Leita í fréttum mbl.is

VG vill Netlöggu

Það dásamlega við Netið er að það er stjórnlaust. Hér getur hver maður gert það sem honum sýnist. Establismentið verður til að mynda að búa við að það er pöpullinn sem ræður í netheimum.

Vissulega má finna ýmislegt misjanft á veraldarvefnum. Sumt er jafnvel ólöglegt og á því þarf að taka eins og öllum öðrum glæpum. Þetta eðli netsins gerir einnig að verkum að það þarf að nálgast það með ákveðinni varúð. Foreldrar þurfa til að mynda að leiðbeina börnum sínum framhjá ógnum frumskógarins og svo þurfum við að taka ýmiskonar upplýsingum sem verða á vegi okkar með tiltekinni varúð. Til að mynda er lítið mark takandi á nafnlausum skrifum sem flæða út um allt á öldum netsins. Hér verður hver maður að bera sína ábyrgð.

Almennt er fólk vel í stakk búið til þess vinsa ruslið frá gagnlegu og skemmtilegu efni. Þess vegna er óskiljanlegt að til sé stjórnmálaflokkur á Íslandi í dag sem vill koma á Netlögreglu til að berjast gegn skaðlegu efni. Sannast sagna hélt ég að slík viðhorf hefðu horfið með Ráðstjórnarríknunum sálugu.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband