Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
16.4.2008 | 11:24
Ritið: Íslenskt þjóðerni og óttinn við innfleytjendur
Haustið 2006 komust málefni innflytjenda í brennidepil íslenskra stjórnmála þegar Frjálslyndi flokkurinn lýsti yfir vilja til að hefta straum innflytjenda til landsins. Lengi vel fluttu mun færri útlendingar til Íslands en til nágrannaríkjanna. Því hefur umræðan um málefni innflytjenda verið töluvert seinna á ferðinni hér á landi en víðast annars staðar. Undanfarin ár hefur fjöldi innflytjenda hins vegar margfaldast og skýrir það tímasetningu umræðunnar. Í orðræðunni sem fylgdi í kjölfar útspils Frjálslynda flokksins mátti greina ótta við að innflytjendur væru á einhvern hátt ógn við íslenska þjóð og íslenska þjóðmenningu. Í þessari grein er staða innflytjenda í íslensku samfélagi tekin til skoðunar og spurt hvers vegna menn óttist innflytjendur á Íslandi? ...
Þetta er inngangur að ritrýndri fræðigrein eftir mig um íslenskt þjóðerni og þann ótta við innflytjendur sem merkja má í íslenskri þjóðmálaumræðus undanfarin misseri. Greinin í heild sinni er hér.
11.4.2008 | 13:32
Hverju myndi ESB-aðild breyta fyrir íslenska neytendur?
6.4.2008 | 13:02
Undanþágur og sérlausnir í aðildarviðræðum við Evrópusambandið
Í umræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu er því stundum haldið fram að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins sé andstæð íslenskum hagsmunum. Látið er fylgja með að ómögulegt sé að finna viðunandi lausn í sjávarútvegsmálinu í aðildarviðræðum og þess vegna sé um tómt mál að tala að hefja aðildarviðræður. Aðildarsamningar að ESB hafa sömu lagastöðu og stofnsamningar ESB. Því er áhugavert að skoða hvort einhver aðildarríki ESB hafi fengið slíkar sérlausnir eða undanþágur í sínum aðildarsamningum.
Svona hefst grein eftir mig um þetta efni sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook
4.4.2008 | 10:46
Um bólur og bólustóttir
Munið þið eftir nýja hagkerfinu? Þegar netbólan fór að blása út undir nýliðin aldamót fóru einhverjir úrtölumenn að fjasa um að það væri nú kannski heldur lítil innistæða fyrir verðmati sumra fyrirtækja, sér í lagi ýmissa tölvu- og tæknifyrirtækja, sem höfðu sprottið fram úr dimmum tölvuleikjasölum og vaxið í veldisvís á alnæmum heimsmarkaði alnetsins svokallaða. Virði fyrirtækjanna var komið í hæstu hæðir og umsvifin svo ofboðsleg að jafnvel rykföllnustu félagsfræðikennarar voru orðnir staffírugir ráðgjafar í örtækni og hvers konar míkróflögum.
Hagkerfið var í blóma, svo miklum blóma að nánast hvaða sprota sem stungið var ofan í sólblómamaríneraðan jarðveginum fór fyrirhafnarlítið að vaxa af sjálfu sér. Það þurfti lítið að vökva. Þó var einn vandi sem lá eins og grá steinvala ofan á rjómabolluástandinu. Tekjurnar létu á sér standa. Gjöldin voru þó á sínum stað og uxu bara og uxu eins og baunagrasið hans Jóa.
Nýja hagkerfið
En þetta þótti ekki mikill vandi. Spekingar netbólunnar smíðuðu sér einfaldlegta nýja kenningu. Nú var komið nýtt hagkerfi. Nýja hagkerfið var að þeirra sögn ekki lengur bundið af takmörkunum gamla hagkerfisins. Nú var ekkert lögmál að fyrirtæki þyrftu að hafa tekjur umfram gjöld. Það gilti aðeins í gamla hagkerfinu, í gömulum iðn- og framleiðslufyrirtækjum. Svoleiðis rekstur var álitinn gamaldags. Mestu máli skipti að konseptið, eins og það var kallað, væri gott. Ef konseptið var gott þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af tekjum. Þær myndu koma svo gott sem sjálfkrafa í ofurbjartri framtíðinni. Bókfærslukennarar í framhaldsskólum fengu um leið skömm í hattinn fyrir gamaldags hallærishugsun. Helst þyrfti að senda þá alla í endurmenntun. Fyrirtæki voru ekki lengur rekin fyrir tekjur af rekstri heldur fyrir hlutafé sem sparifjáreigendur dældu gagnrýnislítið inn í fyrirtæki nýja hagkerfisins. Restin var tekin að láni. Brennsluhraði hlutafjár varð mikilvægari mælieining heldur en hefðbundin tekjuáætlun. Svo sprakk netbólan með látum upp úr aldamótum. Ástandið var svo bjart að menn fengu ofbirtu í augun og sáu ekki hætturnar sem blöstu við þegar sólin hneig til viðar.
Gamaldags hagfræðilögmál
Munið þið eftir verðbréfaguttunum sem fylltu alla sjónvarpsþætti og spáðu endalausum uppgangi verðbréfa? Að vísu voru alltaf einhverjir afdankaðir hagsögufræðingar að minna menn á að efnahagskerfi heimsins gangi yfirleitt í nokkrum sveiflum. En boðberar nýja hagkerfisins gáfu lítið fyrir svoleiðis speki. Nú væri ný tíð og gamaldas hagfræðilögmál giltu ekki lengur. Það var búið að taka þyngdarlögmálið úr sambandi. Það var komið nýtt fjármálakerfi. Peningar voru ekki lengur takmörkuð auðlind. Í nýja fjármálakerfinu þurfti bara útsjónarsama og umfram allt hugaða útrásarvíkinga til að finna uppsprettuna og virkja hana. Þá gætu menn eytt að vilt. Málið var að kaupa, ekki að borga. Á morgun er annar dagur og allt það.
Aldrei aftur Elton John
Muniði Range Roverana? Einkaþoturnar? Þyrlurnar? Og sjálfan Elton John? Muniði alla kaupleigusamningana, raðgreiðslurnar, fjármögnunarsamningana? Eins og pönkararnir í gamla daga treystu nýju fjármáladúddarnir engum yfir þrítugt. Grandvarir eldri bankamenn voru settir til hliðar. Þeir kunnu ekki á nýja glóbal fjármálakerfið. Kunnu ekki eyða eins og alvöru menn. Voru sífellt að þrasa um debit þegar hægt var einbeita sér að kredit. Aftur settu sparifjáreigendur allt sitt traust á unggíruga fjármálafursta. Svo hrundi úrvalsvísitalan í Kauphöllinni. Svo féll gengið. Verðbólgudraugurin sá að því loknu um að brenna upp restina. Og vextirnir, maður lifandi!
Leiðtogar þjóðarinnar eru nú í einkaþotunni alræmdu á leiðinni af Nató-fundi. Við bjóðum þau velkomin heim.
24 stundir. 4. apríl 2007.
1.4.2008 | 10:58
Bingi duglegur
Ég sé ekki betur en að Björn Ingi taki þátt í aprílgabbi tveggja miðla í dag, um ólíka hluti þó. Á dv.is er hann sagður hafa skrifað bók um REI-málið sem hann muni árita í Kringlunni og 24 stundir ætla að gera hann að ritstjóra eigin blaðs. En það þarf auðvitað að hlaupa apríl og því er skeytt við að fréttir af Ólafi Stephensen ritstjóra verði sagðar á borgarstjórnarfundi í dag. Hvort ætli fari nú fleiri í Kringluna til að fá áritaða bók Binga eða á palla borgarstjórnar til að fá fréttir af ritstjóranum?
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson