Leita í fréttum mbl.is

Einna verst að vera innflytjandi í Danmörku

Í viðamikilli nýrri rannsókn sem British Council hefur framkvæmt kemur í ljós að í Evrópu er einna verst fyrir innflytjendur að búa í Danmörku. Best er hins vegar búið að málum innflytjenda í Svíþjóð. Noregur og Finnland eru einnig á topp tíu. Af 28 Evrópuríkjum er Danmörk í 21. sæti þegar kemur að því að aðlaga innflytjendur að samfélaginu.

Meðal þess sem kemur fram í rannsókninni er að innflytendalöggjöfin í Danmörku er sérlega fjandsamleg og að innflytjendur eiga einkar erfitt með að komast inn á danska vinnumarkaðinn. Þá eru atburðir og árekstrar sem tengjast fordómum í garð innflytjenda tíð í Danmörku. Þetta og fleira kemur í veg fyrir að innflytjendur geti aðlagast dönsku samfélagi. 

Þessi niðurstaða kemur ekki svo mjög á óvart. Eins og ég benti til að mynda á í bók minni Opið land sem kom út fyrr á þessu ári er unnið eftir markvissri samlögunarstefnu í Svíþjóð en dönsk stjórnvöld hafa hins vegar frekar gripið til þess ráðs að þrengja að innflytjendum. Munurinn á stefnum þessara landa kemur nú fram í þessari rannsókn.

Ísland er því miður ekki með í rannsókninni en íslenska innflytjendalöggjöfin er að miklu leyti byggð á þeirri dönsku.

Rannsóknaniðurstöður British Council eru birtar hér. Sjá einnig frétt Politiken um málið hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband