Leita í fréttum mbl.is

Íslenski þjóðarflokkurinn

Þegar fram kom um daginn tillaga að breyta nafni Frjálslynda flokksins í Flokk Frjálslyndra jafnaðarmanna gerði ég (á minni fyrri bloggsíðu) við það athugasemd. Þótti skrýtið að flokkur sem hvorki er frjálslyndur né jafnaðamannaflokkur vilji kenna sig við hvoru tveggja. Benti einnig á að þetta nafn er auðvitað löngu frátekið. Félag frjálslyndra jafnaðrmanna er nefnilega starfandi sem eitt aðildarfélaga Samfylkingarinnar og var þar áður hluti af Alþýðuflokknum eftir að Bandalag jafnaðarmanna gekk til liðs við þann ágæta flokk. Í færslunni stakk ég uppá flokkurinn gæti frekar tekið upp nafnið  Þjóðernissinnaðir íhaldsmenn. Þegar betur er að gáð er hins vegar annað nafn kannski mun nær lagi. Frjálslyndi flokkurinn sver sig í ætt við Danska þjóðarflokkinn og aðra þeim líka, því liggur kannski beinast við að taka upp nafnið Íslenski þjóðarflokkurinn. Eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband