Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
2.11.2007 | 10:32
Herrþjóðin og hjálendan
Áratug eftir að ég flutti frá Danmörku er ég kominn aftur til Hafnar. Hef að vísu oft komið hérna við á þeim tíma sem liðinn er en nú ætla að ég dvelja aðeins lengur en vanalega, í rúman mánuð. Fyrir tíu árum sat ég dagana langa á bókasafninu og las alþjóðastjórnmál við Kaupmannahafnarháskóla. Og nú er ég semsé kominn aftur. Þeir í stjórnmálafræðideildinni voru svo vinsamlegir að bjóða mér stöðu gestafræðimanns í gamla skólanum mínum. Þetta er allt voðalega notalegt. Hérna úr sætinu mínu, í fílabeinsturni fræðanna, steinsnar frá safninu, fæ ég nú ágætt tækifæri til að rifja upp gamla tíð.
Áratugur er svosem ekki langur tími í lífi þjóða en samt er ansi margt breytt í samskiptum Íslands og Danmerkur. Að vissu leyti var ekkert sérstaklega auðvelt að vera Íslendingur í Kaupmannahöfn hér áður fyrr. Viðhorf Dana gagnvart Íslendingum var viðhorf herraþjóðar gagnvart nýlendu sinni. Fyrir stuttum tíu árum héldu jafnvel málsmetandi Danir að Ísland nyti enn ríkulegar þróunaraðstoðar frá Dönum. Við reyndum auðvitað að leiðrétta þetta en það var engu tauti við þá komandi. Í þau fáu skipti sem danskir fjölmiðlar sáu ástæðu til að fjalla um Íslendinga var það helst þegar einhver landa okkar komst í kast við lögin eða þegar fjöldi Íslendinga á félagsmálagreiðslum fór yfir tiltekin mörk.
Nú er þetta allt breytt. Nú eru allir fjölmiðlar fullir af fréttum um óskapleg umsvif íslenskra viðskiptamanna í Danmörku. Danskir félagar mínir botna ekkert í þessari þróun og heimta að fá að vita hvaðan peningarnir koma. Ég veit svosem ekkert um það enda hef ég hvergi komið nærri þessum viðskiptum. En þegar ég nú geng um göturnar í Köben finnst mér samt einhvern vegin eins og ég eigi - þjóðernisins vegna - oggulitla hlutdeild í Magasin, Illum, Hotel DAngleterre og öllum hinum djásnum Danmerkur sem landar okkar hafa keypt út á krít að undanförnu.
Það er fleira sem hefur breyst. Fyrir áratug var Danmörk enn merkisberi evrópsks frjálslyndis. Danir voru umburðalyndir og ligeglag. Kristjanía var tákn frjálslyndis og innflytjendur höfðu það tiltölulega gott. Að vísu kraumaði ýmislegt misjanft undir niðri en á yfirborðinu töluðu menn í það minnsta fallega um annað fólk. Menn vildu vera víðsýnir. Á aðeins áratug hefur orðið algjör viðsnúningur. Búið er að reykræsta Kristjaníu og í nýlegri rannsókn kemur í ljós að í Evrópu er nú einna verst fyrir innflytjendur að búa í Danmörku. Danska innflytendalöggjöfin er sérlega fjandsamleg og innflytjendur eiga einkar erfitt með að komast inn á danska vinnumarkaðinn. Þá eru atburðir og árekstrar sem tengjast fordómum í garð innflytjenda tíðir í Danmörku. Þetta og fleira kemur nú veg fyrir að innflytjendur geti aðlagast dönsku samfélagi. Já, af er það sem áður var.
En semsé, á sama tíma og innflytjendur hafa almennt mætt aukinni andstöðu í Danmörku hafa Íslendingar hins vegar keypt sér bæði virðingu og völd í gamla herraríkinu. Allavega óttablandna virðingu og viðskiptavöld því hér er annað hvert hús nú - með einum eða öðrum hætti - í eigu Íslendinga. Að vísu vantar enn Tívoli og svo Hvids vinstue í safnið en umsvifin hafa vissulega breytt stöðu Íslands í Danmörku.
Þrátt fyrir alla þessa velgengni sækir nú nokkur beigur að Íslendingshjartanu, eftir því sem nær dregur 21. nóvember, - þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta sækir Dani heim á Parken. Í ár eru liðin fjörutíu ár frá 14-2 niðurlægingunni á sama velli. Nú er kominn tími til að hefna ófaranna. Ef það tekst ekki þá kaupum við bara fjandans völlinn.
24. stundir. 2. nóvember 2007.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson