Leita í fréttum mbl.is

Netið og ábyrgð

Meira um Netið og ábyrgð.

Ég sá að Pétur Gunnarsson, huxuður, var um daginn að velta fyrir sér virkni og umgengni innan athugasemdakerfisins sem gjarnan er að finna undir færslum á svona bloggsíðum. Pétur hefur þráfaldlega þurft að eyða út óhróðri og svívirðingum sem settar eru nafnlaust inn á hans eigin síðu.

Þegar ég hóf þetta blogg hafði ég athugasemdakerfið opið enda getur verið skemmtilegt að fá viðbrögð við því sem hér er slengt fram. Vandinn var hins vegar sá að í bland við athyglisverð og á tíðum stórskemmtileg innlegg lesenda var einnig að finna óbótaskammir og svívirðingar sem ýmist voru settar fram undir nanfi eða nafnlaust.

Bloggið er í raun eins og hver annar fjölmiðill og sem ritstjóri síðunnar ber ég því vitaskuld ábyrg á því sem hér stendur. Alveg eins og á við um aðra fjölmiðla. Það var sökum þess að treysti mér ekki til að bera ábyrgð á sumu því sem fólk setti inn á síðuna mína að ég varð að loka athugsemdakerfinu.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband