Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
21.9.2007 | 10:54
Coetzee gegn Ali
Í fjölmiðlaumræðu sem spratt upp úr ummælum tveggja rithöfunda á nýlokinni bókmenntahátíð í Reykjavík, þeirra Ayaan Hirsi Ali og John Maxwell Coetze, mætti ætla að þau væru gjörsamlega á öndverðu meiði í afstöðu til eins mikilvægasta viðfangsefnis nútímastjórnmála. Þegar að er gáð kemur hins vegar í ljós að sjónarmið þeirra Ali og Coetze þurfa alls ekki að stangst á. Bæði fjölluðu þau með sínum hætti um þá tortryggni sem undanfarið hefur magnast á milli hins vestræna heims og Mið-Austurlanda, - milli menningarsvæða kristni og múslima.
Á umliðnum árum höfum við séð síaukna árekstra á milli aðfluttra múslima og kristinna manna í ríkjum Vesturlanda. Verri er þó hryðjuverkaógnin sem stafar af öfgafullum múslimum. Óhófleg viðbrögð sumra ríkja Vesturlanda sem síðan hafa lent í ógöngum með innrásarheri sína í tveimur múslimaríkjum bæta heldur ekki úr skák.
Í opnunarávarpi á bókmenntahátíðinni brýndi ástralski rithöfundurinn, John Maxwell Coetzee, vesturlandabúa til að standa vörð um mannréttindi, sérstaklega tjáningarfrelsið. En hann telur að undanfarin ár, sér í lagi eftir atburðina 11. September 2001, hafi stjórnvöld í sumum ríkjum Vesturlanda farið að þrengja um of að lýðréttindum manna, í nafni svokallaðs stríðs gegn hryðjuverkum. Dæmi eru um að ríkisstjórninr hafi stóraukið eftirlit og njósnir með einstaklingum, fylgst náið með málflutningi manna, haldið föngum árum saman án dóms og laga, jafnvel í leynifangelsum og leitað á heimilum fólks án úrskurðar dómara. Og svo framvegis. Coetzee taldi þessa þróun ógnvænlega.
Hinn gestur hátíðarinnar, sem fjölmiðlar höfðu áhuga á, sómalska baráttukonanan Ayaan Hirsli Ali, hefur undanfarin ár barist gegn mannréttindabrotum í múslimaríkjum, - sérstaklega þegar kemur að misnotkun á konum. Ali telur að mannréttindi séu nú almennt betur tryggð á Vesturlöndum heldur en gengur og gerist í flestum múslimaríkjum. Í málflutningi sínum varaði hún Vesturlönd við að gefa afslátt af mannréttindum og öðrum persónuréttindum einstaklinga. Hún hefur til að mynda áhyggjur af því að öfgafullir múslimar á Vesturlöndum fái óáreittir að brjóta mannréttindi á eigin fólki í samfélagi innflytjenda vegna einhvers konar misskilins umburðarlyndis. Hún gerir einfaldlega þá kröfu til múslima sem flytja til Vesturlanda að þeir virði menningu og lifnaðarhætti sem þar eru viðhafðir.
Stundum geldur opinber umræða fyrir það að menn velja sér afmarkað sjónarhorn og skoða svo allan heiminn út frá því. Þannig geta tveir menn skoðað nákvæmlega sama hlutinn en séð hann frá svo ólíkri hlið að hann virðist ekki aðeins tveir aðskildir hlutir heldur beinlínis ósamræmanlegir. Í samræmi við þessa áráttu var ummælum þeirra Ali og Coetzee stillt upp sem andstæðum í íslenskum fjölmiðlum, allavega af sumum. Þátttakendur í innlendri þjóðmálaumræðu á Íslandi notuðu svo ummæli rithöfundanna til að skerpa á andstæðum og lýsa upp þá hlið á málinu sem þeir sjálfir aðhyllast. Einhverjir gengu svo langt að halda því fram að þeir sem taka undir með Coetzee séu þar með að samþykkja mannréttindabrot múslima í vestrænum samfélögum, jafnvel að umbera hryðjuverk! Á sama hátt voru þeir sem tóku undir með Ali sakaðir um grófa Vesturlandahyggju og fjandskap við menningu múslima í heild sinni. Samt var ekkert í málflutningi rithöfundanna tveggja sem réttlætti þessa gagnstæðu túlkun. Vel er hægt að taka undir með þeim báðum í einu. Það er nefnilega engin mótsögn fólgin í því að fagna fjölmenningarsamfélaginu á Vesturlöndum án þess að gefa nokkurn minnsta afslátt af mannréttindum eða almennum vestrænum gildum.
Vesturlandabúar voru lengi að berjast fyrir því þjóðskipulagi sem nú ríkir í okkar heimshluta og byggir á frelsi, lýðræði og vernd mannréttinda. Um þessi grundvallargildi þarf að standa vörð hvort sem það er gagnvart öfgafullum múslimum með kúgunaráráttu eða misvitrum stjórnmálamönnum heimafyrir sem nú ásælast borgaraleg réttindi í nafni stríðsins gegn hryðjuverkum.
Blaðið 21. september 2007
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook
13.9.2007 | 13:29
Þetta er allt að koma
Þetta er allt að koma. Nú er bara að klára dæmið og kaupa Tívoli, og Hvids vinstue líka. Í safnið er nú þegar komið Illum, Magasin, Merild, Sterling, annað hvert hús í Kaupmannahöfn, Nyhedsavisen og allskonar smádót. Svo væri nú ansi hressilegt að taka Carlsberg og Anton Berg með í næsta innkaupatúr. Og svo Bang&Olufsen að lokum .
12.9.2007 | 09:56
Hljóð, mynd og sagnfræði
11.9.2007 | 10:23
Góð Veðramót
11.9.2007 | 08:42
Óþarfi
10.9.2007 | 11:44
Er Ísland í Evrópu?
Mig langar til að benda lesendum þessarar síðu hádegisfyrirlestur sem ég ætla að halda á vegum Sagnfræðingafélagsins í Þjóðminjasafninu á morgun. Lýsingin á fyrirlestrinum er svona:
Tvö gagnstæð öfl hafa undanfarið togast á um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Eins og á við um önnur opin evrópsk lýðræðisríki hefur Ísland fundið fyrir auknum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi til að taka þátt í evrópsku samstarfi. Á hinn bóginn hefur sú mikla áhersla sem Íslendingar hafa allt frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar lagt á formlegt fullveldi þjóðarinnar orðið til þess að Íslendingar hafa reynst tregir í taumi í evrópsku samstgarfi. Þrátt fyrir áhersluna á formlegt fullveldi þjóðarinnar hafa íslensk stjórnvöld eigi að síður fundið leið til að taka virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi þar sem ákvarðanataka er framseld til alþjóðlegra stofnanna. Almennt talað og með nokkurri einföldun má segja að ríkisvaldið hafi tvö meginhlutverk, annars vegar að verja landið og öryggi borgaranna og hins vegar að setja þegnum ríkisins lög. Íslensk stjórnvöld leystu landvarnarþáttinn með því að fá verktaka í Washington til að sjá um varnir landsins með varnarsamningnum frá árinu 1951. Hvað hinn þáttinn varðar má með svipuðum rökum halda því fram að ríkisstjórn Íslands hafi með EES-samningnum frá árinu 1994 fengið verktaka í Brussel til að sjá um lagasetninguna á nokkrum mikilvægum efnissviðum. Í fyrirlestrinum er raunveruleg staða Íslands í samfélagi þjóðanna til skoðunar og spurt hvernig sú staða fellur að sjálfsmynd þjóðarinnar þar sem ofuráhersla er lögð á hið formlega fullveldi?
Nánar á vef Sagnfræðingafélagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook
9.9.2007 | 15:24
karen@frettabladid.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook
7.9.2007 | 12:01
Átök menningarheilda
Þegar kommúnismann í Austur-Evrópu þraut örendið eftir langa og kvalafulla dauðakippi undir lok níunda áratugarins og Sovétríkin sálugu liðuðust í sundur voru margir bjartsýnir á að tímabili ógnar og átaka væri liðið í Evrópu. Í hugum margra markaði fall Berlínarmúrsins 1989 endalok þeirra átaka sem hófust með heimstyrjöldinni miklu og kalda stríðsins sem fylgdi í kjölfarið. Ný heimsmynd var að verða til.
Það var í þessu ljósi sem Francis Fukuyama skrifaði sína frægu bók The End of History and the Last Man árið1992. Fukuyama vildi meina að átökum um þjóðfélagsskipan væri lokið, að menn hefðu loksins komið sér saman um opið lýðræðiskipulag sem byggir á markaðsbúskap og vernd mannréttinda. Hann vildi meina að stjórnmáladeilur nútímans væru allar tilbrigði við þetta sama stef. Fljótlega kom í ljós að ástandið var nú ekki svona einfallt.
Ári síðar birti Samuel Huntington fræga grein í Foreign affairs undir heitinu The Clash of Civilizations? Huntington var sammála því að tímabili átaka um hin stóru pólitísku hugmyndakerfi, kommúnisma og kapítalisma, væri lokið. Við sjónarrönd alþjóðastjórnmálanna sá hann hins vegar glitta í annars konar átakaás, - engu skárri. Átök ólíkra menningarheilda og trúarbragða. Frá því að grein Huntingons kom út sumarið 1993, og svo bók svipaðs efnis 1996, hefur þróunin í alþjóðasamskiptum því miður verið þráðbeint í átt til þess sem Huntington spáði.
Ógnir og átök í Danmörku
Ein birtingarmynd þessara menningarátaka blasir við okkur í Danmörku þessa dagana. Í vikunni voru átta múslimar handteknir í Kaupmannahöfn grunaðir um að standa að skipulagningu hryðjuverkaárása. Þeir sem fylgst hafa með samfélasgþróun í Danmörku undanfarin ár vita að sífellt hefur sigið á ógæfuhliðina í samskiptum aðfluttra múslima og kristinna Dana. Eins og svo víða í Vestur-Evrópu sóttu Danir vinnufúsar hendur út fyrir landsteinana á sjötta og sjöunda áratugnum til að starfa í láglaunastörfum í Danmörku. Margt af því fólki kom frá Mið-Austurlöndum og hefur síðan bæði eignast börn og barnabörn.
Lengst af voru samkipti innfæddra Dana og aðfluttra múslima góð. Að vísu urðu innflytjendur að sætta sig við mun verri kjör og þurftu að búa í lakari hverfum, gjarnan í blokkarfrumskóginum í vesturhluta Kaupmannahafnar. Þegar líða tók á tíunda áratuginn tóku samskitpin að versna verulega. Mörgum innfæddum Dönum stóð stuggur af afkomendum innflutta verkafólksins sem oft áttu erfitt með að komast að í dönsku samfélagi, voru jafnvel atvinnulausir og héldu gjarnan til við lestarstöðvar. Innflytjendur og afkomendur þeirra fundu fyrir aukinni tortryggni og svo fór allt í bál og brand eftir 11. september 2001. Aðeins í þessu ljósi er hægt að skilja deiluna um skopmyndirnar af Múhameð sem Jótlandspósturinn birti fyrir skemmstu.
Vegið að lýðréttindum
Atburðir vikunnar sýna að harkan er enn að aukast. Í beinu framhaldi af handtöku áttmenninganna lagði Danski þjóðarflokkurinn til enn harðari löggjöf til varnar hryðjuverkum. Samt hefur verulega verið þrengt að borgaralegum réttindum í Danmörku eftir 11. september, eins og svo víða á Vesturlöndum En Danski þjóðarflokkurinn vill semsé þrengja enn frekar að lýðréttinum manna - bæði innfæddra og innflytjenda - og boðar til að mynda stóraukna vöktun á fólki með myndavélum auk þess að heimila lögreglunni að framkvæma húsleit í heilu stigagöngunum án nokkurs dómsúrskurðar. Þá vilja þeir einnig meina fólki sem er andsnúið lýðræðisskipulagi að ferðast til landsins. Hvernig þeir ætla að skima svoleiðs fólk úr ferðamannaröðinni á Kastrup veit ég þó ekki.
Þessi grein birtist í Blaðinu í dag.
5.9.2007 | 20:27
Jesús og Múhameð
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson