Leita í fréttum mbl.is

Valdabröltið í borginni

Ég skynja fyrst og fremst reiði og hneykslan meðal þeirra borgarbúa sem ég hitti yfir því ótrúlega valdabrölti sem nú er í Ráðhúsinu, þar liggur nú hver um annan þveran drullugur upp fyrir haus í þessu furðumakkaríi. Ringulreiðin og hnífalagið í Framsóknarflokknum bætir heldur ekki úr ástandinu. Stjórnmálin hafa sett verulega niður við alla þessa afferru, fyrst í haust og svo aftur núna. Borgarstjórnin á ekki að vera góss sem pólitískir mafíósar geta deilt út og drotnað yfir eftir eigin hagsmunum og hentisemi. Það er engu líkara en sumir þessara kjörnu fulltrúa almennings hafi hreinlega gleymt kjósendum sínum, þetta snýst bara um þá sjálfa og þeirra eigin stöðu. Jafnvel sjálfur Machiavelli hefði ekki ráðlagt nokkrum fursta að haga sér með viðlíka hætti. Hann vissi sem var að fyrr eða síðar kæmi að skuldadögum. Svo er einnig nú, það líður nefnilega ógnarfjótt að kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband