Leita í fréttum mbl.is

Tvær góðar: Bernharður Núll og Konungur Norðursins

Þetta virðast ætla að vera nokkuð góð bókajól. Ég hef þegar sagt hér á síðunni nokkur orð um Hliðarspor eftir Ágúst Borgþór, Velkomin til Bagdat eftir Davíð Loga og bók Sigmundar Ernis um Guðna Ágústson. Undanfarnar vikur hef ég einnig haft á náttborðinu Bernharð Núll eftir Bjarna Bjarnason og Konung norðursins eftir Val Gunnarsson. Bjarni er þrautreyndur höfundur og hefur fyrir löngu fundið sinn stíl. Valur Gunnarsson er hins vegar nýliði á skáldsagnasviðinu. Báðar bækurnar fjalla um einkennilega og einræna menn sem finna sig illa í umhverfi sínu. Bernharður Núll er einhverskonar dulrænn atvinnumaður í mannlífsskoðun og yfir bókinn svífur ansi sérstakur andi. Þetta er að mörgu leyti áhugaverð bók hjá Bjarna enda hefur hann ansi sérstaka sín á tilveruna. Sérkennileg saga en allavega óhætt að mæla vel og rækilega með henni. Söguhetja Vals, Ilkka Hamalainen, er ólánlegur finni sem fer á heimssögulegt fyllirí. Í söguna fléttar Valur svo norræni goðafræði. Mér skilst að þessi bók hafi verið ansi lengi í smíðum en höfundurinn má vera ánægður við útkomuna. Þrátt fyrir smávægilegar brotalamir hér og þar er þetta bráðskemmtilegt verk og góð frumraun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband