Leita í fréttum mbl.is

Evrópumet í háu matvælaverði

Það verður spennandi að sjá hverju ríkisstjórnin ætlar að spila út á þessum blaðamannafundi (sjá tengil að neðan) til að tryggja lækkun matvælaverðs.

Landbúnaður á Íslandi er ein aflokaðasta atvinnugrein í heimi.

Afleiðingin af þessari landbúnaðarstefnu innilokunnarer er að að Ísland á Evrópumet í háu matarverði. Matvælaverð á Íslandi er það dýrasta í allri Evrópu, - og þótt víðar væri leitað.

Árið 2005 var verð á matvælum og óáfengum drykkjarvörum 62 prósent yfir meðalverði í Evrópusambandinu.  Noregur mældist næst á eftir Ísland, 52 prósent yfir meðaltalinu. Sviss kom þar á eftir, 40 prósentum yfir meðaltali. Matvælaverð á þeim Norðurlandanna sem eru í ESB, og Ísland á að geta borið sig saman við, var töluvert ódýrara en á Íslandi. Þó reyndust þau öll nokkuð yfir meðaltalsverðinu. Danmörk reyndist 30 prósent yfir meðaltalsverði en matvælaverð í Svíþjóð var hins vegar aðeins tólf prósent af meðaltalsverði í ESB. Í Finnlandi verðið ívið hærra, eða 16 prósent. 
 
Upp úr nýliðnum áramótum var gengið frá nýjum samningi við ESB sem fól í sér afar takmarkaða tollalækkun, sem dugar skammt til að lækka matvælaverð hér á landi svo nokkru nemi. Það grátlega er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur  margoft lýst yfir áhuga á að semja við Íslendinga um mun meira frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur, sem myndi gilda í báðar áttir. Ríkisstjórn Íslands hefur hingað til ekki viljað það. Himinhá vörugjöld bæta svo gráu ofan á svart.

Þetta skrýtna kerfi hefur ekki aðeins skilað einu allra hæsta matvælaverði í heimi heldur eru bændur jafnframt meðal snauðustu starfsstétta landsins.

Þetta er svona.

Ætli það sé einber tilviljun að landbúnaður er einmitt sá atvinnuvegur á Íslandi sem er hvað lokaðastur gagnvart útlöndum?

 
mbl.is Boðað til blaðamannafundar um lækkun matvælaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að bæta þetta getum við farið evrópsku leiðina og hækkað framlög til landbúnaðar. Sem er einn helsti útgjaldaliðurinn í ESB. hvað eruð mörg prósent? 60-70% sem fer til þess að styrkja landbúnað í evrópu? Hvort er betra að borga fyrir matinn með sköttum eða útí búð?

Fannar frá Rifi (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:11

2 identicon

Drullast til þess að fella niður tolla/styrki og henda bændum í eðlilega samkeppni. Ef bændur geta ekki staðið á eigin fótum þá vantar alltaf fólk á leiksskóla eða hjúkrunarheimili.

Skil ekki hvernig flokkur sem kallast Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir svona kommúnisma.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 12:50

3 identicon

Kjöt er dýrt það er rétt Ég sá verð könnun þar sem sagði að landbúnaðarvörur væru 170% dýrari á Íslandi en á spáni.  Ég veit líka að meðal Jóninn á Spáni eyðir 20% af ráðstöfunartekjum sínum í mat en á Íslandi eyðir meðal jóninn 12,6% Hvernig getur þetta verið. Ég er svínabóndi finnst umræðan skelfileg og illa upplýst og ég ætla að taka dæmi sém snýr að mér. Hérna vinna 10 manns á búinu og meðallaunin eru 210,000 á mánuði Samtals árslaun fyrir alla 25,200,000. Á Spáni er meðal verkamannlaun 33,000 á mánuði. Sama bú á spáni greiðir 3,960,000 í árslaun fyrir alla starfsmenn. 35% framleiðslunni á spáni notar ólöglega innflytendur frá Marakko sem vinnuafl en launin fyrir þá er húsaskjól aflögðum vörugámum og fæði. En látum það ligjja milli hluta. Til vinna kjötið frá þessu búi sem er um 900 tonn þarf 70 manna slátrun og kjötvinnslu  Á Íslandi eru árslaun fyrir alla starfsmenn 176,400,000 en væru spáni 27,720,000 Auðvitað eigum við að nýta okkur þetta flytja þetta allt saman inn og finna eitthvað annað handa þessum 10,000 til 12,000 vesalingum sem erum þessi baggi á þjóðinni. Það eru einginn maraðslögmál Sem gilda um verslun með landbúnaðarvörur hvergi í heiminum. Ég hef reynt að flytja kjöt til Danmörku 2003 og gat selt  á hærra verði en ég fékk hér heima þá en kaupandin í danmörku Þurfti að greiða 475% innflutningstoll.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 14:47

4 Smámynd: Eiríkur Bergmann Einarsson

Ég vil byrja á það þakka fyrir þessar góðu umræður. Það er margt til í því sem Gunnar segir. En það breytir ekki því að kerfið sem við búum við í dag er ekki gott, hvorki fyrir neytendur né bændur. Því þurfum við brjótast út úr þessu vitlausa kerfi. Það er að mínu viti verkefnið sem við stöndum frammi fyrir.

Eiríkur Bergmann Einarsson, 1.2.2007 kl. 15:02

5 identicon

Af hverju talarðu bara um matvælaverðið, þegar það er ekki nema um 31% hærra hér en í Skandinavíu á landbúnaðarvörum (en 20% hærra á fiski), á meðan álagning á benzíni er <b>margföld</b> á við það sem tíðkast erlendis (sjá Mbl.forsíðu í dag) og margar aðrar vörutegundir eftir því? Er þér kannski illa við íslenzkan landbúnað -- eða á gagnrýnin á hann að verða þinn stökkpallur með okkur inn í evrópska súperríkið?

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 15:03

6 identicon

Svona til koma með fleiri Sjónarhorn. Þó íslenskir bændur gæfu allar sínar framleiðsluvörur væru við samt með dýrustu landbúnaðrvörur heimi. Ef svínabændur fengu sömu styrki og sauðfjárbændur gætu svínabændur borgað neytendum 100 kr á kg fyrir að velja Svínakjöt. Svínabændur á íslandi hafa enga tollkvóta til flytja kjöt inn í Evrópubandalagið en síðan semja stjórnvöld um aukin tollfrjálsan innflutning á Svínakjöti til íslands í staðin tollkvóta smjöri skyri til evrópu. Ef landið verður tollfrjálst þá verður mikill veisla í tvö til fjögur ár eða þann tíma tekur fyrir menn að draga úr framleiðslunni Við keppum ekki við niðurgreiddar vörur erlendis frá. Í dag er tekið allt úr búðunum til baka sem selst ekki Versluninni að kostnaðarlausu Einsdæmi í heiminum. Ég hlakka til Þegar bónus fer panta grillvörurnar að utan Svo Ó Ó Rignir bara og eingin grillar varan ónýt og eingin til að taka baka. Bónus borgar það þeir svo góðir drengir  

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 15:42

7 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Fannar frá Rifi fer með fleypur.. því 2/3 af tekjum íslenskra bænda koma frá ríkinu, á meðan 1/3 innan ESB. Við erum með hæstu styrki til landbúnaðar sem þekkist, og fyrir það fáum við hæsta matarverð í heimi.

Afhverju finnst fólki skrýtið að það sé verið að gagnrýna það að við séum með 40% hærra matarverð en að meðaltali í ESB? Mér er skít sama um bensín t.d. því ég labba þangað sem ég fer.. en ég kemst hinsvegar ekki  hjá því að borða! og heldur ekki starfsmenn bensínstöðva, sem gæti útskýrt álagningarmuninn að einhverju leiti.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 16:26

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

Í Evrópu eru manngerð fjöll úr smjöri og kjöti. Lönd innan ESB styrkja landbúnað sinn með fyrirgreiðslum. Síðan Styrkir ESB landbúnaðinn. Jónas þegar þú segir að tekjur bænda komi 2/3 frá ríkinu ertu þá að tala um alla bændur eða bara um rollubændur? 

mig minnir að álagning Ríkisins sé um það bil 75% bensín verði. Ef mig minnir rétt þá er verðið á Bensíni hærra í Bretlandi heldur en hér þó þeir framleiði sjálfir Bensín. 

Fannar frá Rifi, 1.2.2007 kl. 22:25

9 identicon

Áttu, Eiríkur, engin svör við spurningum mínum hér í gær (kl. 15.03)?

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 13:00

10 Smámynd: Eiríkur Bergmann Einarsson

Bensínverð er vissulega allt of hátt á Íslandi. Þessi færsla fjallar hins vegar um matvælaverð.

Eiríkur Bergmann Einarsson, 2.2.2007 kl. 14:38

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband