Leita í fréttum mbl.is

"óvéfengjanlega mikla sérstöðu"

Áfram með smjörið. Þessi ummæli Tómasar Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, endurspegla mjög svo ríkjandi hugmyndir sem fram komu í umræðunni um EFTA á sínum tíma, að Ísland væri einstakt þjóðfélag. 

Íslenzka þjóðin hefur óvéfengjanlega mikla sérstöðu meðal þjóðanna og jafnvel meðal þeirra þjóða, sem eru aðilar að EFTA. Það er eðlilegt að, tengsl Íslands við EFTA markist af þeirri sérstöðu.  

Tómas Árnason. Alþingistíðindi 1968. D. ((89.lþ.) 1. Aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu.

Það var  með vísan í þessa sérstöðu sem Íslendingar fóru fram á allskonar sérlausnir í aðildarviðræðunum. Til að mynda vildi Lúðvík Jósepsson, Alþýðubandalagi, ekki veita öðrum EFTA-borgurum rétt til að starfrækja iðnfyrirtæki á Íslandi, sem ráðgert var samkvæmt 16. grein EFTA samningsins.

Ég tel fyrir mitt leyti, að það þurfi að marka þá stefnu, að það sé alveg ákveðið af okkar hálfu, að ísl. stjórnvöld verði að hafa þar fullan ákvörðunarrétt um í hverju einstöku tilfelli, hvort borgarar annarra EFTA-ríkja eigi að fá hér réttindi til atvinnurekstrar eða annarrar starfsemi til jafns við Íslendinga eða ekki

Lúðvík Jósepsson. Alþingistíðindi 1968. D. ((89.lþ.)  1. Aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband