Leita í fréttum mbl.is

"Þetta eru staðreyndir"

Áfram með tilvitnanir úr Alþingistíðindum: Fyrir nokkrum árum komu upp deilur um hversu mikinn hluta af reglugerðaverki ESB Ísland tekur upp í gegnum EES. Árið 2003 sagði Halldór Ásgrímsson að hlutfallið væri 80% en Davíð Oddsson sagði í svari á Alþingi árið 2005 að það væri ekki nema 6,5%. (Ég fór í gegnum þessa umræðu í stuttri fræðigrein sem finna má hér.) Í ljósi umræðunnar sem spannst um þessa skrítnu deilu eru eftirfarandi ummæli Björns Bjarnasonar í umræðum um EES á Alþingi þann 16. maí 1991 ansi athyglisverðar. Um EES sagði Björn:

Þetta eru staðreyndir sem liggja fyrir og það liggur einnig fyrir að við erum hér að tala um 70 -- 80% af því sem við þyrftum að semja um við Evrópubandalagið ef við tækjum þá ákvörðun að sækja um aðild að bandalaginu.

Björn Bjarnason. Alþingistíðindi 1991, 114. lþ. B. Umræður: 133.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband