25.1.2008 | 10:12
Ljónið, refurinn og asninn
Í borgríkjum Ítalíu á fimmtándu og sextándu öld var mikil ringulreið í allri stjórnsýslu og óvenju mikið valdabrölt á ráðamannastéttinni. Við stjórnun borganna mynduðust allskonar bandalög, sum svo veik að þau riðluðust á fáeinum vikum eða mánuðum, þá urðu til ný valdabandalög og svo koll af kolli út í það endalausa. Þetta var ekki gott ástand, hvorki fyrir íbúana né fyrir heiðvirða fursta sem áttu margir hverjir erfitt með að fóta sig í fúamýri og hnífalagi borgarstjórnmálanna. Samt voru til þeir stjórnmálamenn sem elskuðu leikinn og nutu sín aldrei betur en í blóðugu atinu þegar einhverju borgríkinu var bylt eina ferðina enn.
Furstinn í Flórens
Flórens var meðal þeirra borga þar sem væringar voru miklar. Lengst af stjórnaði Medici fjölskyldan öllu sem komandi var við með harðri hendi. Helstu andstæðingar þeirra voru Albizzi fjölskyldan og Strozzi fjölskyldan. Þessar fjölskyldur háðu sína hildi öldum saman. Um tíma voru völd Medici fjölskyldunnar svo mikil að þeim tókst að skipa þrjá páfa úr eigin röðum. Fjölskyldan varð þó helst til valdagírug og brátt myndaðist nýtt bandalag gegn henni sem bylti borginni og hrifsaði völdin í sínar hendur. Svona gekk það fram og til baka. Enn í dag má greina afleiðingar af þessari stjórnmálahefð, en bara nú í vikunni hljóp eitthvert flokksbrotið úr skapti ríkisstjórnarinnar í Róm svo ríkisstjórn Romano Prodi riðar svo gott sem til falls þegar þetta er skrifað.
Einhverju sinni þegar Medici fjölskyldan var komin á kaldan klaka og búin að glutra valdataumunum úr höndunum, meðal annars vegna innbirðist misklíðar kom ungur diplómat fjölskyldunni til aðstoðar. Sagt er að diplómatinn hafi viljað koma sér í mjúkinn hjá þessari miklu valdafjölskyldu sem var í vanda stödd og skrifaði handa henni leiðbeiningarit um hvernig valdamenn eigi að haga sér í viðleitini til að öðlast völd og ekki síður til að halda þeim í þessu mjög svo ótrygga ástandi. Diplómatinn hét Niccolò di Bernardo dei Machiavelli og leiðbeiningaritið, sem meðal annars hefur verið gefið út á bók hér á Íslandi, hefur verið þýdd sem Furstinn upp á íslensku.
Klækir spunameistarans
Segja má að Machiavelli hafi verð fyrsti spunameistarinn í pólitík. Ráðlegging hans til sinna manna var einföld. Hann taldi einfaldlega að meginmarkmið furstans væri að ná völdum og halda þeim, minna skipti hvernig furstinn færi svo með yfirráð sín yfir gagnvart almenningi. Machiavelli ráðlagði því furstanum að beita einfaldlega þeim klækjum sem duga í hvert sinn og snúa á andstæðinginn með öllum tiltækum ráðum. Þegar völdunum væri náð gæti furstinn svo farið í að herða tökin, útvíkka yfirráð sín og auka umsvifin. Deilt og drottnað. Í raun er bók Machiavelli lítið annað en réttlæting á því að furstinn stjórni með valdi frekar en lögum.
Furstinn í Reykjavík
En hvernig? Hvernig taldi Machiavelli að furstinn ætti að bera sig að til að ná völdum og halda þeim? Til að skýra það út fyrir Medici fjölskyldunni tók hann dæmi úr dýraríkinu. Maciavelli vildi meina að furstinn þyrfti að tileinka sér tvo eiginleika. Hann yrði að vera hugdjarfur eins og ljón og slóttugur eins og refur. Um leið lagði Machiavelli ríka áherslu á að furstinn myndi ávallt leita ráða vísra manna áður en hann færi í þann leiðangur að bylta stjórn borgarinnar. Annars myndi illa fara. Víkur þá sögunni til borgarstjórnar í Reykjavík. Hvergi nokkur staðar í sinni ítarlegu bók ráðlagi Machiavelli sínum fursta að haga sér eins og asni.
24 stundir. 25. janúar 2008.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson