2.3.2008 | 19:38
Ný bók: Hvað með evruna?
Á morgun kemur út ný bók eftir sjálfan mig og dr. Jón Þór Sturluson, hagfræðing. Bókin heitir Hvað með evruna?, og er afrakstur tveggja ára rannsóknar sem Evrópufræðasetrið á Bifröst gerði að ósk Alþýðusambands Íslands og Samtaka iðnaðarins. Í bókinni eru helstu álitamál varðandi hugsanlega innleiðingu evru á Íslandi greind á einfaldan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um myntsamruna í Evrópu og skoðað hvaða áhrif innganga í Evrópusambandið og upptaka evru hefðu á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Helstu niðurstöður eru þessar:
Ísland hefur aðeins tvo raunhæfa kosti í peningamálum. Annað hvort að viðhalda núverandi stefnu með sjálfstæðri krónu á floti eða að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu og taka upp evru. Ef ríki hefur á annað borð kost á fullri aðild að myntbandalagi Evrópu er vandséð hvaða hag það hefur af því að taka evruna upp einhliða. Líkast til mun taka alls fjögur ár að semja um aðild að ESB og innleiða evru á Íslandi að því loknu. Evran er því langtímamál og mun ekki duga sem lausn á skammtímavanda í íslensku efnahagslífi. Í bókinni er fjallað um hvaða áhrif innleiðing evru myndi hafa fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Stutta svarið er nokkuð skýrt. Í fyrsta lagi verður hagkerfið stöðugra, vextir lægri og viðskiptakostnaður minni. Þá má gera ráð fyrir að viðskipti aukist þegar gengisáhætta minnkar. Verðlag ætti að lækka og kaupmáttur að aukast. Helsti ókosturinn er á móti sá að Seðlabanki Íslands missir úr eigin hendi ákvörðun um innlenda stýrivexti. Við upptöku evru verður heldur ekki hægt að lækka raunlaun með því að fella gengið sem getur valdið ákveðnum erfiðleikum á vinnumarkaði. Þótt meginlínurnar séu nokkuð ljósar eru eigi að síður fjöldamörg álitaefni sem ítarlega eru rædd í bókinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson