Leita í fréttum mbl.is

Bréf til Maríu

Lauk nýverið við bók Einars Más Jónssonar, Bréf til Maríu, sem kom úr í vor. Einar ritar bréf sitt í latínuhverfinu í París og sendir þaðan heim til Íslands. Bréf Einars er að mörgu leyti bráðskemmtileg lesning og margt í því er vissulega íhugunar virði. Og vel það. Í bréfi sínu æðir Einar um víðan völl en meginstef þess er andstaða við frjálshyggjuna og alþjóðavæðingu. Bók Einar er einskonar viðbragð við hnattvæðingu frjálshyggjunnar sem hann segir að einkenni nútímann. Einar vill standa vörð um velferðarkerfið, þjóðríkið, tunguna og klassíska menntun. Þrátt fyrir að skrifin séu vissulega áhugaverð verður málflutningurinn ekkert sérstaklega sannfærandi. Honum er nefnilega svo uppsigað við nútímann að það verður stundum erfitt að taka gagnrýni hans fyllilega alvarlega, til að mynda segist hann forðast að nota nútímatól á borð við tölvu, sjónvarp og bíla. Þá er sjónarhornið úr menntamannahverfinu í París tekið svo þröngt að það verður lítið rúm fyrir annað en nokkuð klassískan franskan elítisma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband