Leita í fréttum mbl.is

"jafnréttisákvæði eru hættuleg"

Ég hef semsé verið að garfa i gömlum þingræðum. Í aðdraganda EFTA-aðildarinnar sem varð árið 1970 höfðu margir þingmenn efasemdir við 16. grein EFTA saminginsins sem heimilaði EFTA-borgurum að starfrækja iðnfyrirtæki í aðildarríkjunum. Í umræðunum dró Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins samanburð við sambandslögin við Danmörku sem var á sínum tíma æði mikið átakamál í sjálfstæðisbaráttunni. Í þingræðu í  nóvember 1968 sagði hann:

 

En í þeirri grein felst, að útlendingar, þ.e.a.s. ríkisborgarar í þessum aðildarlöndum Fríverzlunarbandalagsins, hafi jafna aðstöðu á við Íslendinga til þess að stofnsetja fyrirtæki og reka atvinnufyrirtæki hér á landi á vissum sviðum [...] Slík jafnréttisákvæði eru hættuleg. Jafnréttisákvæðin í sambandslagasamningnum við Danmörku þóttu hættuleg á sínum tíma, þegar Dönum einaum var fengið hér jafnrétti, svo hættuleg, að sumir alþm. létu það ráða sínu atkv. og greiddu atkv. á móti smanbandslögunum af þeim ástæðum, að þeir töldu það jafnrétti, sem þar var um að tefla, svo hættulegt. En augljóst er, að þau jafnréttisákvæði, sem hér er um að ræða eru miklu varhugaverðari, og auðvitað er hér í raun og veru ekki um nein jafnréttisákvæði að tefla, vegna þess, hve Íslendingar eru fámennir borið samana við þann fjölda, sem á að njóta þessara réttinda.

 

Ólafur Jóhannesson. Alþingistíðindi 1968. D. (89.lþ.) 1. Aðild að Fríverzlunarsamtökum Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband