Leita í fréttum mbl.is

Er allt að verða vitlaust?

Moggabloggið er þjált og þægilegt tæki, líka fyrir menn eins og mig sem eru svolítið tæknihaltir.

Svo virðist sem allt sé að verða vitlaust í stjórnmálalífi landsins í aðdraganga kosninga, því getur verið gaman að hafa vettvang sem þennan til að taka þátt í blaðrinu.

Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt sig inn í þekkt mengi hægri þjóðernisflokka og í það minnsta þrír nýir hópar boða framboð, svokallað Framtíðarland og tveir hópar myndaðir úr allsvipuðu samkrulli aldraðra og öryrkja. Hingað til hef ég ekki talið að Framtíðarlandið ætti mikla möguleika. Hipp og kúl framboð úr 101 Reyjavík höfðar ekki mikið út fyrir eigin hóp. En ef við bætast þungaviktarmenn á borð við Jón Baldvin (sem fór mikinn í Silfri Egils í gær) og Ómar Ragnarsson (sem hefur farið mikinn í marga mánuði) lítur dæmið allt öðru vísi út.

Þá gæti dregið til tíðnda íslenskum stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Eiríkur Bergmann, og velkominn í helvítis argaþrasið !

Ja,..... það er von, að þú spyrjir. Ég, einn alltof fárra þjóðernissinna, sem þori að skrifa undir fullu nafni, var einmitt að leita að þér, í nafnaskránni, á dögunum, hefi þó fundið nokkra Evrópusambandssinna, til að punda á, að undanförnu. Hlýt að fallast á sjónarmið margra, hér á spjallsíðum Morgunblaðsins, að frekar er það lítilmannlegt, að skrifa ei, undir fullu nafni.

Það er næsta víst, Eiríkur; að til mikilla tíðinda kann að draga, nú á útmánuðum, og til vors, a.m.k., góðar meiningar Ómars Ragnarssonar og fleirri valinkunnra manna, koma vonandi til með að brjóta hressilega upp ÞREYTT flokkakerfi, hér heima á Íslandi.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 00:28

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband