7.3.2008 | 11:39
Tímaspursmál
Um nokkurt skeið hefur mátt sjá fyrir að þau hörðu átök sem orðið hafa milli innflytjenda og innfæddra í mörgum Evrópuríkjum væru á leiðinni til Íslands. Við sjáum nú skýr merki um þessa þróun í fjölmiðlum. Nýlega var sagt frá því hér í blaðinu að hópur Íslendinga hafi gengið svo illilega í skrokk á manni frá Marokkó í miðbæ Reykavíkur að líf hans var í bráðri hættu. Í vikunni sagði DV svo frá því að pólsk stúlka hafi orðið fyrir hrottafenginni árás af hendi þriggja íslenskra kvenna, sem var svona ógurlega illa við þjóðerni hennar. Ég er ansi hræddur um að við eigum eftir sjá fleiri fréttir af þessum toga á næstu misserum, - sér í lagi ef atvinnuleysi eykst. Þannig hefur það orðið í nágrannalöndunum og þróunin er því miður nákvæmlega sú sama hér, aðeins nokkrum árum á eftir.
Það var í þessum drullupolli sem Frjálslyndi flokkurinn fór að hræra í haustið 2006, þegar flokkurinn kaus að efna til ófriðar við innflytjendur í aðdraganda þingkosninga. Upp úr seinni heimstyrjöld áttu hægriöfgaflokkar erfitt uppdráttar í Evrópu, enda voru slíkir flokkar beintengdir við hörmungar þjóðernisstefnunnar í Þýskalandi og á Ítalíu. Slíkum flokkum fór hins vegar að fjölga á áttunda áratugnum en þá náðu sex slíkir flokkar mönnum kjörnum á þing í jafnmörgum Evrópuríkjum. Um miðjan níunda áratuginn voru hægriöfgaflokkar með fulltrúa á þingi orðnir fimmtán talsins í Evrópu. Þeirra á meðal má nefna Front National í Frakklandi og Frelsisflokkinn í Austurríki. Danir voru til skamms tíma í fararbroddi evrópsks frjálslyndis en hafa nú horfið af þeirri braut. Fyrir fáeinum árum þótti málflutningur Danska þjóðarflokksins í málefnum innflytjenda með öllu óásættanlegur og flokkurinn fékk tæpast inni í alvarlegri umræðu. Nú er Danski þjóðarflokkurinn hins vegar virkur þátttakandi í dönsku stjórnkerfi.
Þrátt fyrir hörmungar fasismans á þriðja og fjórða áratugnum hurfu þjóðernishugmyndir Evrópubúa ekki við endalok síðari heimstyrjaldar. Eftir stríð sárvantaði erlent vinnuafl til að byggja álfuna úr rústum eigin gereyðingarstyrjaldar en svo virðist sem stjórnvöld í mörgum Evrópuríkjum hafi ekki áttað sig á að með því að flytja inn vinnuafl fengu þau fólk. Og það með öllum þeim vandamálum sem slíkum fyrirbærum fylgir. Vinnuafl er nefnilega ekki eins og hver önnur vara sem hægt er að nota og fleygja svo á haugana þegar ekki er lengur brúk fyrir hana. Í opinberri umræðu var talað um erlent vinnuafl sem farandverkamenn en margir þeirra voru alls ekkert á förum. Því miður virtust stjórnvöld í Evrópu ekki átta sig á þessu og áreksturinn á milli innflytjenda og innfæddra varð miklu harðari en ella hefði þurft að verða þegar hjaðna tók á atvinnumarkaði. Þá sat eftir fjöldi aðkomumanna sem keppti við innfædda um vinnuna. Ennfremur hafði lítið verið gert til að laga innflytjendur að nýjum siðum í nýjum heimkynnum. Og þar sem litið var á innflytjendur sem vinnuafl, en ekki fólk af holdi og blóði, var fátt gert til að undirbúa þá sem fyrir voru undir þá staðreynd að fjölmenningarlegt samfélag hafði þá þegar tekið við af hinu gamla evrópska einmenningarþjóðfélagi.
Víða urðu til svo gott sem hreinræktuð innflytjendagettó. Innflytjendur fluttu í ódýrustu hverfin og þegar hlutfall þeirra hafði náð vissu marki flúðu innfæddir úr hverfinu, það er að segja sá hluti sem hafði á því ráð. Þegar hefðbundin borgarhverfi breyttust með þessum hætti í nær hreinræktuð innflytjendahverfi virtust borgaryfirvöld víða missa áhugann á að halda þeim við. Þar með urðu til gettó. Samgangur innflytjenda og innfæddra var af þessum sökum víða lítill. Skortur á aðlögun sem birtist í hálfgildings aðskilnaðarstefnu milli menningarhópa leiddi svo af sér gagnkvæma tortryggni, sem aftur leiddi til aukinna árekstra og átaka. Smám saman fóru fasískar hugmyndir, sem kraumað hafa í huga margra Evrópubúa, að fljóta aftur upp á yfirborð stjórnmálanna. Kannast menn við lýsinguna?
24 stundir. 7. mars 2008.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson