Leita í fréttum mbl.is

Kostir Margrétar

Margrét Sverrisdóttir hefur spilað frábærlega úr þröngri stöðu í Frjálslynda flokknum. Þrátt fyrir að hafa aldrei gegnt stöðu kjörins fulltrúa, aðeins verið varaþingmaður og varaborgafulltrúi, hafa augu fjölmiðla verið á henni, svotil í beinni útsendingu, í þrjá heila sólahringa. Hún á nokkra góða kosti; fyrir aðra flokka hlýtur hún að vera nokkur fengur, ólíkt flestum öðrum frambjóðendum hefur hún líklega nokkurn fjölda fylgismanna sem hún getur tekið með sér. Hún gæti í raun gengið til liðs við hvaða stjórnmálaflokk sem er. Bara spurning hvað þeir geta boðið, prófkjörin sem allstaðar eru aflokin þrengja vissulega um möguleika flokkanna að bjóða henni vænlegt þingsæti. Samfylkingin hlýtur allavega að reyna að hliðra til hjá sér. Þá gæti hún einnig tekið höndum saman með Ómari Ragnarssyni og Jóni Baldvin (ef hann gerir alvöru úr framboðshugleiðingum sínum hjá Agli um helgina) ásamt öðrum í hópnum sem skipa Framtíðarlandið.

Allavega spennandi staða.


mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband