27.7.2007 | 12:08
Hvað kosta Þingvellir?
Við vorum að velta því fyrir okkur yfir kornfleksinu í gærmorgun hvort við ættum kannski bara að skella okkur á Þingvelli. Við vorum þarna í sumar og leist alveg ágætlega á svæðið. Gaman að spóka sig um við Lögberg og dúlla sér í gilinu. Húsin þarna eru víst í lélegu ástandi svo þetta ætti nú ekki að verða svo dýrt. Það hlýtur því að vera hægt að fá vellina fyrir sanngjarnt verð. Okkur datt þetta bara sísona í hug þegar við sáum í Morgnunblaðinu að Karl og Ingunn Wernersbörn eru búin að kaupa Galtalækjarskóg og gamla Borgarbókarsafnið að auki. Við hljótum því að mega kaupa Þingvelli, annað væri ekki sanngjarnt. Best að hringja í Össur eftir hádegið og spyrja hvað Þingvallanefndin vill fá fyrir pleisið.
Að vísu gæti verið einn hængur á þessu máli, við gleymdum nefnilega að kaupa hlutabréf í Actavis á sínum tíma og því getur verið að við eigum alls ekki fyrir þessu eins og sakir standa. Við tökum þá bara lán.
Áætlun um umbætur í almannþjónustu (AUM)
Þetta er ágætis fyrirkomulag. Kannski við ættum því að hrinda af stað nýju einkavæðingarátaki; Áætlun um umbætur í almannaþjónustu (AUM). Fyrir utan Galtalækjarskóg og Þingvelli sem nú eru fráteknir gætum við séð fyrir okkur ýmsa spennandi fjárfestingakosti fyrir unga og efnilega auðmenn. Þjóðarbókhlaðan hefur til að mynda ekki náð að byggja upp nauðsynlegan bókakost sökum fjárskorts. Því liggur beinast við að láta Jón Ásgeir kaupa hlöðuna og fylla hana af bókum um smásöluverslun.
Kaupþing er stærsti banki á Íslandi og skilaði methagnaði í vikunni. Því dugir ekkert minna en Vatnajökull fyrir Hreiðar Má og félaga. Hrafn Gunnlaugsson getur svo fengið Hljómskálagarð í sárabætur fyrir að hann og vinir hans fá engu að ráða lengur.
Við vitum líka öll að ríkið er lönguhætt að reyna að reka Þjóðleikhúsið af nokkru viti. Húsið er að hruni komið og ekkert er lengur fært upp á svið án þess að Landsbankinn styrki það. Því blasir við að Björgólfur Guðmundsson fái bara húsið og stöðu Þjóðleikhússtjóra upp í þá skuld sem menningarlífið skuldar honum nú þegar. Enda ræður hann nú orðið meiru um menningarstarf í landinu heldur en sjálfur menntamálaráðherrann. Björgólfur Thor getur svo fengið Landsspítalann undir tilraunastarfsemi fyrir Actavis.
Fyrirtækjaræði
Auðvitað er Ísland í dag ekki orðið svona. Blessunarlega. Það hefur verið frábært að fylgjast með velgengni íslenskra viðskiptamanna undanfarið, bæði hérna heima og ekki síður erlendis. Á örfáum árum hefur orðið gjörbreyting á þjóðfélagsháttum á Íslandi og peningar bókstaflega flætt inn í landið. En um leið hefur orðið til ný stétt auðmanna sem ræður yfir meira fjármagni en sjálft ríkisvaldið, (hvað þá að almenn félagasamtök eins og bindindishreyfingin sem rekið hefur Galtalækjarskóg undanfarið ráði nokkuð við útrásarvíkingana þegar þeir mæta með töskur fullar af peningum).
Þessi þróun er í flesta staði jákvæð en um leið skapast sú hætta að ríkisvaldið í okkar litla landi ráði ekkert við hin voldugu öfl í atvinnulífinu og að hér á landi þróist einskonar fyrirtækjaræði, þar sem stjórnendur í atvinnulífi ráða meiru um samfélagsleg forgangsatriði, eins og tækjakaup á sjúkrahúsum og fjárframlög til menningarmála, heldur en lýðræðislega kjörin stjórnvöld. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru almennt hæfileikaríkir og vel meinandi menn en það hefur enginn kosið þá til valda. Fyrirtækin lúta ekki lýðræðislegu aðhaldi. Því hefur líklega aldrei verið mikilvægara heldur en nú að styrkja stoðir ríkisvaldsins og móta skýrar reglur um þau svið sem viljum halda í höndum lýðræðislegra stjórnvalda, sem við getum svo kosið út ef okkur sýnist sem svo.
Þessi grein birtist í Blaðinu í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson