Leita í fréttum mbl.is

"mundum við að sjálfsögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði"

Í tengslum við rannsókn sem ég er að vinna hef ég verið að skoða umræður um utanríkismál á Alþingi, til að mynda í aðdraganga að aðild Íslands að EFTA og EES. Inn á milli arfans er að finna hrein gullkorn. Í aðdraganda aðildarinnar að EES sem varð 1994 voru margir uggandi um afdrif Íslands á hinu ógnarstóra evrópska efnahagssvæði. Þegar málið kom fyrst til umræðu á Alþingi árið 1989 sagði Páll Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, þetta:

Okkar þjóðfélag er öðruvísi en annarra EFTA-ríkja og við þolum ekki og stöndumst ekki það frelsi --- það er nú búið að misþyrma orðinu frelsi svo mikið að ég held ég ætti heldur að nota orðið hömluleysi --- við þolum ekki það hömluleysi sem stærri ríki þola á flutningum fjármagns, hömlulaust streymi vinnuafls, vöru og þjónustu. Ef við undirgengjumst það [ákvæði EES - innskot höf] mundum við að sjálfsögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði á mjög skömmum tíma.

Páll Pétursson. Alþingistíðindi 1989, 111. löggjafarþing B. Umræður í máli 70, þann 9. mars 1989.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband