14.12.2007 | 10:52
Land óttans
Bandaríkin eru ekki aðeins voldugasta ríki veraldar nú um stundir heldur er þetta stóra og víðfema ríki í vesturheimi líka ansi merkilegt. Bandaríkin eru raunar stórmerkileg þjóðfélagstilraun. Þar ægir saman fólki frá öllum krummaskuðum heimsbyggðarinnar. Einmitt það er helsti styrkur Bandaríkjanna. Líkast til má heyra öll tungumál jarðar einhvers staðar í bæjum, borgum, héruðum, sýslum og ríkjum Bandaríkjanna. Þetta á sérstaklega við um New York sem hefur verið kölluð suðupottur ólíkra menninga. Allir þessir ólíku kraftar sem mætast á miðri Manhattan hafa gert þessa gömlu indjánaeyju að menningarlegum og viðskiptalegum miðpunkti Vesturlanda. En nú er þetta allt að breytast. Bandaríkin hafa nefnilega verið á stórfurðulegri óheillaför undanfarin ár sem smám saman grefur undan stöðu þeirra í samskiptum við önnur lönd.
Íslendingar hafa lengi talið sig vera bandamenn Bandaríkjanna, jafnvel haldið að sérstakur vinskapur hafi verið meðal þjóðanna tveggja. Vinir sækja hvern annan heim og taka vel á móti hver öðrum. En nú er þetta semsé allt að breytast. Þessi óheillaþróun sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum eftir 11. September 2001 birtist okkur Íslendingum í litlu máli nú um miðja vikuna sem segja má að hafa sett þjóðmálaumræðu á Íslandi á annan endann. Ung íslensk kona fór með vinkonum sínum í skemmtiferð til New York en í stað þess að komast í kokteilpartý með Cerry, Míröndu, Samönthu og Charlottu var hún þess í stað handjárnuð, læst í fótkefli og svo látin dúsa á stálplötu í einhverri dýflissu bandarísku alríkisstjórnarinnar í um sólarhring. Hún var svöng, hrakin, köld, hrædd og fékk ekki að hafa samband við nokkurn mann. Eftir að hafa lent í yfirheyrslum um tíðahring sinn og önnur persónuleg mál var hún svo dregin í járnum um borð í næstu vél heim til Íslands. Hún hafði gerst brotleg við bandarísk lög. Tólf árum áður hafði hún dvalið í Bandaríkjunum þremur vikum lengur en ferðamannaáritun hennar sagði til um. Semsé augsljós stórglæpamaður á ferð.
Bloggið er að verða ansi öflugt tæki í þjóðmálaumræðu og Erla Ósk Arnardóttir sagði lesendum sögu sína. Hneykslisaldan reis skiljanlega upp í íslensku samfélagi og skall á bandaríska sendiráðinu við Laufásveg af fullu afli. Meira að segja sjálft Morgunblaðið sem til skamms tíma var helsti málssvari bandarískra stjórnvalda á Íslandi náði ekki upp í nef sér af hneykslan í einkar harðorðum leiðara. Enda er það svo að jafnvel trygglyndustu vinir Bandaríkjanna hafa snúið við þeim baki. Ég lýsi því í lítilli bók sem kom út fyrr á þessu ári hvernig Bandaríkin hafa smám saman verið að breytast í land óttans frá hryðjuverkunum hryllilegu 11. September 2001. Bókin heitir Opið land en Bandaríkin eru hægt og bítandi að verða aflokaðasta ríki Vesturlanda. Þetta er undarleg vegferð og svo virðist sem Bandríkin hafi sagt vestrænum gildum á borð við frelsi, lýðræði og mannréttindi stríð á hendur.
Prófum hér í lokin stutta hugaræfingu. Segjum sem svo að hér væri ekki um að ræða unga, aðlaðandi, ljóshærða, íslenska stúlku heldur ungan, brúneygðan, svarthærðan strák frá Mið-Asturlöndum. Segjum einnig sem svo að hann hafi ekki gerst brotlegur við ferðamannalög Bandaríkjanna heldur hafi komið í ljós að í barnaskóla heima í Arabíu hafði hann einu sinni verið í bekk með manni sem er grunaður um aðild að samtökum sem einhver af fjölmörgum leyniþjónustum Bandaríkjanna hefur bendlað við hryðjuverkastarfsemi. Ætli við getum yfir höfuð gert okkur í hugarlund hvernig tekið yrði á móti þeim manni ef hann kæmi í skemmtiferð með félögum sínum til Bandaríkjanna?
24 stundir. 14. desember 2007.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson