8.2.2008 | 10:47
Við ystu mörk
Ætli ég hafi ekki verið svona sex ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta með Val. Var fyrstu vikurnar í marki en svo fljótt færður út á vinstri kannt, enda örvfættur. Á æfinagsvæði Vals varð vart þverfótandi fyrir einhverjum mestu hetjum sem ég hafði augum litið. Dýri Guðmundsson bar höfðuð og herðar yfir flesta aðra en einnig mátti sjá markahrókinn Inga Björn Albertsson og Atla Eðvaldsson valhoppa um grasbalana við Hlíðarenda með bolta á tánum. Þetta var ekki ónýtt fyrir lítinn snáða. Ingi Björn, sem virtist hafa lengri stórutá en aðrir leikmenn, kenndi okkur að pota boltanum í hornið framhjá markverðinum og Atli kenndi okkur að taka hjólhestaspyrnu og þruma boltanum í fallegan boga undir samskeytin.
Í hverri viku sýndi Bjarni Fel svo vikugamlan leik úr ensku knattspyrnunni í Ríkissjónvarpinu sem við lágum yfir. Og jafnvel þótt sjónvarpið sýndi aðeins svart og hvítt á þessum árum héldum við strákarnir nokkuð skilyrðislaust með Liverpool því liðið spilaði jú í rauðum treyjum eins og Valsmenn.
Blátt bann
Mér verður stundum hugsað til þessa þegar ég heyri íslenska hægrimenn lýsa yfir stuðningi við bandaríska Repúlíkanaflokkinn. Ef við berum saman stefnu þessara flokka kemur í ljós heilt ginnungargap. Bandarískir repúblíkanar eru upp til hópa andvígir opinberu heilbrigðistkerfi, opinberu menntakerfi og vilja helst láta trúfélögum eftir að sjá um velferðarþjónustu. Sumir gætu haldið að þessi stefna kæmi til vegna þess að þeir hefðu bara svo litla trú á opinbergum útgjöldum. Svo er þó ekki. Á sama tíma og bandarískir repúblíkanar tala fyrir stórfelldri skattalækkun þá boða þeir nefnilega um leið stóraukin útgjöld til hermála, enda eru þeir margir hverjir nokkuð almennt fylgjandi innrásum í arabíríki. Og það kostar auðvitað sitt. Það er heldur ekki svo, sem sumir virðast halda, að repúblíkanar í Bandaríkjunum vilji einfaldlega lágmarka íhlutun hins opinbera í lífi fólks, að einstaklingurinn eigi að ráða sér sjálfur og bera ábyrgð á sjálfum sér. Þvert á móti. Um leið og repúblíkanar hafna opinberri velferðarþjónustu boða þeir nefnilega blátt bann við fóstureyðingum og giftingum samkynhneigðra.
Sjálfstæðismenn til vinstri
Ég þekki fáa Sjálfstæðismenn sem eru tilbúnir að skrifa upp á svona stjórnmálastefnu. Þess vegna getur verið torvelt að skýra hvers vegna svo margir fylgjendur Sjálfstæðisflokksins á Íslandi leggja lag sitt við bandaríska repúblíkana. Ég kem allavega ekki auga á nokkra skynsamlega skýringur fyrir slíkum stuðningi.
Svo virðist raunar sem margir fylgismenn Sjálfstæðisflokksins á Íslandi halli sér að repúblíkönum í Bandarkjunum á nákvæmlega sömu forsendum og við Valsmenn fórum að halda Liverpool. Að vísu má segja að þessi samsömun við repúblíkana sé kannski ekki með öllu óskiljanleg því íslenskir fjölmiðlar segja gjarnan frá forsetakosningnunum í Bandaríkjunum eins og um hvern annan íþróttakappleik væri að ræða. Við fáum að vita hvernig frambjóðendur standa í skoðanakönnunum en lítið er fjallað um hvaða stjórnmálasefnu þeir boða. Svo er það vissulega rétt að Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi og Repúblíkanaflokkurinn í Bandaríkjunum flokkast báðir hægra megin við miðju í sínu landi. En þar endar líka samanburðurinn. Raunin er nefnilega sú að ef Sjálfstæðisflokkurinn, með þá stefnu sem hann boðar á Íslandi, væri þátttakandi í bandarískum stjórnmálum myndi hann ekki aðeins flokkast vel vinstra megin við Repúblíkanaflokkinn, heldur einnig langt til vinstri við Demókrata. Á ás stjórnmálanna myndi Hillary Clinton líkast til mælast nokkuð vel hægra megin við Hannes Hólmstein.
24 stundir. 8. febrúar 2008.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2008 kl. 12:35 | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson