokkur sem lofaði öllum börnum í borginni leikskólaplássi við átján mánaða aldur. Þessi flokkur er nú í meirihlutastjórn. Þetta átti því ekki að vera svo langur tími. En það virðist samt ætla að tegjast úr honum, leikskólafulltrúi Reykjavíkurborgar hefur nefnilega tjáð okkur að dóttir okkar sem nú er fimmtán mánaða fái ekki inni í leikskólum Reykjavíkur fyrr en næsta haust, þá verður hún komin vel á þriðja aldursár.
Ég var semsé að hugsa um þetta allt saman þegar ég lagði af stað frá Háaleitisbrautinni. Klukkan: 08:45. Ég komst nokkuð greiðlega austur Miklubrautina en akleiðin á móti, inn í bæinn, silaðist rétt svo áfram, bílarnir lulluðu svo á gönguhraða niður Ártúnsbrekkuna. Mér er sagt að það geti tekið hálftíma að komast um tíu kílómetra leið á þessum tíma dags. Svona er þetta víst á hverjum degi. Samt er ekki svo mikið mál að losa um hnútinn. Það þarf bara að gera tvennt, leyfa fólki að búa nær vinnunni, til að mynda með því að byggja í Vatnsmýrinni og svo þarf auðvitað að leggja Sundabraut og taka umferðina út fyrir borgina í stað þess að beina hennri allri í gegnum þá trekt sem Miklabrautin er orðin. Þegar ég loks renndi út úr bænum mundi ég eftir að sami flokkur og lofaði okkur leikskólaplássi fyrir áján mánaða aldur hafði einmitt líka lofað að reisa Sundabraut og byggja í Vatnsýmirinni.
Þetta hlýtur því allt að standa til bóta, eða hvað?
Blaðið 5. október 2007.
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson